Kreppan reynt verulega á heilbrigðiskerfið í Evrópu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2014 17:59 vísir/gva Ný skýrsla OECD; Health at a Glance: Europe 2014, sem birt var í dag, sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hafi reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð en frá þessu er greint á vef Velferðarráðuneytisins. Þar segir að helstu áskoranir stjórnvalda séu að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfylli kröfur um gæði. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur Evrópubúa halda áfram að aukast og hafa lengst um rúmlega fimm ár frá árinu 1990, en voru árið 2012 79,2 ár að meðaltali. Lífslíkur fólks við 65 ára aldur hafa einnig aukist umtalsvert. Konur á þeim aldri geta vænst þess að lifa í 20,4 ár og karlar 16,8 ár. Það getur hins vegar munað um átta árum til eða frá hverjar lífslíkurnar eru við fæðingu eftir því í hvaða Evrópulandi fólk býr og fimm árum ef skoðaðar eru lífslíkur 65 ára einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni halda gæði heilbrigðisþjónustunnar áfram að aukast víðast hvar í Evrópu. Til dæmis hefur dánartíðni Evrópubúa í kjölfar hjartaáfalla minnkað um 40% og vegna heilaáfalls um 20% á síðastliðnum áratug. Aftur á móti er stór munur á lífsmöguleikum fólks sem fær þessa hættulegu sjúkdóma. Til dæmis er tvisvar sinnum líklegra að sjúklingur sem lagður er inn á sjúkrahús í Ungverjalandi eða Lettlandi vegna hjartaáfalls deyi innan þrjátíu daga en sjúklingur sem leggjast inn á spítala í Danmörku eða Svíþjóð. Heilsufarslegur ójöfnuður og mismunandi aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjónustu er sérstakt umfjöllunarefni í skýrslunni, en þessi vandi er fyrir hendi jafnt milli landa og innan þeirra. Fram kemur að í öllum Evrópulöndunum er sterk fylgni milli menntunar og lífslíkna þar sem fólk með mikla menntun getur vænst þess að lifa nokkrum árum lengur og við betri heilsu en þeir sem minnsta menntun hafa. Skýrsluhöfundar segja því mikilvægt að öll löndin beiti markvissum aðgerðum til að bæta lýðheilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr ójöfnuði. Flest Evrópuríkin hafa náð að viðhalda heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þetta eigi þó ekki við um Búlgaríu og Grikkland þar sem margir misstu heilbrigðistryggingar sínar, a.m.k. tímabundið. Fram kemur að hjá þó nokkrum þjóðum hafi verið dregið úr greiðslum ríkisins fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu og kostnaður sjúklinga verið aukinn. Skýrsla OECD sýnir að hlutfall lágtekjufólks sem segir að þörfum þess fyrir heilbrigðisþjónustu og tannlæknaþjónustu sé ekki að fullu mætt er tvöfalt hærra en á við þegar skoðað er meðaltal allra íbúa og fjórfalt hærra en í samanburði við hátekjufólk. Varað er við því að ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta þar sem þörfum fólks er ekki mætt geti til lengri tíma haft alvarlegar heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar. Grikkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Ný skýrsla OECD; Health at a Glance: Europe 2014, sem birt var í dag, sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hafi reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð en frá þessu er greint á vef Velferðarráðuneytisins. Þar segir að helstu áskoranir stjórnvalda séu að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfylli kröfur um gæði. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur Evrópubúa halda áfram að aukast og hafa lengst um rúmlega fimm ár frá árinu 1990, en voru árið 2012 79,2 ár að meðaltali. Lífslíkur fólks við 65 ára aldur hafa einnig aukist umtalsvert. Konur á þeim aldri geta vænst þess að lifa í 20,4 ár og karlar 16,8 ár. Það getur hins vegar munað um átta árum til eða frá hverjar lífslíkurnar eru við fæðingu eftir því í hvaða Evrópulandi fólk býr og fimm árum ef skoðaðar eru lífslíkur 65 ára einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni halda gæði heilbrigðisþjónustunnar áfram að aukast víðast hvar í Evrópu. Til dæmis hefur dánartíðni Evrópubúa í kjölfar hjartaáfalla minnkað um 40% og vegna heilaáfalls um 20% á síðastliðnum áratug. Aftur á móti er stór munur á lífsmöguleikum fólks sem fær þessa hættulegu sjúkdóma. Til dæmis er tvisvar sinnum líklegra að sjúklingur sem lagður er inn á sjúkrahús í Ungverjalandi eða Lettlandi vegna hjartaáfalls deyi innan þrjátíu daga en sjúklingur sem leggjast inn á spítala í Danmörku eða Svíþjóð. Heilsufarslegur ójöfnuður og mismunandi aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjónustu er sérstakt umfjöllunarefni í skýrslunni, en þessi vandi er fyrir hendi jafnt milli landa og innan þeirra. Fram kemur að í öllum Evrópulöndunum er sterk fylgni milli menntunar og lífslíkna þar sem fólk með mikla menntun getur vænst þess að lifa nokkrum árum lengur og við betri heilsu en þeir sem minnsta menntun hafa. Skýrsluhöfundar segja því mikilvægt að öll löndin beiti markvissum aðgerðum til að bæta lýðheilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr ójöfnuði. Flest Evrópuríkin hafa náð að viðhalda heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þetta eigi þó ekki við um Búlgaríu og Grikkland þar sem margir misstu heilbrigðistryggingar sínar, a.m.k. tímabundið. Fram kemur að hjá þó nokkrum þjóðum hafi verið dregið úr greiðslum ríkisins fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu og kostnaður sjúklinga verið aukinn. Skýrsla OECD sýnir að hlutfall lágtekjufólks sem segir að þörfum þess fyrir heilbrigðisþjónustu og tannlæknaþjónustu sé ekki að fullu mætt er tvöfalt hærra en á við þegar skoðað er meðaltal allra íbúa og fjórfalt hærra en í samanburði við hátekjufólk. Varað er við því að ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta þar sem þörfum fólks er ekki mætt geti til lengri tíma haft alvarlegar heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar.
Grikkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira