Fótbolti

Þorlákur yfir akademíu Brommapojkarna

Mynd/Heimasíða BP
Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnuakademíu sænska félagsins Brommapojkarna.

Magni Fannberg var áður þjálfari U-19 liðs Brommapojkarna en hann var í haust ráðinn aðalþjálfari Brommapojkarna, sem féll úr sænsku úrvalsdeildinni í haust.

Þorlákur býr yfir mikilli reynslu af þjálfun, bæði með meistaraflokka karla og kvenna sem og yngri flokka. Hann var síðast þjálfari U-17 liðs karla en hann var einnig þjálfara sama kvennaliðsins í sama aldursflokki til margra ára.

„Ég er verulega ánægður með að vera kominn hingað og mín fyrstu kynni af BP hafa verið jákvæð,“ sagði Þorlákur í viðtali á heimasíðu félagsins. Hann hefur formlega störf hjá Brommapojkarna um áramótin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×