Gallonið af bensíni undir 2 dollara vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 15:45 Þeir gleðjast bíleigendurnir í Bandaríkjunum um þessar mundir, sem víðar. Á bensínstöð einni í Oklahoma City í Bandaríkjunum má nú kaupa gallonið af bensíni á 1,99 dollara. Það samsvarar 65 krónum á hvern líter, eða 3,37 sinnum lægra en það verð sem í boði er á ódýrustu bensínstöðinni hérlendis. Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,746 dollarar, en mikill munur getur verið á milli bensínstöðva og fylkja þarlendis. Bensínverð hefur lækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum og ræður þar mestu mikið framboð þess, þar sem OPEC ríkin hafa ekki viljað minnka framleiðslu sína og Bandaríkjamenn hafa að auki stóraukið framleiðslu sína með „fracking“-vinnslu á olíu. Áfram er spáð lækkun verðs á bensíni, sem og aukinni sölu á bílum í Bandaríkjunum þess vegna. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Á bensínstöð einni í Oklahoma City í Bandaríkjunum má nú kaupa gallonið af bensíni á 1,99 dollara. Það samsvarar 65 krónum á hvern líter, eða 3,37 sinnum lægra en það verð sem í boði er á ódýrustu bensínstöðinni hérlendis. Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,746 dollarar, en mikill munur getur verið á milli bensínstöðva og fylkja þarlendis. Bensínverð hefur lækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum og ræður þar mestu mikið framboð þess, þar sem OPEC ríkin hafa ekki viljað minnka framleiðslu sína og Bandaríkjamenn hafa að auki stóraukið framleiðslu sína með „fracking“-vinnslu á olíu. Áfram er spáð lækkun verðs á bensíni, sem og aukinni sölu á bílum í Bandaríkjunum þess vegna.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent