Leggja til að hefndarklám verði refsivert Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 16:41 Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Vísir/Getty Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á hegningarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að hefndarklám verði gert refsivert. Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Er dreifingin og/eða birtingin til þess fallin að valda þeim sem er á myndunum eða í myndskeiðunum vanlíðan eða tjóni eða er lítilsvirðandi fyrir hann, eins og það er orðað í greinargerðinni. Nektarmyndum og kynferðislegum myndum og/eða myndskeiðum er gjarnan dreift í þessum tilgangi. Stundum er myndefni af þessum toga jafnvel dreift í hefndarskyni í kjölfar þess að ástarsambandi lýkur en einnig er myndefni dreift sem einstaklingur hefur sent sjálfur og ekki talið að myndi fara neitt áfram. Mikil umræða hefur skapast um dreifingu nektarmynda á netinu upp á síðkastið. Til að mynda vakti mál Tinnu Ingólfsdóttur mikla athygli en nektarmyndum, sem hún hafði sent af sér til tveggja manna sem hún taldi vini sína, var dreift um netið. Pistill hennar, Ert þú ekki þessi stelpa?, fjallaði um reynslu hennar í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan fóru í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar heldur baráttunni áfram. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en til að það verði að lögum þarf það að fara í gegnum 3 umræður auk þess sem það fer til umræðu hjá þingnefnd. Vísir greindi frá því í haust að tölfræði frá síðasta vetri gefi þingmönnum ekki ástæðu til að vera bjartsýnir á að mál þeirra nái fram að ganga; af þeim 172 frumvörpum sem lögðu voru fram voru 91 samþykkt sem lög. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á hegningarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að hefndarklám verði gert refsivert. Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Er dreifingin og/eða birtingin til þess fallin að valda þeim sem er á myndunum eða í myndskeiðunum vanlíðan eða tjóni eða er lítilsvirðandi fyrir hann, eins og það er orðað í greinargerðinni. Nektarmyndum og kynferðislegum myndum og/eða myndskeiðum er gjarnan dreift í þessum tilgangi. Stundum er myndefni af þessum toga jafnvel dreift í hefndarskyni í kjölfar þess að ástarsambandi lýkur en einnig er myndefni dreift sem einstaklingur hefur sent sjálfur og ekki talið að myndi fara neitt áfram. Mikil umræða hefur skapast um dreifingu nektarmynda á netinu upp á síðkastið. Til að mynda vakti mál Tinnu Ingólfsdóttur mikla athygli en nektarmyndum, sem hún hafði sent af sér til tveggja manna sem hún taldi vini sína, var dreift um netið. Pistill hennar, Ert þú ekki þessi stelpa?, fjallaði um reynslu hennar í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan fóru í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar heldur baráttunni áfram. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en til að það verði að lögum þarf það að fara í gegnum 3 umræður auk þess sem það fer til umræðu hjá þingnefnd. Vísir greindi frá því í haust að tölfræði frá síðasta vetri gefi þingmönnum ekki ástæðu til að vera bjartsýnir á að mál þeirra nái fram að ganga; af þeim 172 frumvörpum sem lögðu voru fram voru 91 samþykkt sem lög.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira