Uber bannað á Spáni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2014 15:32 Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir / Getty Images Spænsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna starfsemi Uber þar í landi. Vísir sagði frá því í dag að stjórnvöld á Taílandi hefðu tekið samskonar ákvörðun og í gær var sagt frá því að Uber mætti ekki lengur starfa í Nýju Delí á Indlandi. Bandaríska síðan The Verge greinir frá. Hollendingar bönnuðu einnig starfsemi Uber í gær. Dómari í Madríd á Spáni kvað upp úrskurð í dag um að Uber starfaði ekki eftir settum reglum þar sem ökumenn væru ekki skráðir. Samtök leigubílstjóra í borginni skutu málinu til dómstóla en Uber hefur mætt harðri gagnrýni leigubílstjóra víða þar sem fyrirtækið hefur hafið störf. Stjórnvöld á Taílandi tóku ákvörðun á sambærilegum forsendum í dag en þar var líka fundið að greiðslufyrirkomulagi fyrirtækisins, sem fram fer í gegnum app. Indverk stjórnvöld bönnuðu starfsemi Uber í kjölfar þess að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var sakaður um að nauðga farþega. Stjórnvöld þar hafa nú lagt bann á leigubílaþjónustur sem hægt er að bóka í gegnum öpp og internetið.Vísir fjallaði í gær um að Uber væri byrjað að undirbúa starfsemi hér á landi. Uber starfar að mörgu leiti á svipaðan hátt og hefðbundnar leigubílaþjónustur. Fyrirtækið bíður hinsvegar upp á mismunandi möguleika, þar á meðal einskonar lággjaldaþjónustu þar sem ökumenn skutla viðskiptavinum á venjulegum, ómerktum bílum fyrir lága þóknun. Mismunandi kröfur eru gerðar til ökumanna Uber en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins er sú krafa gerð að þeir hafi leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni. Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Spænsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna starfsemi Uber þar í landi. Vísir sagði frá því í dag að stjórnvöld á Taílandi hefðu tekið samskonar ákvörðun og í gær var sagt frá því að Uber mætti ekki lengur starfa í Nýju Delí á Indlandi. Bandaríska síðan The Verge greinir frá. Hollendingar bönnuðu einnig starfsemi Uber í gær. Dómari í Madríd á Spáni kvað upp úrskurð í dag um að Uber starfaði ekki eftir settum reglum þar sem ökumenn væru ekki skráðir. Samtök leigubílstjóra í borginni skutu málinu til dómstóla en Uber hefur mætt harðri gagnrýni leigubílstjóra víða þar sem fyrirtækið hefur hafið störf. Stjórnvöld á Taílandi tóku ákvörðun á sambærilegum forsendum í dag en þar var líka fundið að greiðslufyrirkomulagi fyrirtækisins, sem fram fer í gegnum app. Indverk stjórnvöld bönnuðu starfsemi Uber í kjölfar þess að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var sakaður um að nauðga farþega. Stjórnvöld þar hafa nú lagt bann á leigubílaþjónustur sem hægt er að bóka í gegnum öpp og internetið.Vísir fjallaði í gær um að Uber væri byrjað að undirbúa starfsemi hér á landi. Uber starfar að mörgu leiti á svipaðan hátt og hefðbundnar leigubílaþjónustur. Fyrirtækið bíður hinsvegar upp á mismunandi möguleika, þar á meðal einskonar lággjaldaþjónustu þar sem ökumenn skutla viðskiptavinum á venjulegum, ómerktum bílum fyrir lága þóknun. Mismunandi kröfur eru gerðar til ökumanna Uber en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins er sú krafa gerð að þeir hafi leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni.
Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06