Peugeot-Citroën ætlar að segja upp 3.450 starfsmönnum 20. nóvember 2014 11:33 Höfuðstöðvar PSA/Peugeot-Citroën. Ekki gengur betur en svo hjá bílaframleiðandanum PSA/Peugeot-Citroën að til stendur að segja upp 3.450 starfsmönnum á næsta ári. Er það liður í mikilli endurskipulagningu Carlos Taveres forstjóra PSA. Uppsagnirnar verða í formi starfslokasamninga eldri starfsmanna, eingreiðslna til þeirra starfmanna sem eru tilbúnir að hætta störfum og tilflutninga í starfi. Þessi áætlun verður kynnt verkalýðsfélögum starfsmannanna í næstu viku, en í Frakklandi er nánast bannað að segja upp starfsfólki og hefur það valdið miklum vandræðum hjá frönskum bílaframleiðendum á undanförnum árum. Þessi niðurskurður í starfmannafjölda nemur um 6% en 60.000 starfsmenn eru nú hjá PSA. PSA hefur greint frá því að 29% innlends starfsfólks í Frakklandi sé í hættu og það þýðir að störf 9.000 starfsmanna í viðbót gætu tapast. Þrátt fyrir þessar aðgerðir ætlar PSA að skapa 2.000 ný störf fyrir yngri starfmenn sem verða í þjálfun hjá fyrirtækinu á næsta ári. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Ekki gengur betur en svo hjá bílaframleiðandanum PSA/Peugeot-Citroën að til stendur að segja upp 3.450 starfsmönnum á næsta ári. Er það liður í mikilli endurskipulagningu Carlos Taveres forstjóra PSA. Uppsagnirnar verða í formi starfslokasamninga eldri starfsmanna, eingreiðslna til þeirra starfmanna sem eru tilbúnir að hætta störfum og tilflutninga í starfi. Þessi áætlun verður kynnt verkalýðsfélögum starfsmannanna í næstu viku, en í Frakklandi er nánast bannað að segja upp starfsfólki og hefur það valdið miklum vandræðum hjá frönskum bílaframleiðendum á undanförnum árum. Þessi niðurskurður í starfmannafjölda nemur um 6% en 60.000 starfsmenn eru nú hjá PSA. PSA hefur greint frá því að 29% innlends starfsfólks í Frakklandi sé í hættu og það þýðir að störf 9.000 starfsmanna í viðbót gætu tapast. Þrátt fyrir þessar aðgerðir ætlar PSA að skapa 2.000 ný störf fyrir yngri starfmenn sem verða í þjálfun hjá fyrirtækinu á næsta ári.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent