Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 90-85 | ÍR-ingar risu upp frá dauðum Stefán Árni Pálsson í Seljaskóla skrifar 20. nóvember 2014 14:15 ÍR-ingar unnu hreint magnaðan sigur á Grindavík, 90-85, í ótrúlegum leik í Seljaskóla. Heimamenn voru heilum 18 stigum undir fyrir loka leikhlutann en náðu á einhvern ótrúlegan hátt að vinna leikinn.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Seljaskóla í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og gerðu fjögur fyrstu stig leiksins. ÍR-ingar voru ekki mættir til leiks og þeir gulu voru ávallt einu til tveimur skrefum á undan heimamönnum í fyrsta leikhluta. Ómar Sævarsson, leikmaður Grindvíkinga, var að reynast sínum fyrrum liðsfélögum erfiður og lék virkilega vel á fyrstu mínútum leiksins. Hann gerði sex stig í byrjun leiksins. Grindavík hafði þrettán stiga forystu eftir fyrsta fjórðung, 32-19. Grindvíkingar héldu áfram uppteknum hætti í öðrum leikhluta og voru að spila virkilega vel. Það gekk flest allt upp í sóknarleik liðsins og ÍR-ingar átti fá svör. Sóknarleikur heimamanna var aftur á móti ekki góður. Mjög tilviljunarkenndur og ómarkviss. Grindvíkingar náðu mest 25 stiga forystu í fyrri hálfleiknum þegar staðan var 53-29 en staðan í hálfleik var 53-33. Ólafur Ólafsson var frábær í liði Grindvíkinga í fyrri hálfleiknum og gerði þá 15 stig. Ómar Sævarsson var einnig góður og var kominn með átta stig og sjö fráköst eftir tuttugu mínútna leik. ÍR-ingar þurftu heldur betur að snúa við blaðinu í hálfleiknum. ÍR-ingar virkuðu ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins en það var skammgóður vermir. Grindvíkingar héldu þeim alltaf vel frá sér og í kringum tuttugu stigin. Þeir voru oft á tíðum sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stigalínuna og stigaskorið dreifðist gríðarlega vel á leikmenn liðsins. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 78-60 fyrir Grindjána og ekkert í spilunum að ÍR-ingar myndu komast inn í leikinn. ÍR-ingar byrjuðu loka leikhlutann betur og minnkuðu fljótlega muninn niður í 66-78. Heimamenn héldu áfram að saxa á forskot Grindvíkinga og voru greinilega ekki tilbúnir að gefast upp. Áhorfendur ÍR-inga fóru í gang og það varð allt vitlaust í Seljaskóla. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum fengu Grindvíkingar dæmda á sig tæknivillu og ÍR-ingar náðu að minnka muninn niður í fjögur stig 77-81. Fljótlega voru þeir komnir yfir 84-83 og þá fór þakið af húsinu. ÍR-ingar sýndu ótrúlegan karakter og unnu að lokum leikinn 90-85 eftir að hafa verið 18 stigum undir fyrir loka leikhlutann. Sveinbjörn Claessen var atkvæðamestur í liði ÍR með 18 stig ásamt Matthíasi Orra Sigurðssyni sem gerði einnig 18 stig. Einn magnaðasti sigur liðs á þessu tímabili. Bjarni: Þessi sigur var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur„Mér líður vel núna en ég var svo sem ekkert alltof sáttur með okkur lungann úr leiknum,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila rosalega illa á tíma. Hægir í öllum aðgerðum, rosalega daprir varnarlega séð og vorum allt of langt frá mönnum.“ Bjarni segir aftur á móti að í körfubolta sé alltaf séns. „Við fórum yfir það í hálfleik hvað það væri sem við gætum gert betur. Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki nægilega vel en við náðum að minnka hægt og rólega muninn. Þegar fimm mínútur voru eftir tók ég leikhlé og þá vorum við tólf stigum undir. Þá fórum við yfir málin og það var ljóst að við áttum ennþá séns.“ Bjarni telur að sigurinn hafi verið gríðarlega mikilvægur og þá sérstaklega upp á framhaldið að gera. „Körfubolti er körfubolti og fallegasta íþrótt í heimi eins og einhver sagði. Leikurinn er bara ekki búinn fyrr en hann er búinn.“ Ólafur: Þarf að læra að verða leiðtogi„Við vorum búnir að stinga hnífnum en klárum ekki alveg að drepa andstæðinginn,“ segir Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindvíkinga. „Við misstum allt flæði og fórum að kenna dómurunum um. Við vorum átján stigum yfir í þriðja leikhluta og síðan skorum við bara sjö stig í fjórða. Það er eitt annað metið sem við erum búnir að setja í vetur.“ Ólafur segir að það vanti meiri töffaraskap í liðið. „Það vantar meiri leiðtoga í liðið núna og ég er að reyna gera mitt besta til að vera sá maður á meðan allir eru meiddir. Ég þarf bara að læra að vera leiðtogi. Í fjórða leikhlutanum þá bara hættum við að gefa boltann og verðum taugaóstyrkir.“ Ólafur segir samt sem áður að mótið byrji ekkert fyrir en í apríl. „Við þurfum bara að drulla okkur inn í úrslitakeppnina og byrja að alvöru mótið.“ ÍR-Grindavík 90-85 (19-32, 14-21, 27-25, 30-7)ÍR: Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Trey Hampton 18/7 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12, Hamid Dicko 9/5 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Ragnar Örn Bragason 5/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4/4 fráköst.Grindavík: Oddur Rúnar Kristjánsson 20/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst/8 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 14, Rodney Alexander 11/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Bein textalýsing frá leiknum í kvöld:Leik lokið (90-85): ÓTRÚLEGUR SIGUR ÍR!40. mín (88-85): ÍR ingar vinna boltann þegar 5 sekúndur eru eftir. Þetta er með hreinum ólíkindum. Þeir eru að ganga frá þessu. Matthías fer á línuna og klárar þetta. 40. mín (88-85): 30 sek eftir. Matthías Orri Sigurðarson með tvö stig fyrir ÍR. 40. mín (86-85): Ómar Sævarsson minnkar muninn fyrir Grindvíkinga. Ein mínúta eftir. 39. mín (86-83): Sveinbjörn Claessen setur niður tvist. Þetta er með hreinum ólíkindum. Grindvíkingar taka leikhlé.38. mín (84-83): Þeir eru komnir yfir. Það er allt að verða vitlaust í húsinu. ÍR vinnur síðan boltann. 38. mín (82-83): Þetta er svakalegt!!!!! ÍR-ingar fara á kostum. 37. mín (77-83): Rodney Alexander að fá sína fimmtu villu og er farinn í bað.37. mín (77-81): Þvílíkur leikur...... Það munar bara fjórum stigum. ÍR-ingar eru heldur betur ekki búnir að syngja sitt síðasta. 36. mín (72-81): Þar kom það. Rosaleg troðsla hjá Trey Hampton og ÍR-ingar vinna boltann. 35. mín (69-81): ÍR-ingar með boltann og geta komið þessu undir tíu stigin.34. mín (66-78): Jáhá. Munar bara tólf stigum núna. Þetta gæti orðið að leik.32. mín (62-78): Þá er bara síðasta tækifærið fyrir ÍR til að komast að alvöru í einhvern möguleika hér í kvöld. 3. leikhluta lokið (60-78): Grindvíkingar hleypa samt sem áður ÍR-ingum ekkert inn í leikinn. Þeir halda þeim alltaf þægilega langt frá sér. 27. mín (50-69): Rodney Alexander að fá sína fjórðu villu hjá Grindvíkingum. 25. mín: (45-67) Grindvíkingar setja á svið þriggjastiga sýningu en Oddur Rúnar Kristjánsson er sjóðandi heitur hjá þeim gulu og er kominn með 13 stig. 24. mín: (45-61): Heimamenn að minnka muninn hægt og rólega. 22. mín (41-56): ÍR-ingar byrja betur í síðari hálfleiknum.Hálfleikur (33-53): Það gengur ekkert hjá heimamönnum og Grindvíkingar að leika sér að þeim hvítklæddu eins og staðan er. Það munaði mest 24 stigum á liðunum í fyrri hálfleiknum.17. mín (25-44): Ekki lítur þetta vel út fyrir heimamenn.15. mín (23-38): Ólafur Ólafsson að eiga stórleik fyrir Grindavík en hann er kominn með 13 stig.12.mín (21-34): ÍR-ingar virkar ákveðnir í upphafi 2. leikhluta. 1. leikhluta lokið (19-32): Flottur endir hjá Grindvíkingum og þeir leiða með þrettán stiga mun eftir fyrstu tíu mínútur leiksins.9. mín (19-26): ÍR-ingar að vakna til lífsins. 8. mín (12-23). Ómar kominn með sex stig. Flott byrjun hjá honum. ÍR-ingar ekki að finna taktinn.6. mín (5-16): Þeir gulu halda áfram að raða inn stigunum. Óli Óla með flottan þrist.5. mín (5-8): Gestirnir halda áfram að spila vel. Ómar Sævarsson að koma sterkur inn og lætur finna fyrir sér. 3.mín (2-6): Grindvíkingar byrja betur.1. mín (0-0): Þá er þetta farið af stað.Fyrir leik. Styttist í leik og þeir fáu áhorfendur sem eru mættir eru klárir. Fyrir leik: Grindvíkingar eru í 9. sæti deildarinnar með 4 stig en heimamenn í ÍR eru í því 10. með aðeins tvö stig. Bæði lið þurfa í raun á sigri að halda í kvöld. Fyrir leik: Töluverð meiðsli eru í herbúðum Grindvíkinga en Jóhann Árni Ólafsson og Þorleifur Ólafsson er frá vegna meiðsla.Fyrir leik: Enginn Maggi Gunn í liði Grindvíkinga í kvöld en hann tekur út leikbann. Magnús braut fólskulega á Brynjari Þór Björnssyni í leik gegn KR á dögunum. Fyrir leik: Já framundan er leikur ÍR og Grindavíkur í Dominos-deild karla og liðin bæði farin að hita upp á fullu. Vísir/Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
ÍR-ingar unnu hreint magnaðan sigur á Grindavík, 90-85, í ótrúlegum leik í Seljaskóla. Heimamenn voru heilum 18 stigum undir fyrir loka leikhlutann en náðu á einhvern ótrúlegan hátt að vinna leikinn.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Seljaskóla í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og gerðu fjögur fyrstu stig leiksins. ÍR-ingar voru ekki mættir til leiks og þeir gulu voru ávallt einu til tveimur skrefum á undan heimamönnum í fyrsta leikhluta. Ómar Sævarsson, leikmaður Grindvíkinga, var að reynast sínum fyrrum liðsfélögum erfiður og lék virkilega vel á fyrstu mínútum leiksins. Hann gerði sex stig í byrjun leiksins. Grindavík hafði þrettán stiga forystu eftir fyrsta fjórðung, 32-19. Grindvíkingar héldu áfram uppteknum hætti í öðrum leikhluta og voru að spila virkilega vel. Það gekk flest allt upp í sóknarleik liðsins og ÍR-ingar átti fá svör. Sóknarleikur heimamanna var aftur á móti ekki góður. Mjög tilviljunarkenndur og ómarkviss. Grindvíkingar náðu mest 25 stiga forystu í fyrri hálfleiknum þegar staðan var 53-29 en staðan í hálfleik var 53-33. Ólafur Ólafsson var frábær í liði Grindvíkinga í fyrri hálfleiknum og gerði þá 15 stig. Ómar Sævarsson var einnig góður og var kominn með átta stig og sjö fráköst eftir tuttugu mínútna leik. ÍR-ingar þurftu heldur betur að snúa við blaðinu í hálfleiknum. ÍR-ingar virkuðu ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins en það var skammgóður vermir. Grindvíkingar héldu þeim alltaf vel frá sér og í kringum tuttugu stigin. Þeir voru oft á tíðum sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stigalínuna og stigaskorið dreifðist gríðarlega vel á leikmenn liðsins. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 78-60 fyrir Grindjána og ekkert í spilunum að ÍR-ingar myndu komast inn í leikinn. ÍR-ingar byrjuðu loka leikhlutann betur og minnkuðu fljótlega muninn niður í 66-78. Heimamenn héldu áfram að saxa á forskot Grindvíkinga og voru greinilega ekki tilbúnir að gefast upp. Áhorfendur ÍR-inga fóru í gang og það varð allt vitlaust í Seljaskóla. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum fengu Grindvíkingar dæmda á sig tæknivillu og ÍR-ingar náðu að minnka muninn niður í fjögur stig 77-81. Fljótlega voru þeir komnir yfir 84-83 og þá fór þakið af húsinu. ÍR-ingar sýndu ótrúlegan karakter og unnu að lokum leikinn 90-85 eftir að hafa verið 18 stigum undir fyrir loka leikhlutann. Sveinbjörn Claessen var atkvæðamestur í liði ÍR með 18 stig ásamt Matthíasi Orra Sigurðssyni sem gerði einnig 18 stig. Einn magnaðasti sigur liðs á þessu tímabili. Bjarni: Þessi sigur var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur„Mér líður vel núna en ég var svo sem ekkert alltof sáttur með okkur lungann úr leiknum,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila rosalega illa á tíma. Hægir í öllum aðgerðum, rosalega daprir varnarlega séð og vorum allt of langt frá mönnum.“ Bjarni segir aftur á móti að í körfubolta sé alltaf séns. „Við fórum yfir það í hálfleik hvað það væri sem við gætum gert betur. Síðari hálfleikurinn byrjaði ekki nægilega vel en við náðum að minnka hægt og rólega muninn. Þegar fimm mínútur voru eftir tók ég leikhlé og þá vorum við tólf stigum undir. Þá fórum við yfir málin og það var ljóst að við áttum ennþá séns.“ Bjarni telur að sigurinn hafi verið gríðarlega mikilvægur og þá sérstaklega upp á framhaldið að gera. „Körfubolti er körfubolti og fallegasta íþrótt í heimi eins og einhver sagði. Leikurinn er bara ekki búinn fyrr en hann er búinn.“ Ólafur: Þarf að læra að verða leiðtogi„Við vorum búnir að stinga hnífnum en klárum ekki alveg að drepa andstæðinginn,“ segir Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindvíkinga. „Við misstum allt flæði og fórum að kenna dómurunum um. Við vorum átján stigum yfir í þriðja leikhluta og síðan skorum við bara sjö stig í fjórða. Það er eitt annað metið sem við erum búnir að setja í vetur.“ Ólafur segir að það vanti meiri töffaraskap í liðið. „Það vantar meiri leiðtoga í liðið núna og ég er að reyna gera mitt besta til að vera sá maður á meðan allir eru meiddir. Ég þarf bara að læra að vera leiðtogi. Í fjórða leikhlutanum þá bara hættum við að gefa boltann og verðum taugaóstyrkir.“ Ólafur segir samt sem áður að mótið byrji ekkert fyrir en í apríl. „Við þurfum bara að drulla okkur inn í úrslitakeppnina og byrja að alvöru mótið.“ ÍR-Grindavík 90-85 (19-32, 14-21, 27-25, 30-7)ÍR: Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Trey Hampton 18/7 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 12, Hamid Dicko 9/5 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 6, Ragnar Örn Bragason 5/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4/4 fráköst.Grindavík: Oddur Rúnar Kristjánsson 20/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst/8 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 14, Rodney Alexander 11/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Bein textalýsing frá leiknum í kvöld:Leik lokið (90-85): ÓTRÚLEGUR SIGUR ÍR!40. mín (88-85): ÍR ingar vinna boltann þegar 5 sekúndur eru eftir. Þetta er með hreinum ólíkindum. Þeir eru að ganga frá þessu. Matthías fer á línuna og klárar þetta. 40. mín (88-85): 30 sek eftir. Matthías Orri Sigurðarson með tvö stig fyrir ÍR. 40. mín (86-85): Ómar Sævarsson minnkar muninn fyrir Grindvíkinga. Ein mínúta eftir. 39. mín (86-83): Sveinbjörn Claessen setur niður tvist. Þetta er með hreinum ólíkindum. Grindvíkingar taka leikhlé.38. mín (84-83): Þeir eru komnir yfir. Það er allt að verða vitlaust í húsinu. ÍR vinnur síðan boltann. 38. mín (82-83): Þetta er svakalegt!!!!! ÍR-ingar fara á kostum. 37. mín (77-83): Rodney Alexander að fá sína fimmtu villu og er farinn í bað.37. mín (77-81): Þvílíkur leikur...... Það munar bara fjórum stigum. ÍR-ingar eru heldur betur ekki búnir að syngja sitt síðasta. 36. mín (72-81): Þar kom það. Rosaleg troðsla hjá Trey Hampton og ÍR-ingar vinna boltann. 35. mín (69-81): ÍR-ingar með boltann og geta komið þessu undir tíu stigin.34. mín (66-78): Jáhá. Munar bara tólf stigum núna. Þetta gæti orðið að leik.32. mín (62-78): Þá er bara síðasta tækifærið fyrir ÍR til að komast að alvöru í einhvern möguleika hér í kvöld. 3. leikhluta lokið (60-78): Grindvíkingar hleypa samt sem áður ÍR-ingum ekkert inn í leikinn. Þeir halda þeim alltaf þægilega langt frá sér. 27. mín (50-69): Rodney Alexander að fá sína fjórðu villu hjá Grindvíkingum. 25. mín: (45-67) Grindvíkingar setja á svið þriggjastiga sýningu en Oddur Rúnar Kristjánsson er sjóðandi heitur hjá þeim gulu og er kominn með 13 stig. 24. mín: (45-61): Heimamenn að minnka muninn hægt og rólega. 22. mín (41-56): ÍR-ingar byrja betur í síðari hálfleiknum.Hálfleikur (33-53): Það gengur ekkert hjá heimamönnum og Grindvíkingar að leika sér að þeim hvítklæddu eins og staðan er. Það munaði mest 24 stigum á liðunum í fyrri hálfleiknum.17. mín (25-44): Ekki lítur þetta vel út fyrir heimamenn.15. mín (23-38): Ólafur Ólafsson að eiga stórleik fyrir Grindavík en hann er kominn með 13 stig.12.mín (21-34): ÍR-ingar virkar ákveðnir í upphafi 2. leikhluta. 1. leikhluta lokið (19-32): Flottur endir hjá Grindvíkingum og þeir leiða með þrettán stiga mun eftir fyrstu tíu mínútur leiksins.9. mín (19-26): ÍR-ingar að vakna til lífsins. 8. mín (12-23). Ómar kominn með sex stig. Flott byrjun hjá honum. ÍR-ingar ekki að finna taktinn.6. mín (5-16): Þeir gulu halda áfram að raða inn stigunum. Óli Óla með flottan þrist.5. mín (5-8): Gestirnir halda áfram að spila vel. Ómar Sævarsson að koma sterkur inn og lætur finna fyrir sér. 3.mín (2-6): Grindvíkingar byrja betur.1. mín (0-0): Þá er þetta farið af stað.Fyrir leik. Styttist í leik og þeir fáu áhorfendur sem eru mættir eru klárir. Fyrir leik: Grindvíkingar eru í 9. sæti deildarinnar með 4 stig en heimamenn í ÍR eru í því 10. með aðeins tvö stig. Bæði lið þurfa í raun á sigri að halda í kvöld. Fyrir leik: Töluverð meiðsli eru í herbúðum Grindvíkinga en Jóhann Árni Ólafsson og Þorleifur Ólafsson er frá vegna meiðsla.Fyrir leik: Enginn Maggi Gunn í liði Grindvíkinga í kvöld en hann tekur út leikbann. Magnús braut fólskulega á Brynjari Þór Björnssyni í leik gegn KR á dögunum. Fyrir leik: Já framundan er leikur ÍR og Grindavíkur í Dominos-deild karla og liðin bæði farin að hita upp á fullu. Vísir/Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira