BMW i3 grænasti bíll ársins Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 09:20 Verðlaunin afhent. Á bílasýningunni í Los Angeles var BMW i3 veitt verðlaunin „Green Car of the Year“, sem útlagst gæti grænasti bíll ársins. Þessi verðlaun taka ekki aðeins til þess að bíllinn sjálfur sé umhverfisvænn heldur einnig að hann standi almenningi til boða á mörgum mörkuðum og hafi því áhrif til minnkandi mengunar bílaflotans. BMW i3 gengur einungis fyrir rafmagni. Í Bandaríkjunum fæst BMW i3 bíllinn á svo til öllum sölustöðvum BMW þarlendis, en það sama er ekki að segja um alla umhverfisvæna bíla margra annarra bílaframleiðenda. Svo vel hefur tekist til við sölu BMW i3 um allan heim að BMW hefur þurft að auka verulega við framleiðslu hans. Aðrir bílar sem komu til greina í valinu að þessu sinni voru Audi A3 TDI, Honda Jazz, Volkswagen Golf og Chevrolet Impala Bi-Fuel. Það er bílablaðið Green Car Journal sem veitir þessi grænu verðlaun og það hefur það gert síðastliðin 10 ár. Í fyrra fékk Honda Accord Hybrid/Plug-In-Hybrid þessi verðlaun. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent
Á bílasýningunni í Los Angeles var BMW i3 veitt verðlaunin „Green Car of the Year“, sem útlagst gæti grænasti bíll ársins. Þessi verðlaun taka ekki aðeins til þess að bíllinn sjálfur sé umhverfisvænn heldur einnig að hann standi almenningi til boða á mörgum mörkuðum og hafi því áhrif til minnkandi mengunar bílaflotans. BMW i3 gengur einungis fyrir rafmagni. Í Bandaríkjunum fæst BMW i3 bíllinn á svo til öllum sölustöðvum BMW þarlendis, en það sama er ekki að segja um alla umhverfisvæna bíla margra annarra bílaframleiðenda. Svo vel hefur tekist til við sölu BMW i3 um allan heim að BMW hefur þurft að auka verulega við framleiðslu hans. Aðrir bílar sem komu til greina í valinu að þessu sinni voru Audi A3 TDI, Honda Jazz, Volkswagen Golf og Chevrolet Impala Bi-Fuel. Það er bílablaðið Green Car Journal sem veitir þessi grænu verðlaun og það hefur það gert síðastliðin 10 ár. Í fyrra fékk Honda Accord Hybrid/Plug-In-Hybrid þessi verðlaun.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent