Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 23. nóvember 2014 18:40 Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Mynd/Stöð 2 Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð til læknis, sálfræðings, í verslun eða á námskeið, sem á að taka tíu mínútur hvora leið, getur tekið marga klukkutíma þegar allt er talið. Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Tímasetningar standast ekki og endalausar tafir. Fólki sé safnað í bíla og það keyrt bæjarenda á milli, þótt það sé að fara stutta vegalengd. Gugga Jóna hafi orðið of sein í sjúkraþjálfun vegna þessa og í eitt skipti þurfti hún að bíða í klukkustund í Smáralind eftir því að vera sótt. Til allrar hamingju var hún ekki ein á ferð. Móðir hennar segir að það hefði getað farið verr, þar sem Gugga Jóna á erfitt með að tjá sig, ef vinkona hennar hefði ekki hringt og látið vita. Forstöðumenn sambýla sem Stöð 2 ræddi við segja að dagurinn fari nú að stóru leyti í að skipuleggja ferðir með ferðaþjónustu strætó. Á annan tug bílstjóra annast aksturinn í verktökum fyrir Strætó en fjórir hafa hætt vegna skipulagsvandans. Notendur þjónustunnar voru ekki látnir vita um breytingarnar og klúðrið kom þeim í opna skjöldu. Lovísa Guðbrandsdóttir þroskaþjálfi segir við Stöð 2 að fólki sé sýnd lítilsvirðing með því að láta það ekki vita um breytingarnar. Það sé að missa af heimsóknum til lækna, sálfræðinga og tímum í tónlist eða fjölmennt sem það hafi greitt fyrir en getur ekki sótt vegna þessa. Lovísa segir að kvörtunum sé svarað með því að segja að einkabílaþjónusta sé ekki lengur í boði. Þá sé hægt að fá sms í síma eða notast við app í snjallsímum. Gallinn sé sá að stór hluti notenda þjónustunnar eigi ekki slíka síma. Þeir þurfi að gera ráð fyrir hálftíma bið eftir þjónustunni vegna þess. Í ofanálág þurfi þeir svo að rúnta ansi hressilega um bæinn til þess að komast á leiðarenda. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð til læknis, sálfræðings, í verslun eða á námskeið, sem á að taka tíu mínútur hvora leið, getur tekið marga klukkutíma þegar allt er talið. Barbara Ármannsdóttir, móðir Guggu Jónu Jónsdóttur sem þarf að reiða sig á þjónustuna, segir í viðtali við Stöð 2 að þetta virðist vera tóm endaleysa. Tímasetningar standast ekki og endalausar tafir. Fólki sé safnað í bíla og það keyrt bæjarenda á milli, þótt það sé að fara stutta vegalengd. Gugga Jóna hafi orðið of sein í sjúkraþjálfun vegna þessa og í eitt skipti þurfti hún að bíða í klukkustund í Smáralind eftir því að vera sótt. Til allrar hamingju var hún ekki ein á ferð. Móðir hennar segir að það hefði getað farið verr, þar sem Gugga Jóna á erfitt með að tjá sig, ef vinkona hennar hefði ekki hringt og látið vita. Forstöðumenn sambýla sem Stöð 2 ræddi við segja að dagurinn fari nú að stóru leyti í að skipuleggja ferðir með ferðaþjónustu strætó. Á annan tug bílstjóra annast aksturinn í verktökum fyrir Strætó en fjórir hafa hætt vegna skipulagsvandans. Notendur þjónustunnar voru ekki látnir vita um breytingarnar og klúðrið kom þeim í opna skjöldu. Lovísa Guðbrandsdóttir þroskaþjálfi segir við Stöð 2 að fólki sé sýnd lítilsvirðing með því að láta það ekki vita um breytingarnar. Það sé að missa af heimsóknum til lækna, sálfræðinga og tímum í tónlist eða fjölmennt sem það hafi greitt fyrir en getur ekki sótt vegna þessa. Lovísa segir að kvörtunum sé svarað með því að segja að einkabílaþjónusta sé ekki lengur í boði. Þá sé hægt að fá sms í síma eða notast við app í snjallsímum. Gallinn sé sá að stór hluti notenda þjónustunnar eigi ekki slíka síma. Þeir þurfi að gera ráð fyrir hálftíma bið eftir þjónustunni vegna þess. Í ofanálág þurfi þeir svo að rúnta ansi hressilega um bæinn til þess að komast á leiðarenda.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira