Ólympíumeistari féll á lyfjaprófi en fékk óvenju stutt bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2014 18:00 Sun Yang með gullverðlaun á Asíuleikunum, Vísir/Getty Kínverski Ólympíumeistarinn Sun Yang féll á lyfjaprófi í maí en náði samt að keppa á Asíuleikunum í september og enginn vissi af ólöglegri lyfjanotkun hans fyrr en nýverið. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði frá þessu í dag. Sun Yang, sem er 22 ára gamall, vann bæði gullverðlaun í 400 metra og 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en hann hefur einnig unnið fimm gull á heimsmeistaramótum og er ein helsta sundhetja Kínverja. Sun Yang mældist með trimetazidine í líkamanum á kínverska meistaramótinu 17. maí og var dæmdur í þriggja mánaða bann í júlí. Trimetazidine hjálpar líkamanum við upptöku glúkósa. Trimetazidine kom fyrst á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, World Anti-Doping Agency, í byrjun þessa árs. Sun Yang mætti fyrir kínversku lyfjanefndina og sagðist hafa tekið efnið vegna veikinda og að hann hafi ekki verið meðvitaður um að efnið væri á bannlista. Hann var greinilega tekinn trúanlegur því hann fékk óvenju stutt bann. Sun Yang náði því að keppa á Asíuleikunum í september þar sem hann vann gull í 400 og 1500 metra skriðsundi auk þess að hjálpa kínversku boðssundsveitinni að vinna 4 x 100 metra skriðsundið. Vandamálin hafa reyndar alltaf fylgt Sun Yang sem hefur setið inn í fangelsi og margoft verið dæmdur í æfinga- og keppnisbann vegna slæmrar hegðunar. Það vakti heldur ekki mikla lukku í Japan þegar hann sagði þjóðsöng Japana vera ljótan í viðtali á fyrrnefndum Asíuleikum í september en Sun Yang baðst seinna afsökunar á þeim ummælum sínum. Sund Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira
Kínverski Ólympíumeistarinn Sun Yang féll á lyfjaprófi í maí en náði samt að keppa á Asíuleikunum í september og enginn vissi af ólöglegri lyfjanotkun hans fyrr en nýverið. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði frá þessu í dag. Sun Yang, sem er 22 ára gamall, vann bæði gullverðlaun í 400 metra og 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en hann hefur einnig unnið fimm gull á heimsmeistaramótum og er ein helsta sundhetja Kínverja. Sun Yang mældist með trimetazidine í líkamanum á kínverska meistaramótinu 17. maí og var dæmdur í þriggja mánaða bann í júlí. Trimetazidine hjálpar líkamanum við upptöku glúkósa. Trimetazidine kom fyrst á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, World Anti-Doping Agency, í byrjun þessa árs. Sun Yang mætti fyrir kínversku lyfjanefndina og sagðist hafa tekið efnið vegna veikinda og að hann hafi ekki verið meðvitaður um að efnið væri á bannlista. Hann var greinilega tekinn trúanlegur því hann fékk óvenju stutt bann. Sun Yang náði því að keppa á Asíuleikunum í september þar sem hann vann gull í 400 og 1500 metra skriðsundi auk þess að hjálpa kínversku boðssundsveitinni að vinna 4 x 100 metra skriðsundið. Vandamálin hafa reyndar alltaf fylgt Sun Yang sem hefur setið inn í fangelsi og margoft verið dæmdur í æfinga- og keppnisbann vegna slæmrar hegðunar. Það vakti heldur ekki mikla lukku í Japan þegar hann sagði þjóðsöng Japana vera ljótan í viðtali á fyrrnefndum Asíuleikum í september en Sun Yang baðst seinna afsökunar á þeim ummælum sínum.
Sund Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira