Hyundai-Kia nálgast 8 milljón bíla sölu í ár Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 14:35 Hyundai Sonata. S-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai, sem einnig á Kia merkið stefnir í metsölu í ár og gæti hún farið yfir 8 milljón bíla sölu. Áætlanir ársins hljómuðu uppá 7,86 milljón bíla, en það var greinilega vanmetið þar sem miklar líkur eru á að salan fari yfir 8 milljónir bíla. Í síðasta mánuði seldi fyrirtækið 1.097.250 bíla og jókst sala Hyundai um 1% en 7% hjá Kia. Þessi ágæti árangur Hyundai og Kia kemur ef til vill á óvart sökum hás gengis S-kóreska wonsins sem hefur aldrei verið skráð hærra og hamlar því útflutningi Hyundai og Kia. Enginn gjaldmiðill hefur vaxið meira gagnvart dollar og S-kóreska wonið á síðustu 12 mánuðum, en á meðan hefur japanska yenið fallið um 10%. Þrátt fyrir það hefur góð sala í Brasilíu, Kína og Indlandi dregið vagninn hjá Hyundai og Kia og átt stærstan þátt í árangri fyrirtækjanna beggja á þessu ári. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent
S-Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai, sem einnig á Kia merkið stefnir í metsölu í ár og gæti hún farið yfir 8 milljón bíla sölu. Áætlanir ársins hljómuðu uppá 7,86 milljón bíla, en það var greinilega vanmetið þar sem miklar líkur eru á að salan fari yfir 8 milljónir bíla. Í síðasta mánuði seldi fyrirtækið 1.097.250 bíla og jókst sala Hyundai um 1% en 7% hjá Kia. Þessi ágæti árangur Hyundai og Kia kemur ef til vill á óvart sökum hás gengis S-kóreska wonsins sem hefur aldrei verið skráð hærra og hamlar því útflutningi Hyundai og Kia. Enginn gjaldmiðill hefur vaxið meira gagnvart dollar og S-kóreska wonið á síðustu 12 mánuðum, en á meðan hefur japanska yenið fallið um 10%. Þrátt fyrir það hefur góð sala í Brasilíu, Kína og Indlandi dregið vagninn hjá Hyundai og Kia og átt stærstan þátt í árangri fyrirtækjanna beggja á þessu ári.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent