Kínverjar hefja sölu jepplings í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 16:06 Bílaframleiðandinn Qoros frá Kína mun hefja sölu á jepplingi í Bretlandi í næsta mánuði og markar það fyrstu tilraunina til sölu bíla fyrirtæksins í landinu en hann er nú í sölu í Slóvakíu. Jepplingurinn heitir Qoros 3 City SUV og var hann sérstaklega hannaður fyrir sölu í Evrópu með hönnuðum frá Evrópu. Qoros 3 City SUV stendur á sama undirvagni og fólksbíllinn Qoros 3 en er 6,7 sentimetrum hærri frá vegi. Hann er einnig á stærri dekkjum. Í bílnum er 165 hestafla 1,6 lítra bensínvél en þrátt fyrir að þetta sé jepplingur er hann aðeins til sölu með framhjóladrifi. Hann verður fáanlegur með 6 gíra beinskiptingu sem og 6 gíra sjálfskiptingu. Qoros vinnur nú að framleiðslu fleiri bíla fyrir Evrópumarkað og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim reiðir í sölu. Ekki ríkir minni forvitni um hvernig bílar Qoros munu standa sig í öryggisprófunum. Ekki fylgir sögunni hvað Qoros 3 City SUV mun kosta í Bretlandi. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Bílaframleiðandinn Qoros frá Kína mun hefja sölu á jepplingi í Bretlandi í næsta mánuði og markar það fyrstu tilraunina til sölu bíla fyrirtæksins í landinu en hann er nú í sölu í Slóvakíu. Jepplingurinn heitir Qoros 3 City SUV og var hann sérstaklega hannaður fyrir sölu í Evrópu með hönnuðum frá Evrópu. Qoros 3 City SUV stendur á sama undirvagni og fólksbíllinn Qoros 3 en er 6,7 sentimetrum hærri frá vegi. Hann er einnig á stærri dekkjum. Í bílnum er 165 hestafla 1,6 lítra bensínvél en þrátt fyrir að þetta sé jepplingur er hann aðeins til sölu með framhjóladrifi. Hann verður fáanlegur með 6 gíra beinskiptingu sem og 6 gíra sjálfskiptingu. Qoros vinnur nú að framleiðslu fleiri bíla fyrir Evrópumarkað og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim reiðir í sölu. Ekki ríkir minni forvitni um hvernig bílar Qoros munu standa sig í öryggisprófunum. Ekki fylgir sögunni hvað Qoros 3 City SUV mun kosta í Bretlandi.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent