Enski boltinn

Meiðslalisti Arsenal telur nú tíu manns - tveir meiddust í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain svekkir sig í leiknum í gær.
Alex Oxlade-Chamberlain svekkir sig í leiknum í gær. Vísir/Getty
Mikel Arteta og Yaya Sanogo meiddust báðir í gær þegar Arsenal tryggði sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar fimmtánda árið í röð með 2-0 heimasigri á Borussia Dortmund.

Fyrirliðinn Mikel Arteta fór af velli meiddur á kálfa og Yaya Sanogo, sem skoraði fyrra markið, fór af velli í lokin eftir að hafa tognað aftan í læri.

Þessir tveir eru langt frá því að vera þeir einu á meiðslalistanum hjá Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal. Guardian segir frá því í dag að tíu aðalliðsleikmenn séu nú á þessu óvinsæla lista.

Miðjumaðurinn Jack Wilshere bíður meðal annars eftir því hvort að hann þurfi að fara í aðgerð á ökkla en það gæti þýtt að hann yrði ekkert með næstu þrjá mánuðinu.

Mesut Özil, Theo Walcott, Danny Welbeck, Mathieu Debuchy, Abou Diaby, Wojciech Szczesny og David Ospina voru heldur ekki með Arsenal í gær en meiðsli þeirra eru reyndar misalvarleg.

„Staðan á meiðslum manna innan félagsins er alvarleg. Það eru margir leikir framundan og við misstum tvo menn í kvöld," sagði Arsene Wenger eftir leikinn í gær. Wenger óttast það að meiðsli Arteta séu alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×