Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2014 12:07 Þingmaður Framsóknarflokksins undrast með hvaða hætti staðið var að sölu á rúmlega þrjátíu og eins prósenta hlut Landsbankans í Borgun og segir engu líkara en gamlir draugar séu komnir á kreik. Skoða þurfi söluferlið nánar.Vefritið Kjarninn greinir frá því í dag að Landsbankinn, sem er að 98 prósentum í eigu ríkisins, hafi selt 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun og sé kaupverðið 2,2 milljarðar króna. Athygli veki að salan á þessum hlut ríkisfyrirtækisins hafi farið fram fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Hlutfé í Borgun skiptist í nokkra hluta og segir Kjarninn 13 félög eiga hlutafé í B flokki sem sé stærsti flokkurinn. Þar sé síðan stærsti einstaki eigandinn Stálskip ehf., þar sem Guðrún Lárusdóttir hafi stýrt ferðinni í áratugi, með 29,43 prósenta hlut og félagið P126 ehf. með 19,71 prósent hlut. Eigendur þess félags séu Einar Sveinsson og sonur hans Benedikt Einarsson, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð sé á Lúxemborg. En Einar og Benedikt tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum, nánum fjölskylduböndum. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins undraði sig á þessu ferli í umræðum á Alþingi í morgun. „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli? Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ spurði Þorsteinn. Þorsteinn spyr sagði Borgun ehf. alla tíð hafa verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu síðan hæsta eða hagstæðasta tilboði tekið. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í morgun. Borgunarmálið Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins undrast með hvaða hætti staðið var að sölu á rúmlega þrjátíu og eins prósenta hlut Landsbankans í Borgun og segir engu líkara en gamlir draugar séu komnir á kreik. Skoða þurfi söluferlið nánar.Vefritið Kjarninn greinir frá því í dag að Landsbankinn, sem er að 98 prósentum í eigu ríkisins, hafi selt 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun og sé kaupverðið 2,2 milljarðar króna. Athygli veki að salan á þessum hlut ríkisfyrirtækisins hafi farið fram fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Hlutfé í Borgun skiptist í nokkra hluta og segir Kjarninn 13 félög eiga hlutafé í B flokki sem sé stærsti flokkurinn. Þar sé síðan stærsti einstaki eigandinn Stálskip ehf., þar sem Guðrún Lárusdóttir hafi stýrt ferðinni í áratugi, með 29,43 prósenta hlut og félagið P126 ehf. með 19,71 prósent hlut. Eigendur þess félags séu Einar Sveinsson og sonur hans Benedikt Einarsson, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð sé á Lúxemborg. En Einar og Benedikt tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum, nánum fjölskylduböndum. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins undraði sig á þessu ferli í umræðum á Alþingi í morgun. „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli? Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ spurði Þorsteinn. Þorsteinn spyr sagði Borgun ehf. alla tíð hafa verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu síðan hæsta eða hagstæðasta tilboði tekið. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í morgun.
Borgunarmálið Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira