Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2014 12:07 Þingmaður Framsóknarflokksins undrast með hvaða hætti staðið var að sölu á rúmlega þrjátíu og eins prósenta hlut Landsbankans í Borgun og segir engu líkara en gamlir draugar séu komnir á kreik. Skoða þurfi söluferlið nánar.Vefritið Kjarninn greinir frá því í dag að Landsbankinn, sem er að 98 prósentum í eigu ríkisins, hafi selt 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun og sé kaupverðið 2,2 milljarðar króna. Athygli veki að salan á þessum hlut ríkisfyrirtækisins hafi farið fram fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Hlutfé í Borgun skiptist í nokkra hluta og segir Kjarninn 13 félög eiga hlutafé í B flokki sem sé stærsti flokkurinn. Þar sé síðan stærsti einstaki eigandinn Stálskip ehf., þar sem Guðrún Lárusdóttir hafi stýrt ferðinni í áratugi, með 29,43 prósenta hlut og félagið P126 ehf. með 19,71 prósent hlut. Eigendur þess félags séu Einar Sveinsson og sonur hans Benedikt Einarsson, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð sé á Lúxemborg. En Einar og Benedikt tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum, nánum fjölskylduböndum. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins undraði sig á þessu ferli í umræðum á Alþingi í morgun. „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli? Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ spurði Þorsteinn. Þorsteinn spyr sagði Borgun ehf. alla tíð hafa verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu síðan hæsta eða hagstæðasta tilboði tekið. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í morgun. Borgunarmálið Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins undrast með hvaða hætti staðið var að sölu á rúmlega þrjátíu og eins prósenta hlut Landsbankans í Borgun og segir engu líkara en gamlir draugar séu komnir á kreik. Skoða þurfi söluferlið nánar.Vefritið Kjarninn greinir frá því í dag að Landsbankinn, sem er að 98 prósentum í eigu ríkisins, hafi selt 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun og sé kaupverðið 2,2 milljarðar króna. Athygli veki að salan á þessum hlut ríkisfyrirtækisins hafi farið fram fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Hlutfé í Borgun skiptist í nokkra hluta og segir Kjarninn 13 félög eiga hlutafé í B flokki sem sé stærsti flokkurinn. Þar sé síðan stærsti einstaki eigandinn Stálskip ehf., þar sem Guðrún Lárusdóttir hafi stýrt ferðinni í áratugi, með 29,43 prósenta hlut og félagið P126 ehf. með 19,71 prósent hlut. Eigendur þess félags séu Einar Sveinsson og sonur hans Benedikt Einarsson, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð sé á Lúxemborg. En Einar og Benedikt tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum, nánum fjölskylduböndum. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins undraði sig á þessu ferli í umræðum á Alþingi í morgun. „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli? Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ spurði Þorsteinn. Þorsteinn spyr sagði Borgun ehf. alla tíð hafa verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu síðan hæsta eða hagstæðasta tilboði tekið. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í morgun.
Borgunarmálið Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira