Ljósastaurar með hleðslu fyrir rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2014 11:56 BMW i8 tvinnbíll. Helst hræðsla þeirra sem kaupa rafmagnsbíla er að fáar hleðslustöðvar eru enn fyrir slíka bíla. Þetta vilja BMW menn leysa með því að útbúa nýja ljósastaura með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og eru þegar byrjaðir að setja upp slíka staura í Munchen í Þýskalandi. Hugmyndin er sniðug en í ljósastaurum er einmitt það til staðar sem þarf til að bæta hleðslustöð við þá og er ekki mjög kostnaðarsöm viðbót. BMW hefur þegar útbúið tvær gerðir af slíkum hleðslustöðvum og verða þær komnar í notkun á næsta ári. Þeir sem hlaða bíla sína á þessum staurum þurfa að sjálfsögðu að borga fyrir hleðsluna, en það gera þeir gegnum farsíma sinn eftir að hafa hlaðið niður sérstöku appi til þess arna. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent
Helst hræðsla þeirra sem kaupa rafmagnsbíla er að fáar hleðslustöðvar eru enn fyrir slíka bíla. Þetta vilja BMW menn leysa með því að útbúa nýja ljósastaura með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og eru þegar byrjaðir að setja upp slíka staura í Munchen í Þýskalandi. Hugmyndin er sniðug en í ljósastaurum er einmitt það til staðar sem þarf til að bæta hleðslustöð við þá og er ekki mjög kostnaðarsöm viðbót. BMW hefur þegar útbúið tvær gerðir af slíkum hleðslustöðvum og verða þær komnar í notkun á næsta ári. Þeir sem hlaða bíla sína á þessum staurum þurfa að sjálfsögðu að borga fyrir hleðsluna, en það gera þeir gegnum farsíma sinn eftir að hafa hlaðið niður sérstöku appi til þess arna.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent