Skemmdi hljóðkerfi Gauksins og flúði svo land Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2014 13:23 Biðröð fyrir utan Gaukinn. Framganga norsks hljóðmanns varpaði skugga á annars vel heppnaða tónlistarhátíð. visir/andri marinó Ekki er allt gott sem frá Noregi kemur, en þannig var að norskur hljóðmaður gerði sér það að leik að eyðileggja hátalarabox Gauksins í lok tónleika Tremoro Tarantura á fimmtudagskvöldið. Eru áhöld um hvort þessi hljóðmaður hljómsveitarinnar getur kallast Íslandsvinur eftir þessa vafasömu framgöngu. Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi með tónleikum Flaming Lips í Vodafonehöllinni og er sem tónlistarhátíðin hafi farið fram úr björtustu vonum manna; fullt var á flesta tónleika og hefur umfjöllun gagnrýnanda verið afar lofsamleg. Ekki gekk þetta þó með öllu áfallalaust fyrir sig. Á fimmtudagskvöldið voru tónleikar á Gauknum, þar sem nokkrar hljómsveitir komu fram. Þegar hljómsveitin Tremoro Tarantura frá Noregi var að ljúka leik sínum, á hátíðnitóni keyrði hljóðmaður hljómsveitarinnar volume-takka mixerborðsins í botn með þeim afleiðingum að ellefu hátalarabox, svokallaðir „tvíterar“, sem hreinlega sprungu. Samkvæmt heimildum Vísis forðaði hljóðmaðurinn sér við svo búið af vettvangi og mun hann hafa flogið af landi brott strax þá um morguninn. Sömu heimildir herma að ómögulegt sé að ætla annað en að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Staðarhaldarar lentu í miklum vandræðum vegna þessa. Þá ættu tvær hljómsveitir eftir að stíga á stokk; Dimma og Odonis Odonis frá Bandaríkjunum, og var þeim tónleikum bjargað fyrir horn með því að beina mónitorhátölurum staðarins fram í sal. Að sögn Hróbjarts Róbertssonar hljóðmeistara Gauksins er það svo að það voru 12 „tvíterer“ sem fóru, en þrír slíkir eru í hverju hátalaraboxi um sig. Hann veit ekki alveg hvernig ber að meta stjónið, gerir ráð fyrir því að það sé á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Við notuðum part af mónitor-kerfinu okkar og náðum að bjarga Dimmu þannig, svo dagskráin gæti haldið áfram. Svo var farið í það strax næsta morgun að útvega nýja hátalara.“ Airwaves Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Ekki er allt gott sem frá Noregi kemur, en þannig var að norskur hljóðmaður gerði sér það að leik að eyðileggja hátalarabox Gauksins í lok tónleika Tremoro Tarantura á fimmtudagskvöldið. Eru áhöld um hvort þessi hljóðmaður hljómsveitarinnar getur kallast Íslandsvinur eftir þessa vafasömu framgöngu. Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi með tónleikum Flaming Lips í Vodafonehöllinni og er sem tónlistarhátíðin hafi farið fram úr björtustu vonum manna; fullt var á flesta tónleika og hefur umfjöllun gagnrýnanda verið afar lofsamleg. Ekki gekk þetta þó með öllu áfallalaust fyrir sig. Á fimmtudagskvöldið voru tónleikar á Gauknum, þar sem nokkrar hljómsveitir komu fram. Þegar hljómsveitin Tremoro Tarantura frá Noregi var að ljúka leik sínum, á hátíðnitóni keyrði hljóðmaður hljómsveitarinnar volume-takka mixerborðsins í botn með þeim afleiðingum að ellefu hátalarabox, svokallaðir „tvíterar“, sem hreinlega sprungu. Samkvæmt heimildum Vísis forðaði hljóðmaðurinn sér við svo búið af vettvangi og mun hann hafa flogið af landi brott strax þá um morguninn. Sömu heimildir herma að ómögulegt sé að ætla annað en að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Staðarhaldarar lentu í miklum vandræðum vegna þessa. Þá ættu tvær hljómsveitir eftir að stíga á stokk; Dimma og Odonis Odonis frá Bandaríkjunum, og var þeim tónleikum bjargað fyrir horn með því að beina mónitorhátölurum staðarins fram í sal. Að sögn Hróbjarts Róbertssonar hljóðmeistara Gauksins er það svo að það voru 12 „tvíterer“ sem fóru, en þrír slíkir eru í hverju hátalaraboxi um sig. Hann veit ekki alveg hvernig ber að meta stjónið, gerir ráð fyrir því að það sé á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Við notuðum part af mónitor-kerfinu okkar og náðum að bjarga Dimmu þannig, svo dagskráin gæti haldið áfram. Svo var farið í það strax næsta morgun að útvega nýja hátalara.“
Airwaves Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira