911 söluhæstur hjá Porsche í október Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2014 15:45 Porsche 911 Carrera. Porsche Cayenne er alla jafna söluhæsta bílgerð Porsche í hverjum mánuði en svo bar til í nýliðnum október að 911 sportbíllinn seldist í fleiri eintökum en Cayenne jeppinn. Porsche 911 hefur nú selst í jafn mörgum eintökum og allt árið í fyrra og heildarsalan í ár ætti að fara yfir 10.500 bíla. Árið 2012 gerðist það einnig í stuttan tíma að 911 seldist meira en Cayenne, en þá var ástæðan skortur á Cayenne bílum. Dagljóst er að 911 verður ekki lengi söluhæsta bílgerð Porsche, þar sem ný gerð Cayenne jeppans er að streyma til söluaðila og þá mun sala á honum aftur rjúka upp. Kaupendur eru því að bíða eftir nýja Cayenne jeppanum og skýrir það út af hverju 911 bíllinn seldist betur í október. Sala á dýrum sportbílum er æði misjöfn þessa dagana. Chevrolet hefur tekist vel að selja Corvette bílinn undanfarið og seldi til að mynda 2.959 eintök í október. BMW 6-línan minnkaði í sölu um 20% og nam aðeins 740 bílum. Sala Mercedes Benz SL féll um 33% og seldust aðeins 347 bílar. Jaguar seldi 342 F-Type og minnkaði salan um 3%. Nissan seldi 140 GT-R bíla og jókst salan um 26%. Dodge Viper seldist í 80 eintökum og jókst salan um 16% milli ára. Audi R8 tapaði 38% í sölu og seldust aðeins 40 þannig bílar. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent
Porsche Cayenne er alla jafna söluhæsta bílgerð Porsche í hverjum mánuði en svo bar til í nýliðnum október að 911 sportbíllinn seldist í fleiri eintökum en Cayenne jeppinn. Porsche 911 hefur nú selst í jafn mörgum eintökum og allt árið í fyrra og heildarsalan í ár ætti að fara yfir 10.500 bíla. Árið 2012 gerðist það einnig í stuttan tíma að 911 seldist meira en Cayenne, en þá var ástæðan skortur á Cayenne bílum. Dagljóst er að 911 verður ekki lengi söluhæsta bílgerð Porsche, þar sem ný gerð Cayenne jeppans er að streyma til söluaðila og þá mun sala á honum aftur rjúka upp. Kaupendur eru því að bíða eftir nýja Cayenne jeppanum og skýrir það út af hverju 911 bíllinn seldist betur í október. Sala á dýrum sportbílum er æði misjöfn þessa dagana. Chevrolet hefur tekist vel að selja Corvette bílinn undanfarið og seldi til að mynda 2.959 eintök í október. BMW 6-línan minnkaði í sölu um 20% og nam aðeins 740 bílum. Sala Mercedes Benz SL féll um 33% og seldust aðeins 347 bílar. Jaguar seldi 342 F-Type og minnkaði salan um 3%. Nissan seldi 140 GT-R bíla og jókst salan um 26%. Dodge Viper seldist í 80 eintökum og jókst salan um 16% milli ára. Audi R8 tapaði 38% í sölu og seldust aðeins 40 þannig bílar.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent