Fyrstu Ford F-150 álbílarnir rúlla af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 10:00 Ford F-150 pallbíllinn. Stór dagur er hjá bílaframleiðandanum Ford í dag. Ný gerð Ford F-150 pallbílsins, sem mestmegnis er smíðaður úr áli, byrjar að rúlla af færiböndunum í verksmiðjunni í Dearborn í Michican fylki. Ford hefur tekist að létta pallbílinn um 400 kg frá fyrri kynslóð hans með notkun áls. Verksmiðjan framleiðir 60 slíka bíla á hverri klukkustund og ekki veitir af þar sem um er að ræða mest seldu bílgerð í Bandaríkjunum til margra ára. Verksmiðjan í Dearborn lokaði í 2 mánuði svo hægt væri að breyta framleiðslulínu hennar en nú er allt komið á fullt aftur. Næst verður verksmiðju Ford í Kansas lokað tímabundið vegna samskonar breytinga, en í henni er Ford F-150 einnig framleiddur. Hjá Ford stendur einnig til að framleiða F-250 og F-350 Super Duty pallbílana að mestu úr áli. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent
Stór dagur er hjá bílaframleiðandanum Ford í dag. Ný gerð Ford F-150 pallbílsins, sem mestmegnis er smíðaður úr áli, byrjar að rúlla af færiböndunum í verksmiðjunni í Dearborn í Michican fylki. Ford hefur tekist að létta pallbílinn um 400 kg frá fyrri kynslóð hans með notkun áls. Verksmiðjan framleiðir 60 slíka bíla á hverri klukkustund og ekki veitir af þar sem um er að ræða mest seldu bílgerð í Bandaríkjunum til margra ára. Verksmiðjan í Dearborn lokaði í 2 mánuði svo hægt væri að breyta framleiðslulínu hennar en nú er allt komið á fullt aftur. Næst verður verksmiðju Ford í Kansas lokað tímabundið vegna samskonar breytinga, en í henni er Ford F-150 einnig framleiddur. Hjá Ford stendur einnig til að framleiða F-250 og F-350 Super Duty pallbílana að mestu úr áli.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent