Fyrstu Ford F-150 álbílarnir rúlla af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 10:00 Ford F-150 pallbíllinn. Stór dagur er hjá bílaframleiðandanum Ford í dag. Ný gerð Ford F-150 pallbílsins, sem mestmegnis er smíðaður úr áli, byrjar að rúlla af færiböndunum í verksmiðjunni í Dearborn í Michican fylki. Ford hefur tekist að létta pallbílinn um 400 kg frá fyrri kynslóð hans með notkun áls. Verksmiðjan framleiðir 60 slíka bíla á hverri klukkustund og ekki veitir af þar sem um er að ræða mest seldu bílgerð í Bandaríkjunum til margra ára. Verksmiðjan í Dearborn lokaði í 2 mánuði svo hægt væri að breyta framleiðslulínu hennar en nú er allt komið á fullt aftur. Næst verður verksmiðju Ford í Kansas lokað tímabundið vegna samskonar breytinga, en í henni er Ford F-150 einnig framleiddur. Hjá Ford stendur einnig til að framleiða F-250 og F-350 Super Duty pallbílana að mestu úr áli. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Stór dagur er hjá bílaframleiðandanum Ford í dag. Ný gerð Ford F-150 pallbílsins, sem mestmegnis er smíðaður úr áli, byrjar að rúlla af færiböndunum í verksmiðjunni í Dearborn í Michican fylki. Ford hefur tekist að létta pallbílinn um 400 kg frá fyrri kynslóð hans með notkun áls. Verksmiðjan framleiðir 60 slíka bíla á hverri klukkustund og ekki veitir af þar sem um er að ræða mest seldu bílgerð í Bandaríkjunum til margra ára. Verksmiðjan í Dearborn lokaði í 2 mánuði svo hægt væri að breyta framleiðslulínu hennar en nú er allt komið á fullt aftur. Næst verður verksmiðju Ford í Kansas lokað tímabundið vegna samskonar breytinga, en í henni er Ford F-150 einnig framleiddur. Hjá Ford stendur einnig til að framleiða F-250 og F-350 Super Duty pallbílana að mestu úr áli.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent