Bílskúrinn: Ballið í Brasilíu í bland við framtíðarspá Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. nóvember 2014 20:30 Mercedes liðið fagnaði fyrsta og öðru sæti í Brasilíu. Vísir/Getty Næst síðasta keppni tímabilsins er búin. Lewis Hamilton leiðir enn þrátt fyrir að Nico Rosberg hafi unnið í Brasilíu. Hvað þarf að gerast til að Rosberg verði meistari, hver sagði hvað um framtíð Formúlu 1 og hver ætlar að hjálpa hverjum að verða heimsmeistari? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Red Bull menn munu berjast til síðasta metra um sæti í keppni ökumanna.Vísir/GettyRed Bull í öruggu öðru sæti í keppni bílasmiða Eins og staðan er orðin í heimsmeistarkeppni bílasmiða er Mercedes liðið orðinn meistari. Red Bull er búið að tryggja sér annað sætið sem er kannski ákveðin sárabót. Það er ekkert nema sanngjarnt að eina liðið sem hefur hingað til unnið keppnir á tímabilinu (fyrir utan Mercedes) nái öðru sæti. Williams er í þriðja sæti og Ferrari í því fjórða, munurinn á þeim er 44 stig og það þarf því mikið að koma til að breytingar verði á toppi töflunnar.Daniel Ricciardo, ökumaður Red Bull er öruggur í þriðja sæti í keppni ökumanna en aðeins tveimur stigum munar á Sebastian Vettel á Red Bull í fjórða sæti og Fernando Alonso á Ferrari í fimmta sæti. Einu stigi fyrir neðan Alonso er svo Valtteri Bottas á Williams. Það verður því spennandi að sjá hvernig þetta breytist í Abú Dabí.Verður Sauber liðið kannski samsett af mismunandi bílum á næsta tímabili?Vísir/GettyÞriggja bíla lið? Umræða um þriggja bíla lið hefur verið ansi hávær undanfarið. Hugmyndir um útfærslu jafn margar og þáttakendur í umræðunni. Pælingarnar eru mis frumlegar og margar mjög áhugaverðar. Venjan í Formúlu 1 hefur þó verið 10 - 12 lið, hvert með tvo bíla. Einhverjar hugmyndir eru um að stóru liðin; Mercedes, Ferrari, Red Bull og kannski Williams, skaffi þriðja bílinn til minni liða eins og til dæmis Sauber eða Force India. Bíllinn yrði þá í litum þess liðs sem fengi hann afhendan og rekin af því, með styrktaraðilum þess. Til þessa mun þó ekki koma ef marka má ummæli Christian Horner, keppnisstjóra Red Bull nema að liðum fækki enn frekar. „Ef fjöldinn fer undir, 16 bíla þá erum við skyldug til að nota 3 bíla,“ sagði Horner, það myndi koma til ef hvorki tekst að bjarga Marussia eða Caterham og eitt lið dettur út í viðbót. Sem er frekar ólíklegt. Bæði Marussia og Caterham hafa áhugasama kaupendur og liðin sem eru nú þegar virðast öll ætla að komast af.Rosberg er sá eini sem getur náð titlinum af Hamilton, hvað þarf til?Vísir/GettyHvað þarf Rosberg til að verða heimsmeistari? Abú Dabí keppnin mun skila tvöföldum stigum, sem eykur möguleika Rosberg til muna. Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes hefur sagt að þetta sé „algjörlega fáránlegt,“ sem verður að teljast einkennilegt. Bendir það til þess að hann vilji að Hamilton vinni? Nei sennilega ekki, ætli honum sé ekki slétt sama hvor sinna manna verður heimsmeistari. Rosberg þarf að vinna upp 17 stiga mun og þarf í raun að ná 18 stigum meira út úr Abú Dabí keppninni en Hamilton, til að verða heimsmeistari vegna þess að Hamilton hefur unnið fleiri keppnir á tímabilinu. Rosberg verður að ná að minnsta kosti fimmta sæti í Abú Dabí, annars nær hann ekki að vinna upp muninn. Ef Rosberg vinnur verður Hamilton að lenda í öðru sæti, ef Rosberg verður annar verður Hamilton að vera í topp fimm. Nái Rosberg þriðja sæti dugar það sjötta fyrir Hamilton, áttunda ef Rosberg nær fjórða og níunda ef Rosberg nær fimmta sæti.Massa var fagnað gríðarlega á heimabrautinni, enda náði hann þriðja sæti.Vísir/GettyMassa ætlar ekki að hjálpa neinumFelipe Massa, á Williams varð þriðji á heimabraut sinni um helgina. Hann fékk ósk um aðstoð frá Rosberg eftir keppnina sem hann ætlar ekki að verða við. „Ég ætla ekki að hjálpa neinum. Ég sagði honum, ég vil vinna keppnina en ekki hjálpa þér,“ sagði Massa. „Það hjálpaði mér enginn þegar ég hefði getað orðið heimsmeistari, í reynd var ákveðinn Þjóðverji sem skemmdi bara fyrir mér,“ bætti Massa við og vísar þar til þess þegar Timo Glock hleypti Hamilton frekar auðveldlega fram úr sér í síðustu beygjunni, það var nóg til að Massa varð ekki meistari 2008 heldur Hamilton. Rosberg hefur þegar viðurkennt að hann þurfi hjálp, „Hann er maðurinn. Mig vantar smá Felipe Massa aðstoð,“ sagði Rosberg eftir keppnina. Það hefur þó enginn spurt Valtteri Bottas, liðsfélaga Massa um hans afstöðu til þess hver verður heimsmeistari, kannski kemur hann á óvart í Abú Dabí.Horner ræðir við Ecclestone, kannski um strokkafjölda.Vísir/GettyAftur til V8? Nýjar vélar sem notaðar hafa verið á tímabilinu eru V6 vélar og þeim fylgja afar flókin raforkusöfnunarkerfi. Nýju vélarnar nota 35% minna eldsneyti en gömlu V8 gerðu og hafa meiri togkraft. Einhverjir aðdáendur sakna ennþá hávaðans frá V8 vélunum. Aðrir fagna því að nú má heyra viðbrögð áhorfenda við einkar flottum fram úr akstri. „Það vill enginn fara afturábak, en stundum verðum við að hugleiða hvort örþrifaráða sé þörf í erfiðum aðstæðum. Þegar horft er til kostnaðar við þessar vélar þá er hann talsvert meiri en áður þekktist, hann er að sliga sum lið og í reynd framleiðendur,“ sagði Horner, liðsstjóri Red Bull. „Ég tel það afar ólíklegt að við förum til baka en ef við leyfðum skynseminni að ráða þá myndum við gera það,“ bætti hann við.Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1 hefur ekki slegið hugmyndina um að fara aftur í V8 vélar af borðinu. Slíkt yrði þó afar afdrifarík ákvörðun. Það er ekkert skrýtið að Horner finnist hugmyndin góð enda vann lið hans bæði keppni ökumanna og bílasmiða síðustu fjögur árin sem V8 vél var í bílunum. Sama má segja um Mercedes sem nú er með yfirhöndina. Ráðgjafi liðsins, Niki Lauda segir að liðið myndi íhuga að hætta keppni í Formúlu 1 ef af þessu yrði. Formúla Tengdar fréttir Hamilton fyrstur í mark í Austin Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. 2. nóvember 2014 21:43 Bílskúrinn: Áhrif kappakstursins í Austin um helgina Keppnin í Austin Texas var afar spennandi, Lewis Hamilton vann og er kominn með 24 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg þegar aðeins tvær keppnir eru eftir. 5. nóvember 2014 15:00 Nico Rosberg fyrstur í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes varð fyrstur í Brasilíu, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn, Felipe Massa á Williams varð þriðji. 9. nóvember 2014 17:38 Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30 Rosberg á ráspól í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól fyrir brasilíksa kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn Felipe Massa á Williams varð þriðji. 8. nóvember 2014 17:04 Rosberg fljótastur á föstudegi Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Brasilíukappaksturinn. Nokkrir ökumenn glímdu vandamál tengd nýju slitlagi á Interlagos brautinni. 7. nóvember 2014 19:22 Caterham ætlar til Abú Dabí Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins. 6. nóvember 2014 16:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Næst síðasta keppni tímabilsins er búin. Lewis Hamilton leiðir enn þrátt fyrir að Nico Rosberg hafi unnið í Brasilíu. Hvað þarf að gerast til að Rosberg verði meistari, hver sagði hvað um framtíð Formúlu 1 og hver ætlar að hjálpa hverjum að verða heimsmeistari? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Red Bull menn munu berjast til síðasta metra um sæti í keppni ökumanna.Vísir/GettyRed Bull í öruggu öðru sæti í keppni bílasmiða Eins og staðan er orðin í heimsmeistarkeppni bílasmiða er Mercedes liðið orðinn meistari. Red Bull er búið að tryggja sér annað sætið sem er kannski ákveðin sárabót. Það er ekkert nema sanngjarnt að eina liðið sem hefur hingað til unnið keppnir á tímabilinu (fyrir utan Mercedes) nái öðru sæti. Williams er í þriðja sæti og Ferrari í því fjórða, munurinn á þeim er 44 stig og það þarf því mikið að koma til að breytingar verði á toppi töflunnar.Daniel Ricciardo, ökumaður Red Bull er öruggur í þriðja sæti í keppni ökumanna en aðeins tveimur stigum munar á Sebastian Vettel á Red Bull í fjórða sæti og Fernando Alonso á Ferrari í fimmta sæti. Einu stigi fyrir neðan Alonso er svo Valtteri Bottas á Williams. Það verður því spennandi að sjá hvernig þetta breytist í Abú Dabí.Verður Sauber liðið kannski samsett af mismunandi bílum á næsta tímabili?Vísir/GettyÞriggja bíla lið? Umræða um þriggja bíla lið hefur verið ansi hávær undanfarið. Hugmyndir um útfærslu jafn margar og þáttakendur í umræðunni. Pælingarnar eru mis frumlegar og margar mjög áhugaverðar. Venjan í Formúlu 1 hefur þó verið 10 - 12 lið, hvert með tvo bíla. Einhverjar hugmyndir eru um að stóru liðin; Mercedes, Ferrari, Red Bull og kannski Williams, skaffi þriðja bílinn til minni liða eins og til dæmis Sauber eða Force India. Bíllinn yrði þá í litum þess liðs sem fengi hann afhendan og rekin af því, með styrktaraðilum þess. Til þessa mun þó ekki koma ef marka má ummæli Christian Horner, keppnisstjóra Red Bull nema að liðum fækki enn frekar. „Ef fjöldinn fer undir, 16 bíla þá erum við skyldug til að nota 3 bíla,“ sagði Horner, það myndi koma til ef hvorki tekst að bjarga Marussia eða Caterham og eitt lið dettur út í viðbót. Sem er frekar ólíklegt. Bæði Marussia og Caterham hafa áhugasama kaupendur og liðin sem eru nú þegar virðast öll ætla að komast af.Rosberg er sá eini sem getur náð titlinum af Hamilton, hvað þarf til?Vísir/GettyHvað þarf Rosberg til að verða heimsmeistari? Abú Dabí keppnin mun skila tvöföldum stigum, sem eykur möguleika Rosberg til muna. Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes hefur sagt að þetta sé „algjörlega fáránlegt,“ sem verður að teljast einkennilegt. Bendir það til þess að hann vilji að Hamilton vinni? Nei sennilega ekki, ætli honum sé ekki slétt sama hvor sinna manna verður heimsmeistari. Rosberg þarf að vinna upp 17 stiga mun og þarf í raun að ná 18 stigum meira út úr Abú Dabí keppninni en Hamilton, til að verða heimsmeistari vegna þess að Hamilton hefur unnið fleiri keppnir á tímabilinu. Rosberg verður að ná að minnsta kosti fimmta sæti í Abú Dabí, annars nær hann ekki að vinna upp muninn. Ef Rosberg vinnur verður Hamilton að lenda í öðru sæti, ef Rosberg verður annar verður Hamilton að vera í topp fimm. Nái Rosberg þriðja sæti dugar það sjötta fyrir Hamilton, áttunda ef Rosberg nær fjórða og níunda ef Rosberg nær fimmta sæti.Massa var fagnað gríðarlega á heimabrautinni, enda náði hann þriðja sæti.Vísir/GettyMassa ætlar ekki að hjálpa neinumFelipe Massa, á Williams varð þriðji á heimabraut sinni um helgina. Hann fékk ósk um aðstoð frá Rosberg eftir keppnina sem hann ætlar ekki að verða við. „Ég ætla ekki að hjálpa neinum. Ég sagði honum, ég vil vinna keppnina en ekki hjálpa þér,“ sagði Massa. „Það hjálpaði mér enginn þegar ég hefði getað orðið heimsmeistari, í reynd var ákveðinn Þjóðverji sem skemmdi bara fyrir mér,“ bætti Massa við og vísar þar til þess þegar Timo Glock hleypti Hamilton frekar auðveldlega fram úr sér í síðustu beygjunni, það var nóg til að Massa varð ekki meistari 2008 heldur Hamilton. Rosberg hefur þegar viðurkennt að hann þurfi hjálp, „Hann er maðurinn. Mig vantar smá Felipe Massa aðstoð,“ sagði Rosberg eftir keppnina. Það hefur þó enginn spurt Valtteri Bottas, liðsfélaga Massa um hans afstöðu til þess hver verður heimsmeistari, kannski kemur hann á óvart í Abú Dabí.Horner ræðir við Ecclestone, kannski um strokkafjölda.Vísir/GettyAftur til V8? Nýjar vélar sem notaðar hafa verið á tímabilinu eru V6 vélar og þeim fylgja afar flókin raforkusöfnunarkerfi. Nýju vélarnar nota 35% minna eldsneyti en gömlu V8 gerðu og hafa meiri togkraft. Einhverjir aðdáendur sakna ennþá hávaðans frá V8 vélunum. Aðrir fagna því að nú má heyra viðbrögð áhorfenda við einkar flottum fram úr akstri. „Það vill enginn fara afturábak, en stundum verðum við að hugleiða hvort örþrifaráða sé þörf í erfiðum aðstæðum. Þegar horft er til kostnaðar við þessar vélar þá er hann talsvert meiri en áður þekktist, hann er að sliga sum lið og í reynd framleiðendur,“ sagði Horner, liðsstjóri Red Bull. „Ég tel það afar ólíklegt að við förum til baka en ef við leyfðum skynseminni að ráða þá myndum við gera það,“ bætti hann við.Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1 hefur ekki slegið hugmyndina um að fara aftur í V8 vélar af borðinu. Slíkt yrði þó afar afdrifarík ákvörðun. Það er ekkert skrýtið að Horner finnist hugmyndin góð enda vann lið hans bæði keppni ökumanna og bílasmiða síðustu fjögur árin sem V8 vél var í bílunum. Sama má segja um Mercedes sem nú er með yfirhöndina. Ráðgjafi liðsins, Niki Lauda segir að liðið myndi íhuga að hætta keppni í Formúlu 1 ef af þessu yrði.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton fyrstur í mark í Austin Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. 2. nóvember 2014 21:43 Bílskúrinn: Áhrif kappakstursins í Austin um helgina Keppnin í Austin Texas var afar spennandi, Lewis Hamilton vann og er kominn með 24 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg þegar aðeins tvær keppnir eru eftir. 5. nóvember 2014 15:00 Nico Rosberg fyrstur í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes varð fyrstur í Brasilíu, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn, Felipe Massa á Williams varð þriðji. 9. nóvember 2014 17:38 Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30 Rosberg á ráspól í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól fyrir brasilíksa kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn Felipe Massa á Williams varð þriðji. 8. nóvember 2014 17:04 Rosberg fljótastur á föstudegi Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Brasilíukappaksturinn. Nokkrir ökumenn glímdu vandamál tengd nýju slitlagi á Interlagos brautinni. 7. nóvember 2014 19:22 Caterham ætlar til Abú Dabí Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins. 6. nóvember 2014 16:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton fyrstur í mark í Austin Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. 2. nóvember 2014 21:43
Bílskúrinn: Áhrif kappakstursins í Austin um helgina Keppnin í Austin Texas var afar spennandi, Lewis Hamilton vann og er kominn með 24 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg þegar aðeins tvær keppnir eru eftir. 5. nóvember 2014 15:00
Nico Rosberg fyrstur í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes varð fyrstur í Brasilíu, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn, Felipe Massa á Williams varð þriðji. 9. nóvember 2014 17:38
Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30
Rosberg á ráspól í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól fyrir brasilíksa kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn Felipe Massa á Williams varð þriðji. 8. nóvember 2014 17:04
Rosberg fljótastur á föstudegi Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Brasilíukappaksturinn. Nokkrir ökumenn glímdu vandamál tengd nýju slitlagi á Interlagos brautinni. 7. nóvember 2014 19:22
Caterham ætlar til Abú Dabí Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins. 6. nóvember 2014 16:45