Caterham þegar safnað 235 milljónum í fjöldafjármögnun Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 10:05 Caterham Formúlu 1 bíll. Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að Formúlu 1 liðið Caterham þyrfti að draga lið sitt úr keppni í Formúlu 1 mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Caterham brá á það ráð að efna til fjöldafjármögnunar þar sem lágmarksupphæð var aðeins 5 bresk pund. Svo virðist sem mörgum sé mjög umhugað um að liðið haldi áfram keppni því á aðeins 5 dögum hefur liðið safnað 1,9 milljónum dollara, eða um 235 milljónum króna og er það ríflega helmingur þess fjár sem þarf til að fjármagna liðið fyrir næsta tímabil. Vandinn er að Caterham þarf að klára fjármögnunina næstu 3 daga. Þeir sem leggja til fé til styrktar liðinu fá allskonar varning að launum, frá derhúfum til 700.000 króna yfirbreiðslum fyrir vélar og einnig býðst að kaupa auglýsingar á bílinn fyrir um 2 milljónir króna. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent
Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að Formúlu 1 liðið Caterham þyrfti að draga lið sitt úr keppni í Formúlu 1 mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Caterham brá á það ráð að efna til fjöldafjármögnunar þar sem lágmarksupphæð var aðeins 5 bresk pund. Svo virðist sem mörgum sé mjög umhugað um að liðið haldi áfram keppni því á aðeins 5 dögum hefur liðið safnað 1,9 milljónum dollara, eða um 235 milljónum króna og er það ríflega helmingur þess fjár sem þarf til að fjármagna liðið fyrir næsta tímabil. Vandinn er að Caterham þarf að klára fjármögnunina næstu 3 daga. Þeir sem leggja til fé til styrktar liðinu fá allskonar varning að launum, frá derhúfum til 700.000 króna yfirbreiðslum fyrir vélar og einnig býðst að kaupa auglýsingar á bílinn fyrir um 2 milljónir króna.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent