Caterham þegar safnað 235 milljónum í fjöldafjármögnun Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 10:05 Caterham Formúlu 1 bíll. Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að Formúlu 1 liðið Caterham þyrfti að draga lið sitt úr keppni í Formúlu 1 mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Caterham brá á það ráð að efna til fjöldafjármögnunar þar sem lágmarksupphæð var aðeins 5 bresk pund. Svo virðist sem mörgum sé mjög umhugað um að liðið haldi áfram keppni því á aðeins 5 dögum hefur liðið safnað 1,9 milljónum dollara, eða um 235 milljónum króna og er það ríflega helmingur þess fjár sem þarf til að fjármagna liðið fyrir næsta tímabil. Vandinn er að Caterham þarf að klára fjármögnunina næstu 3 daga. Þeir sem leggja til fé til styrktar liðinu fá allskonar varning að launum, frá derhúfum til 700.000 króna yfirbreiðslum fyrir vélar og einnig býðst að kaupa auglýsingar á bílinn fyrir um 2 milljónir króna. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent
Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að Formúlu 1 liðið Caterham þyrfti að draga lið sitt úr keppni í Formúlu 1 mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Caterham brá á það ráð að efna til fjöldafjármögnunar þar sem lágmarksupphæð var aðeins 5 bresk pund. Svo virðist sem mörgum sé mjög umhugað um að liðið haldi áfram keppni því á aðeins 5 dögum hefur liðið safnað 1,9 milljónum dollara, eða um 235 milljónum króna og er það ríflega helmingur þess fjár sem þarf til að fjármagna liðið fyrir næsta tímabil. Vandinn er að Caterham þarf að klára fjármögnunina næstu 3 daga. Þeir sem leggja til fé til styrktar liðinu fá allskonar varning að launum, frá derhúfum til 700.000 króna yfirbreiðslum fyrir vélar og einnig býðst að kaupa auglýsingar á bílinn fyrir um 2 milljónir króna.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent