Fiat sendibílar með Ram merki í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 11:24 Ram ProMaster City. Fiat Chrysler Automobiles hefur nú hafið sölu á minni gerðum Fiat sendibíla í Bandaríkjunum undir merkjum Ram. Slíkir bílar eru í minni flokki sendibíla þar vestra og í ódýrari kantinum. Fiat bílarnir státa þó af mestu flutningsgetunni í flokknum. Fiat Doblo er markaðssettur vestanhafs sem Ram ProMaster City og nokkru stærri Fiat Ducato heitir Ram ProMaster. Minni sendibíllinn kostar aðeins 2,9 milljónir króna. Hann slær þó ekki við Nissan NV200 sendibílnum í verði en hann kostar aðeins 2,7 milljónir í Bandaríkjunum og Chevy City frá General Motors kostar einnig minna, eða 2,85 milljónir króna þar vestra. Fiat sendibílarnir eru með 178 hestafla 2,4 lítra vélar, þá öflugust í þessum stærðarflokki sendibíla. Eru þeir framleiddir í verksmiðjum Chrysler í Mexíkó. Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent
Fiat Chrysler Automobiles hefur nú hafið sölu á minni gerðum Fiat sendibíla í Bandaríkjunum undir merkjum Ram. Slíkir bílar eru í minni flokki sendibíla þar vestra og í ódýrari kantinum. Fiat bílarnir státa þó af mestu flutningsgetunni í flokknum. Fiat Doblo er markaðssettur vestanhafs sem Ram ProMaster City og nokkru stærri Fiat Ducato heitir Ram ProMaster. Minni sendibíllinn kostar aðeins 2,9 milljónir króna. Hann slær þó ekki við Nissan NV200 sendibílnum í verði en hann kostar aðeins 2,7 milljónir í Bandaríkjunum og Chevy City frá General Motors kostar einnig minna, eða 2,85 milljónir króna þar vestra. Fiat sendibílarnir eru með 178 hestafla 2,4 lítra vélar, þá öflugust í þessum stærðarflokki sendibíla. Eru þeir framleiddir í verksmiðjum Chrysler í Mexíkó.
Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent