Öflugasti tvinnbíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 12:44 Ferrari LaFerrari. Ferrari, líkt og ofurbílaframleiðendurnir McLaren og Porsche, framleiðir ofuröflugan tvinnbíl og heitir hann LaFerrari. Hann er með 963 hestöfl í farteskinu sem koma frá bæði V12 vél og rafmótorum. Þar sem að Porsche 918 Spyder og McLaren P1 tvinnbílarnir eru fullt eins sprækir ef ekki sprækari á sprettinum en hann hefur Ferrari brugðið á það ráða að búa til LaFerrari XX sem er 1.050 hestöfl. Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl og McLaren P1 903 hestöfl, en nú er LaFerrari orðinn talsvert öflugri. Þessi aukahestöfl nú koma ekki frá stærri rafmótorum, heldur frá brunavélinni sem öðlast hefur auka 160 hestöfl. Fyrri gerð LaFerrari er 2,9 sekúndur í hundraðið en þessi nýi ætti að fara létt með að bæta þann tíma. LaFerrari XX verður ekki löglegur á götunum heldur er hann ætlaður á keppnisbrautum. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Ferrari, líkt og ofurbílaframleiðendurnir McLaren og Porsche, framleiðir ofuröflugan tvinnbíl og heitir hann LaFerrari. Hann er með 963 hestöfl í farteskinu sem koma frá bæði V12 vél og rafmótorum. Þar sem að Porsche 918 Spyder og McLaren P1 tvinnbílarnir eru fullt eins sprækir ef ekki sprækari á sprettinum en hann hefur Ferrari brugðið á það ráða að búa til LaFerrari XX sem er 1.050 hestöfl. Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl og McLaren P1 903 hestöfl, en nú er LaFerrari orðinn talsvert öflugri. Þessi aukahestöfl nú koma ekki frá stærri rafmótorum, heldur frá brunavélinni sem öðlast hefur auka 160 hestöfl. Fyrri gerð LaFerrari er 2,9 sekúndur í hundraðið en þessi nýi ætti að fara létt með að bæta þann tíma. LaFerrari XX verður ekki löglegur á götunum heldur er hann ætlaður á keppnisbrautum.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent