Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 74-85 | Njarðvík svaraði fyrir sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2014 11:27 vísir/ernir Njarðvík vann 11 stiga sigur, 74-85, á Grindavík í Röstinni í kvöld, eftir sveiflukenndan leik. Njarðvíkingar voru mun betri í fyrri hálfleik, en Grindvíkingar komu sterkir til leiks í seinni hálfleiks og voru komnir í góða stöðu á tímabili. Njarðvíkingar kláruðu hins vegar dæmið og unnu sinn þriðja sigur í vetur. Bæði lið mættu særð til leiks eftir erfið töp í síðustu umferð. Grindavík beið sinn stærsta ósigur í sögunni í efstu deild fyrir KR, 118-73, og Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var ekki í öfundsverðri stöðu í kvöld; sjálfstraustið lítið, auk þess sem margir lykilmenn voru fjarverandi. Magnús Þór Gunnarsson var í leikbanni, Jóhann Árni Ólafsson meiddur og Ómar Örn Sævarsson veikur. Það var þó bót í máli að Rodney Alexander, nýr bandarískur leikmaður, lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur í kvöld. Friðrik Ingi Rúnarsson hafði úr öllum sínum leikmönnum að velja, en þrátt fyrir það gerði hann breytingar á liðinu sem tapaði illa fyrir Keflavík í Ljónagryfjunni á mánudaginn. Ragnar Helgi Friðriksson og Mirko Stefán Virijevic byrjuðu inn á í stað Maciej Baginski og Rúnars Inga Erlingsson og þá spiluðu Snorri Hrafnkelsson og Ólafur Aron Ingvason mikið í kvöld. Þrátt fyrir öll afföllin byrjuðu Grindvíkingar leikinn betur og leiddu lengst af í fyrsta leikhluta. En um miðjan leikhlutann kom Snorri inn á hjá Njarðvík og hann kveikti í sínum mönnum, skoraði átta stig í röð og átti hvað stærstan þátt í að Njarðvík leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-24. Annar leikhluti var eign Njarðvíkinga, þá sérstaklega fyrri hluti hans. Sóknarleikur Grindavíkur var steingeldur og þeim ekkert erfiðlega að finna opin færi. Njarðvíkingar skoruðu tíu stig í röð í byrjun annars leikhluta og náðu mest 18 stiga forystu. Grindvíkingar náðu aðeins að laga stöðuna undir leikhlutans eftir að Alexander kom aftur inn á, en þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 32-46, Njarðvík í vil. Framan af þriðja leikhluta benti lítið til þess að Grindavík kæmi sér inn í leikinn, en eftir þrjár þriggja stiga körfur á skömmum tíma var munurinn skyndilega orðinn níu stig. Dustin Salisbery var utan vallar hjá Njarðvík á þessum tíma sökum fjögurra villna og sóknarleikur gestanna gekk illa. Friðrik Ingi reyndi að stoppa blæðinguna með því að taka leikhlé, en það hafði þveröfug áhrif. Grindvíkingar, leiddir áfram af Ólafi Ólafssyni, héldu áfram að saxa á forskotið og þegar þriðji leikhluti var allur höfðu þeir náð forystunni, 59-58. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 25-12, og það án þess að fá stig frá Alexander. Ólafur var hins vegar frábær með níu stig og fjögur fráköst í leikhlutanum og varnarleikur Grindvíkinga var til mikllar fyrirmyndar. Njarðvíkingar náðu hins vegar að koma skikki á sinn leik í fjórða leikhluta. Logi Gunnarsson, sem var mjög rólegur framan af leik, skoraði mikilvægar körfur, líkt og Salisbery, og vörnin styrktist. Sóknarleikur Grindavíkur hrökk aftur í baklás, boltinn gekk lítið og Alexander var orðinn bensínslaus. Njarðvíkingar héldu forystunni og sigldu sigrinum í höfn. Lokatölur 74-85, Njarðvík í vil. Salisbery var stigahæstur í liði Grindavíkur með 30 stig, auk þess sem hann tók 15 fráköst. Logi skoraði 15 stig, átta þeirra í fjórða leikhluta þar sem hann og Salisbery sigldu svo að segja sigrinum í höfn. Þá skoraði Snorri 14 stig og tók fimm fráköst. Ólafur var frábær í kvöld og átti stærstan þátt í því að Grindavík komst aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Hann skoraði alls 23 stig, tók tólf fráköst og stal fjórum boltum. Alexander var góður í fyrri hálfleik, en ósýnilegur í þeim seinni. Hann lauk leik með 18 stig og tólf fráköst.Sverrir: Vantaði orku undir lokin Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavík, var að vonum ósáttur með tapið gegn Njarðvík í kvöld. Hann sagðist þó geta tekið ýmislegt jákvætt með úr leiknum. „Strákarnir börðust vel og við komum okkur inn í leikinn, komust yfir og sýndum mikinn karakter. Svo vantaði bara smá orku til að klára þetta undir lokin,“ sagði Sverrir. Bandaríkjamaðurinn Rodney Alexander spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld. Hann skoraði 17 stig í fyrri hálfleik en varð fljótt bensínlaus eins og Sverrir benti á. „Kaninn okkar sýndi í fyrri hálfleik að þetta er greinilega hæfileikaríkur og öflugur leikmaður, en það er langt síðan hann hefur spilað leik. Hann skilaði ekki miklu í seinni hálfleik og varð fljótt þreyttur. Það hefði munað miklu ef hann hefði komið með einhver stig undir lokin,“ sagði þjálfarinn og bætti við: „Við erum búnir að vera í brekku síðan í sumar. Það var óvissa með marga leikmenn og höfum verið í eintómum leiðindum má segja. „Við misstum Sigga (Sigurð Þorsteinsson) rétt fyrir mót, svo hafa verið meiðsli, leikbann og svo var Ómar (Örn Sævarsson) veikur í kvöld. En það þýðir ekki að væla, við þurfum bara að halda áfram, vinna í okkar málum og koma okkur á skrið,“ sagði Sverrir að lokum.Friðrik Ingi: Höfum verið að leita að réttri hlutverkaskiptingu Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með breytinguna á leik liðsins gegn Grindavík í kvöld frá leiknum gegn Keflavík í síðustu umferð, þar sem Njarðvíkingar töpuðu sannfærandi. „Heilt yfir var mun betri gangur í öllu hjá okkur, bæði í vörn og sókn. En ég var fyrst og fremst ánægður með að við skyldum koma til baka. „Við grófum okkur í mjög stóra og djúpa holu um miðbik leiksins gegn Keflavík, þar sem við vorum arfaslakir. „Menn voru ákveðnir í að koma til baka og sýna, fyrst og fremst sjálfum sér, að þeir gætu gert betur,“ sagði Friðrik sem var einnig ánægður með að hans menn skyldu rísa aftur upp afturlappirnar eftir áhlaup Grindvíkinga í seinni hálfleik. „Grindvíkingar komu til baka með því að láta bara vaða og við misstum fótanna svolítið og lentum undir. Og verandi með síðasta leik í skammtímaminninu hefði verið auðvelt að hrynja niður, en við gerðum það ekki og sýndum mikinn styrk. „Við sigldum nokkuð öruggum og sanngjörnum sigri í höfn. Mér fannst við vera heilt yfir mun betri.“ Friðrik útdeildi mínútum til leikmanna á annan hátt en gegn Keflavík og kvaðst nokkuð sáttur með þær breytingar. „Það gekk mestmegnis ágætlega upp. Við höfum verið leitandi eftir réttri hlutverkaskiptingu enda með marga leikmenn sem eru svipaðir að getu. Við höfum svolítið saknað þess að menn hrifsi til sín sínar stöður. „Innkoma Ragnars (Helga Friðrikssonar) var mjög góð, þetta er 17 ára strákur sem hefur ekki spilað mikið, sérstaklega ekki sem leiðandi leikstjórnandi, en mér fannst hann gera það mjög vel í kvöld. „Snorri kom einnig flottur inn af bekknum og var mjög flinkur að finna auðu svæðin í kringum körfuna,“ sagði Friðrik að lokum.Leiklýsing: Grindavík - Njarðvík Leik lokið | 74-85 | Þrátt fyrir góða viðleitni Grindvíkinga í seinni hálfleik höfðu Njarðvíkingar 11 stiga sigur í lokin. 40. mín | 71-82 | Salisbery fer langt með að klára leikinn með þristi, aftur úr hægra horninu. Hann og Logi hafa verið afar dýrmætir í þessum fjórða leikhluta. 39. mín | 71-79 | Oddur minnkaði muninn í þrjú stig, 71-74, áður en Logi setti niður þrist úr hægra horninu. Snorri bætti svo tveimur stigum við. Sverrir tekur leikhlé. 37. mín | 69-74 | Salisbery er kominn með fjögur stig í röð, 25 stig alls. 35. mín | 66-70 | Ólafur setur niður þrist og minnkar muninn í tvö stig, en Snorri svarar með sínum fyrstu stigum í langan tíma. 34. mín | 63-68 | Ólafur Aron Ingvason skorar sín fyrstu stig í leiknum og kemur Njarðvík þremur stigum yfir. Logi bætir tveimur við eftir hraðaupphlaup. 32. mín | 62-60 | Ólafur neglir niður þristi. Sá er búinn að spila vel í seinni hálfleik. Njarðvíkingar þurfa meira frá Loga, hann er aðeins kominn með sjö stig. Þriðja leikhluta lokið | 59-58 | Ja hérna hér, Grindvíkingar hafa náð forystunni. Njarðvíkingar voru værukærir og heimamenn gengu á lagið. Það merkilega er að Grindavík vann leikhlutann 25-12, en Alexander skoraði ekki eitt af þessum stigum. 29. mín | 56-58 | Ragnar setur niður þrist en Oddur svarar með öðrum slíkum. Njarðvík er aðeins með tólf stig í þriðja leikhluta. 28. mín | 51-55 | Ólafur rífur niður sóknarfrákast, skorar körfu góða og setur vítaskotið niður að auki. Fjögurra, og aðeins, fjögurra stiga munur. 27. mín | 46-55 | Þorsteinn setur niður þrist, þann þriðja á skömmum tíma hjá Grindavík. Þetta er að skána. Salisbery er utan vallar, en hann er kominn með fjórar villur. Mirko, Snorri og Hjörtur eru allir með þrjár. 23. mín | 35-51 | Grindvíkingur gengur lítið að minnka muninn og gestirnir halda þeim í þægilegri fjarlægð. Seinni hálfleikur hafinn | 32-49 | Salisbery opnar seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu. Fyrri hálfleik lokið | 32-46 | Salibery skorar lokakörfu fyrri hálfleiks sem hefur verið eign Njarðvíkur. Sóknarleikur heimamanna var hræðilegur framan af öðrum leikhluta, en lagaðist eftir að Alexander kom aftur inn á. Salisbery er stigahæstur hjá Njarðvík með 14 stig og níu fráköst, en Snorri kemur næstur með 10 stig. Alexander er langatkvæðamestur hjá Grindavík með 17 stig og átta fráköst. 20. mín | 29-44 | Ragnar setur niður þrist eftir sendingu frá Loga. Alexander svarar með körfu góðri og vítaskoti. Munurinn er 15 stig. 18. mín | 23-38 | Annar þristur frá Loga, nú eftir sendingu Ragnars. Strákurinn er kominn með þrjár stoðsendingar. 17. mín | 20-36 | Logi neglir niður þristi og skorar sín fyrstu stig í leiknum. Njarðvík er með öll tök á leiknum þessa stundina. 15. mín | 20-31 | Það eru aðeins komin tvö stig á töfluna hjá Grindavík í þessum leikhluta. Sóknarleikurinn er stirður og þeim gengur illa að finna góð færi. 14. mín | 20-31 | Mirko kemur Njarðvík 11 stigum yfir. Ólafur er kominn með þrjár villur hjá Grindavík. Það eru vondar fréttir. 13. mín | 20-29 | Ágúst Orrason með hraðaupphlaupsþrist hjá Grindavík. Sverrir tekur leikhlé. Njarðvík leiðir frákastabaráttuna 17-12. 11. mín | 20-26 | Snorri skorar enn einu sinni en Ólafur svarar með tveimur stigum. Fyrsta leikhluta lokið | 18-24 | Frábær endasprettur hjá gestunum. Snorri skoraði sína fjórðu körfu eftir sendingu Ragnars, sem stal síðan boltanum og skilaði honum ofan í körfuna. Salisbery kláraði svo leikhlutann með körfu. Hann er stigahæstur Njarðvíkinga með 10 stig, auk sex frákasta. Snorri er kominn með átta stig af bekknum. Alexander er búinn að vera öflugur hjá Grindavík, með 10 stig og fimm fráköst. 9. mín | 16-18 | Sex stig í röð frá Snorra Hrafnkels. Mikilvægt framlag af bekknum. 7. mín | 14-12 | Alexander setur niður annað af tveimur vítaskotum. Hann er þegar búinn að fiska þrjár villur á Njarðvíkinganna. 6. mín | 13-10 | Alexander eykur muninn í þrjú stig með fallegu stökkskoti. 5. mín | 11-10 | Snorri Hrafnkelsson er kominn inn á hjá Njarðvík. Hann fer beint í að dekka Alexander. 3. mín | 8-8 | Allt jafnt eftir þrist frá Salisbery. 2. mín | 5-2 | Grindjánar byrja betur. Alexander og Þorsteinn með stigin. Salisbery skoraði stig gestanna. Fyrir leik: Alexander, Ólafur Ólafs, Hilmir Kristjáns, Þorsteinn Finnbogason og Oddur Rúnar byrja inn á hjá heimamönnum, en Logi, Salisbery, Hjörtur Hrafn, Mirko og Ragnar Helgi Friðriksson hjá gestunum. Sá síðastnefndi er yngri bróðir Elvars Más, landsliðsmanns og fyrrum leikmanns Njarðvíkur. Fyrir leik: Vinni Njarðvík í kvöld verður Friðrik Ingi sigursælasti þjálfari félagsins í efstu deild. Hann hefur stýrt Njarðvík til 94 sigra í efstu deild, líkt og Valur Ingimundarson gerði á sínum tíma. Einar Árni Jóhannsson kemur þar á eftir með 93 sigurleiki. Fyrir leik: Svona til að bæta gráu ofan á svart, þá er Ómar Örn Sævarsson, framherji Grindavíkur, veikur og leikur ekki með liðinu í kvöld. Það er mikið áfall fyrir Grindjána, en Ómar er ekki einungis sterkasti frákastari liðsins heldur í hópi frákastahæstu leikmanna deildarinnar. Fyrir leik: Friðrik Ingi Rúnarsson, sem tók við liði Njarðvíkur í þriðja sinn í sumar, þekkir vel til hér í Röstinni. Hann stýrði Grindavík fyrst á árunum 1994-97, en undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari 1996. Friðrik tók svo aftur við Grindavíkurliðinu árið 2001 og stýrði því í þrjú ár. Hann tók svo enn eina ferðina við Grindavík 2005 og stýrði því í eitt tímabil. Fyrir leik: Njarðvík tapaði einnig í síðustu umferð, og það sannfærandi, gegn Keflavík í Ljónagryfjunni. Staðan var jöfn, 21-21, eftir fyrsta leikhluta en gestirnir frá Keflvíkingar áttu annan og þriðja leikhluta með húð og hári. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 36-66, Keflavík í vil, en Njarðvíkingum tókst aðeins að laga stöðuna undir lokin. Lokatölur 74-86, Keflavík í vil. Fyrir leik: Grindavík verður án Magnúsar í kvöld, auk þess sem Jóhann Árni Ólafsson er meiddur. Það sama á við Þorleif Ólafsson, fyrirliða liðsins, sem hefur ekkert spilað frá því í úrslitakeppninni í vor. Það er þó bót í máli að Bandaríkjamaðurinn Rodney Alexander leikur sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur í kvöld. Hann kemur í stað Joey Haywood, sem lék fyrstu leikina með Grindjánum, en Alexander er ætlað að styrkja liðið undir körfunni. Hann er ekki ókunnugur íslenskum körfubolta, en hann lék sex leiki með ÍR í lok tímabilsins 2011-12 og skoraði þá um 25 stig að meðaltali í leik. Fyrir leik: Það var ekki nóg með að Grindavík tapaði leiknum jafn stórt og raun bar vitni heldur var Magnúsi Þór Gunnarssyni vísað úr húsi fyrir að brjóta gróflega á Brynjari Þór Björnssyni, leikmanni KR. Magnús var í kjölfarið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KKÍ. Þessi mikla skytta var langt frá því að vera sáttur með dóminn eins og fram í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Fyrir leik: Bæði lið mæta til leiks í kvöld með sært stolt eftir síðustu umferð. KR valtaði yfir Kanalausa Grindvíkinga í DHL-höllinni og vann 45 stiga sigur, 118-73, en þetta er stærsta tap Grindavíkur í efstu deild frá upphafi. Fyrir leik: Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu fimm umferðirnar, hafa unnið tvo leiki og tapað þremur.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Röstinni þar sem við munum fylgjast með leik Grindavíkur og Njarðvíkur í 6. umferð Domino's deildar karla í körfubolta. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Njarðvík vann 11 stiga sigur, 74-85, á Grindavík í Röstinni í kvöld, eftir sveiflukenndan leik. Njarðvíkingar voru mun betri í fyrri hálfleik, en Grindvíkingar komu sterkir til leiks í seinni hálfleiks og voru komnir í góða stöðu á tímabili. Njarðvíkingar kláruðu hins vegar dæmið og unnu sinn þriðja sigur í vetur. Bæði lið mættu særð til leiks eftir erfið töp í síðustu umferð. Grindavík beið sinn stærsta ósigur í sögunni í efstu deild fyrir KR, 118-73, og Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var ekki í öfundsverðri stöðu í kvöld; sjálfstraustið lítið, auk þess sem margir lykilmenn voru fjarverandi. Magnús Þór Gunnarsson var í leikbanni, Jóhann Árni Ólafsson meiddur og Ómar Örn Sævarsson veikur. Það var þó bót í máli að Rodney Alexander, nýr bandarískur leikmaður, lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur í kvöld. Friðrik Ingi Rúnarsson hafði úr öllum sínum leikmönnum að velja, en þrátt fyrir það gerði hann breytingar á liðinu sem tapaði illa fyrir Keflavík í Ljónagryfjunni á mánudaginn. Ragnar Helgi Friðriksson og Mirko Stefán Virijevic byrjuðu inn á í stað Maciej Baginski og Rúnars Inga Erlingsson og þá spiluðu Snorri Hrafnkelsson og Ólafur Aron Ingvason mikið í kvöld. Þrátt fyrir öll afföllin byrjuðu Grindvíkingar leikinn betur og leiddu lengst af í fyrsta leikhluta. En um miðjan leikhlutann kom Snorri inn á hjá Njarðvík og hann kveikti í sínum mönnum, skoraði átta stig í röð og átti hvað stærstan þátt í að Njarðvík leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-24. Annar leikhluti var eign Njarðvíkinga, þá sérstaklega fyrri hluti hans. Sóknarleikur Grindavíkur var steingeldur og þeim ekkert erfiðlega að finna opin færi. Njarðvíkingar skoruðu tíu stig í röð í byrjun annars leikhluta og náðu mest 18 stiga forystu. Grindvíkingar náðu aðeins að laga stöðuna undir leikhlutans eftir að Alexander kom aftur inn á, en þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 32-46, Njarðvík í vil. Framan af þriðja leikhluta benti lítið til þess að Grindavík kæmi sér inn í leikinn, en eftir þrjár þriggja stiga körfur á skömmum tíma var munurinn skyndilega orðinn níu stig. Dustin Salisbery var utan vallar hjá Njarðvík á þessum tíma sökum fjögurra villna og sóknarleikur gestanna gekk illa. Friðrik Ingi reyndi að stoppa blæðinguna með því að taka leikhlé, en það hafði þveröfug áhrif. Grindvíkingar, leiddir áfram af Ólafi Ólafssyni, héldu áfram að saxa á forskotið og þegar þriðji leikhluti var allur höfðu þeir náð forystunni, 59-58. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 25-12, og það án þess að fá stig frá Alexander. Ólafur var hins vegar frábær með níu stig og fjögur fráköst í leikhlutanum og varnarleikur Grindvíkinga var til mikllar fyrirmyndar. Njarðvíkingar náðu hins vegar að koma skikki á sinn leik í fjórða leikhluta. Logi Gunnarsson, sem var mjög rólegur framan af leik, skoraði mikilvægar körfur, líkt og Salisbery, og vörnin styrktist. Sóknarleikur Grindavíkur hrökk aftur í baklás, boltinn gekk lítið og Alexander var orðinn bensínslaus. Njarðvíkingar héldu forystunni og sigldu sigrinum í höfn. Lokatölur 74-85, Njarðvík í vil. Salisbery var stigahæstur í liði Grindavíkur með 30 stig, auk þess sem hann tók 15 fráköst. Logi skoraði 15 stig, átta þeirra í fjórða leikhluta þar sem hann og Salisbery sigldu svo að segja sigrinum í höfn. Þá skoraði Snorri 14 stig og tók fimm fráköst. Ólafur var frábær í kvöld og átti stærstan þátt í því að Grindavík komst aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Hann skoraði alls 23 stig, tók tólf fráköst og stal fjórum boltum. Alexander var góður í fyrri hálfleik, en ósýnilegur í þeim seinni. Hann lauk leik með 18 stig og tólf fráköst.Sverrir: Vantaði orku undir lokin Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavík, var að vonum ósáttur með tapið gegn Njarðvík í kvöld. Hann sagðist þó geta tekið ýmislegt jákvætt með úr leiknum. „Strákarnir börðust vel og við komum okkur inn í leikinn, komust yfir og sýndum mikinn karakter. Svo vantaði bara smá orku til að klára þetta undir lokin,“ sagði Sverrir. Bandaríkjamaðurinn Rodney Alexander spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í kvöld. Hann skoraði 17 stig í fyrri hálfleik en varð fljótt bensínlaus eins og Sverrir benti á. „Kaninn okkar sýndi í fyrri hálfleik að þetta er greinilega hæfileikaríkur og öflugur leikmaður, en það er langt síðan hann hefur spilað leik. Hann skilaði ekki miklu í seinni hálfleik og varð fljótt þreyttur. Það hefði munað miklu ef hann hefði komið með einhver stig undir lokin,“ sagði þjálfarinn og bætti við: „Við erum búnir að vera í brekku síðan í sumar. Það var óvissa með marga leikmenn og höfum verið í eintómum leiðindum má segja. „Við misstum Sigga (Sigurð Þorsteinsson) rétt fyrir mót, svo hafa verið meiðsli, leikbann og svo var Ómar (Örn Sævarsson) veikur í kvöld. En það þýðir ekki að væla, við þurfum bara að halda áfram, vinna í okkar málum og koma okkur á skrið,“ sagði Sverrir að lokum.Friðrik Ingi: Höfum verið að leita að réttri hlutverkaskiptingu Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með breytinguna á leik liðsins gegn Grindavík í kvöld frá leiknum gegn Keflavík í síðustu umferð, þar sem Njarðvíkingar töpuðu sannfærandi. „Heilt yfir var mun betri gangur í öllu hjá okkur, bæði í vörn og sókn. En ég var fyrst og fremst ánægður með að við skyldum koma til baka. „Við grófum okkur í mjög stóra og djúpa holu um miðbik leiksins gegn Keflavík, þar sem við vorum arfaslakir. „Menn voru ákveðnir í að koma til baka og sýna, fyrst og fremst sjálfum sér, að þeir gætu gert betur,“ sagði Friðrik sem var einnig ánægður með að hans menn skyldu rísa aftur upp afturlappirnar eftir áhlaup Grindvíkinga í seinni hálfleik. „Grindvíkingar komu til baka með því að láta bara vaða og við misstum fótanna svolítið og lentum undir. Og verandi með síðasta leik í skammtímaminninu hefði verið auðvelt að hrynja niður, en við gerðum það ekki og sýndum mikinn styrk. „Við sigldum nokkuð öruggum og sanngjörnum sigri í höfn. Mér fannst við vera heilt yfir mun betri.“ Friðrik útdeildi mínútum til leikmanna á annan hátt en gegn Keflavík og kvaðst nokkuð sáttur með þær breytingar. „Það gekk mestmegnis ágætlega upp. Við höfum verið leitandi eftir réttri hlutverkaskiptingu enda með marga leikmenn sem eru svipaðir að getu. Við höfum svolítið saknað þess að menn hrifsi til sín sínar stöður. „Innkoma Ragnars (Helga Friðrikssonar) var mjög góð, þetta er 17 ára strákur sem hefur ekki spilað mikið, sérstaklega ekki sem leiðandi leikstjórnandi, en mér fannst hann gera það mjög vel í kvöld. „Snorri kom einnig flottur inn af bekknum og var mjög flinkur að finna auðu svæðin í kringum körfuna,“ sagði Friðrik að lokum.Leiklýsing: Grindavík - Njarðvík Leik lokið | 74-85 | Þrátt fyrir góða viðleitni Grindvíkinga í seinni hálfleik höfðu Njarðvíkingar 11 stiga sigur í lokin. 40. mín | 71-82 | Salisbery fer langt með að klára leikinn með þristi, aftur úr hægra horninu. Hann og Logi hafa verið afar dýrmætir í þessum fjórða leikhluta. 39. mín | 71-79 | Oddur minnkaði muninn í þrjú stig, 71-74, áður en Logi setti niður þrist úr hægra horninu. Snorri bætti svo tveimur stigum við. Sverrir tekur leikhlé. 37. mín | 69-74 | Salisbery er kominn með fjögur stig í röð, 25 stig alls. 35. mín | 66-70 | Ólafur setur niður þrist og minnkar muninn í tvö stig, en Snorri svarar með sínum fyrstu stigum í langan tíma. 34. mín | 63-68 | Ólafur Aron Ingvason skorar sín fyrstu stig í leiknum og kemur Njarðvík þremur stigum yfir. Logi bætir tveimur við eftir hraðaupphlaup. 32. mín | 62-60 | Ólafur neglir niður þristi. Sá er búinn að spila vel í seinni hálfleik. Njarðvíkingar þurfa meira frá Loga, hann er aðeins kominn með sjö stig. Þriðja leikhluta lokið | 59-58 | Ja hérna hér, Grindvíkingar hafa náð forystunni. Njarðvíkingar voru værukærir og heimamenn gengu á lagið. Það merkilega er að Grindavík vann leikhlutann 25-12, en Alexander skoraði ekki eitt af þessum stigum. 29. mín | 56-58 | Ragnar setur niður þrist en Oddur svarar með öðrum slíkum. Njarðvík er aðeins með tólf stig í þriðja leikhluta. 28. mín | 51-55 | Ólafur rífur niður sóknarfrákast, skorar körfu góða og setur vítaskotið niður að auki. Fjögurra, og aðeins, fjögurra stiga munur. 27. mín | 46-55 | Þorsteinn setur niður þrist, þann þriðja á skömmum tíma hjá Grindavík. Þetta er að skána. Salisbery er utan vallar, en hann er kominn með fjórar villur. Mirko, Snorri og Hjörtur eru allir með þrjár. 23. mín | 35-51 | Grindvíkingur gengur lítið að minnka muninn og gestirnir halda þeim í þægilegri fjarlægð. Seinni hálfleikur hafinn | 32-49 | Salisbery opnar seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu. Fyrri hálfleik lokið | 32-46 | Salibery skorar lokakörfu fyrri hálfleiks sem hefur verið eign Njarðvíkur. Sóknarleikur heimamanna var hræðilegur framan af öðrum leikhluta, en lagaðist eftir að Alexander kom aftur inn á. Salisbery er stigahæstur hjá Njarðvík með 14 stig og níu fráköst, en Snorri kemur næstur með 10 stig. Alexander er langatkvæðamestur hjá Grindavík með 17 stig og átta fráköst. 20. mín | 29-44 | Ragnar setur niður þrist eftir sendingu frá Loga. Alexander svarar með körfu góðri og vítaskoti. Munurinn er 15 stig. 18. mín | 23-38 | Annar þristur frá Loga, nú eftir sendingu Ragnars. Strákurinn er kominn með þrjár stoðsendingar. 17. mín | 20-36 | Logi neglir niður þristi og skorar sín fyrstu stig í leiknum. Njarðvík er með öll tök á leiknum þessa stundina. 15. mín | 20-31 | Það eru aðeins komin tvö stig á töfluna hjá Grindavík í þessum leikhluta. Sóknarleikurinn er stirður og þeim gengur illa að finna góð færi. 14. mín | 20-31 | Mirko kemur Njarðvík 11 stigum yfir. Ólafur er kominn með þrjár villur hjá Grindavík. Það eru vondar fréttir. 13. mín | 20-29 | Ágúst Orrason með hraðaupphlaupsþrist hjá Grindavík. Sverrir tekur leikhlé. Njarðvík leiðir frákastabaráttuna 17-12. 11. mín | 20-26 | Snorri skorar enn einu sinni en Ólafur svarar með tveimur stigum. Fyrsta leikhluta lokið | 18-24 | Frábær endasprettur hjá gestunum. Snorri skoraði sína fjórðu körfu eftir sendingu Ragnars, sem stal síðan boltanum og skilaði honum ofan í körfuna. Salisbery kláraði svo leikhlutann með körfu. Hann er stigahæstur Njarðvíkinga með 10 stig, auk sex frákasta. Snorri er kominn með átta stig af bekknum. Alexander er búinn að vera öflugur hjá Grindavík, með 10 stig og fimm fráköst. 9. mín | 16-18 | Sex stig í röð frá Snorra Hrafnkels. Mikilvægt framlag af bekknum. 7. mín | 14-12 | Alexander setur niður annað af tveimur vítaskotum. Hann er þegar búinn að fiska þrjár villur á Njarðvíkinganna. 6. mín | 13-10 | Alexander eykur muninn í þrjú stig með fallegu stökkskoti. 5. mín | 11-10 | Snorri Hrafnkelsson er kominn inn á hjá Njarðvík. Hann fer beint í að dekka Alexander. 3. mín | 8-8 | Allt jafnt eftir þrist frá Salisbery. 2. mín | 5-2 | Grindjánar byrja betur. Alexander og Þorsteinn með stigin. Salisbery skoraði stig gestanna. Fyrir leik: Alexander, Ólafur Ólafs, Hilmir Kristjáns, Þorsteinn Finnbogason og Oddur Rúnar byrja inn á hjá heimamönnum, en Logi, Salisbery, Hjörtur Hrafn, Mirko og Ragnar Helgi Friðriksson hjá gestunum. Sá síðastnefndi er yngri bróðir Elvars Más, landsliðsmanns og fyrrum leikmanns Njarðvíkur. Fyrir leik: Vinni Njarðvík í kvöld verður Friðrik Ingi sigursælasti þjálfari félagsins í efstu deild. Hann hefur stýrt Njarðvík til 94 sigra í efstu deild, líkt og Valur Ingimundarson gerði á sínum tíma. Einar Árni Jóhannsson kemur þar á eftir með 93 sigurleiki. Fyrir leik: Svona til að bæta gráu ofan á svart, þá er Ómar Örn Sævarsson, framherji Grindavíkur, veikur og leikur ekki með liðinu í kvöld. Það er mikið áfall fyrir Grindjána, en Ómar er ekki einungis sterkasti frákastari liðsins heldur í hópi frákastahæstu leikmanna deildarinnar. Fyrir leik: Friðrik Ingi Rúnarsson, sem tók við liði Njarðvíkur í þriðja sinn í sumar, þekkir vel til hér í Röstinni. Hann stýrði Grindavík fyrst á árunum 1994-97, en undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari 1996. Friðrik tók svo aftur við Grindavíkurliðinu árið 2001 og stýrði því í þrjú ár. Hann tók svo enn eina ferðina við Grindavík 2005 og stýrði því í eitt tímabil. Fyrir leik: Njarðvík tapaði einnig í síðustu umferð, og það sannfærandi, gegn Keflavík í Ljónagryfjunni. Staðan var jöfn, 21-21, eftir fyrsta leikhluta en gestirnir frá Keflvíkingar áttu annan og þriðja leikhluta með húð og hári. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 36-66, Keflavík í vil, en Njarðvíkingum tókst aðeins að laga stöðuna undir lokin. Lokatölur 74-86, Keflavík í vil. Fyrir leik: Grindavík verður án Magnúsar í kvöld, auk þess sem Jóhann Árni Ólafsson er meiddur. Það sama á við Þorleif Ólafsson, fyrirliða liðsins, sem hefur ekkert spilað frá því í úrslitakeppninni í vor. Það er þó bót í máli að Bandaríkjamaðurinn Rodney Alexander leikur sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur í kvöld. Hann kemur í stað Joey Haywood, sem lék fyrstu leikina með Grindjánum, en Alexander er ætlað að styrkja liðið undir körfunni. Hann er ekki ókunnugur íslenskum körfubolta, en hann lék sex leiki með ÍR í lok tímabilsins 2011-12 og skoraði þá um 25 stig að meðaltali í leik. Fyrir leik: Það var ekki nóg með að Grindavík tapaði leiknum jafn stórt og raun bar vitni heldur var Magnúsi Þór Gunnarssyni vísað úr húsi fyrir að brjóta gróflega á Brynjari Þór Björnssyni, leikmanni KR. Magnús var í kjölfarið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KKÍ. Þessi mikla skytta var langt frá því að vera sáttur með dóminn eins og fram í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Fyrir leik: Bæði lið mæta til leiks í kvöld með sært stolt eftir síðustu umferð. KR valtaði yfir Kanalausa Grindvíkinga í DHL-höllinni og vann 45 stiga sigur, 118-73, en þetta er stærsta tap Grindavíkur í efstu deild frá upphafi. Fyrir leik: Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu fimm umferðirnar, hafa unnið tvo leiki og tapað þremur.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Röstinni þar sem við munum fylgjast með leik Grindavíkur og Njarðvíkur í 6. umferð Domino's deildar karla í körfubolta.
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira