Fjöldi „læka“ gerir okkur háð Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. nóvember 2014 12:05 Ætli þessi sé að tjékka á tilkynningunum? Vísir/Getty Fjöldi „læka“ og vina er það sem gerir fólk háð Facebook. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vefhönnuðarins og listamannsins Benjamin Grosser. Hann birti niðurstöður sínar í vefritinu Computational Culture. „Tilkynningar eru orðnar eins og amfetamín,“ sagði einn viðmælandi Grosser um Facebook. Grosser hefur lengi haft áhuga á hvað það sé sem geri fólk svona háð Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Hann hefur þróað sína eign uppfærslu á Facebook sem fjarlægir allar tölur. Þannig fá notendur ekki að vita hversu margir hafa „líkað við“ mynd sem þeir birta. Þeir sjá eingöngu hverjir hafa „lækað“ og hvað þeir segja. Þannig vill Grosser fjarlæga þá stemningu sem myndast getur á samfélagsmiðlum; að þeir séu orðnir leikvöllur í vinsældarkeppni einhverskonar. Grosser segir að Facebook hafi breytt samskiptum fólks. „Facebook er orðið einn helsti grundvöllur samskipta,“ segir hann í niðurstöðukafla sínum. Hann bætir við að þessi áhersla á fjölda „læka“, athugasemda, deilinga og vinabeiðna breyti því hvernig fólk hagi sér. Hann segir þetta ýta fólki inn í ákveðin hólf þar sem skilaboðin sem það sendi frá sér verði til þess fallin að falla í kramið hjá öðrum. Þannig verði samskiptin einsleitari og á sama tíma auðveldara að markaðsetja hluti til fólks því það falli inn í ákveðna markhópa. „Áherslan á allar þessar tölur knýr okkur til þess að hugsa um núið og safna „lækum“ og halda okkur á lífi innan þessa kerfis með því að birta hluti sem öðrum líkar við.“ Grosser hvetur fólk til þess að nota uppfærsluna sína, því hún fjarlægir pressuna sem margir finna fyrir; „lækin“ fara að skipta minna máli. Hann vill þannig meina að samskiptin milli vina verði eðlilegri. Grosser birtir fjölda skilaboða sem hann fékk frá notendum uppfærslunnar sem segjast hálfpartinn vera frelsaðir. Einn sagði að hann hefði drifið sig á Facebook til þess að skoða tilkynningarnar. Hann sagðist hafa verið orðin eins og mús sem væri látin prófa heróín í tilraunaskyni. „Ég nýt þess miklu meira að vera á Facebook þegar þessi (ómeðvitaða) pressa um að bera saman tölur hefur verið útilokuð,“ sagði einn viðmælandi hans og vísaði þar í að í uppfærslu Grosser hverfur pressan að safna „lækum“.Washington Post fjallar um þessa uppfærslu Grosser. Caitlin Dewey, blaðamaður Washington Post, ákvað að prófa uppfærsluna sjálf. Hún segir það hafa verið frábært að geta farið í gegnum tímalínuna sína og fengið að meta gæði greina, skrifa annarra og mynda út frá sínum eigin hugmyndum, en ekki láta fjölda „læka“ hafa áhrif á sig. En hún sagði þó að hún vissi ekki hvort henni þætti það frelsandi eða að það rýrði gildi myndarinnar. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Fjöldi „læka“ og vina er það sem gerir fólk háð Facebook. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vefhönnuðarins og listamannsins Benjamin Grosser. Hann birti niðurstöður sínar í vefritinu Computational Culture. „Tilkynningar eru orðnar eins og amfetamín,“ sagði einn viðmælandi Grosser um Facebook. Grosser hefur lengi haft áhuga á hvað það sé sem geri fólk svona háð Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Hann hefur þróað sína eign uppfærslu á Facebook sem fjarlægir allar tölur. Þannig fá notendur ekki að vita hversu margir hafa „líkað við“ mynd sem þeir birta. Þeir sjá eingöngu hverjir hafa „lækað“ og hvað þeir segja. Þannig vill Grosser fjarlæga þá stemningu sem myndast getur á samfélagsmiðlum; að þeir séu orðnir leikvöllur í vinsældarkeppni einhverskonar. Grosser segir að Facebook hafi breytt samskiptum fólks. „Facebook er orðið einn helsti grundvöllur samskipta,“ segir hann í niðurstöðukafla sínum. Hann bætir við að þessi áhersla á fjölda „læka“, athugasemda, deilinga og vinabeiðna breyti því hvernig fólk hagi sér. Hann segir þetta ýta fólki inn í ákveðin hólf þar sem skilaboðin sem það sendi frá sér verði til þess fallin að falla í kramið hjá öðrum. Þannig verði samskiptin einsleitari og á sama tíma auðveldara að markaðsetja hluti til fólks því það falli inn í ákveðna markhópa. „Áherslan á allar þessar tölur knýr okkur til þess að hugsa um núið og safna „lækum“ og halda okkur á lífi innan þessa kerfis með því að birta hluti sem öðrum líkar við.“ Grosser hvetur fólk til þess að nota uppfærsluna sína, því hún fjarlægir pressuna sem margir finna fyrir; „lækin“ fara að skipta minna máli. Hann vill þannig meina að samskiptin milli vina verði eðlilegri. Grosser birtir fjölda skilaboða sem hann fékk frá notendum uppfærslunnar sem segjast hálfpartinn vera frelsaðir. Einn sagði að hann hefði drifið sig á Facebook til þess að skoða tilkynningarnar. Hann sagðist hafa verið orðin eins og mús sem væri látin prófa heróín í tilraunaskyni. „Ég nýt þess miklu meira að vera á Facebook þegar þessi (ómeðvitaða) pressa um að bera saman tölur hefur verið útilokuð,“ sagði einn viðmælandi hans og vísaði þar í að í uppfærslu Grosser hverfur pressan að safna „lækum“.Washington Post fjallar um þessa uppfærslu Grosser. Caitlin Dewey, blaðamaður Washington Post, ákvað að prófa uppfærsluna sjálf. Hún segir það hafa verið frábært að geta farið í gegnum tímalínuna sína og fengið að meta gæði greina, skrifa annarra og mynda út frá sínum eigin hugmyndum, en ekki láta fjölda „læka“ hafa áhrif á sig. En hún sagði þó að hún vissi ekki hvort henni þætti það frelsandi eða að það rýrði gildi myndarinnar.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira