Robin van Persie kom Hollandi yfir eftir sex mínútna leik eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben. Robben skoraði svo næsta mark með frábæru skoti.
Klaas Jan Huntelaar skoraði svo þriðja mark Hollendinga rétt fyrir hlé og þannig var staðan í hálfleik.
Næst var röðin komin að varnarmanninum Jeffrey Bruma sem skoraði fjórða mark Hollendinga og Arjen Robben bætti við fimmta marki þeirra appelsínugulu átta mínútu fyrir leikslok.
Hollendingar voru ekki hættir. Klaas Jan Huntelaar skoraði svo sjötta mark Hollendinga mínútu fyrir leikslok.
Hollendingar eru komnir því í þriðja sæti riðilsins, með sex stig, þremur stigum frá Íslandi og Tékklandi sem eiga leik til góða í kvöld eins og flestir vita.