Honda seinkar kynningu vetnisbíls Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 10:04 Nýr vetnisbíll Honda. Til stóð hjá Honda að kynna nýjan vetnisbíl á bílasýningunni í Los Angeles, sem hefst 21. nóvember. Í stað þess mun Honda kynna bílinn á heimavelli í Japan í dag. Þar fer ekki endanleg útgáfa bílsins, heldur ókláraður tilraunabíll. Meiningin var að bíllinn færi í sölu á næsta ári, en þau plön hafa breyst og hann verður ekki kynntur til sögunnar fyrr en í mars árið 2016. Honda gefur ekki neinar skýringar á frestuninni. Honda ætlar að skýra frá innviðum nýja vetnisbílsins á bílasýningunni í LA og meðal annars af hverju afturhjólin eru ekki lengur falin af afturbrettunum, en þannig var hann teiknaður í upphafi. Talsverðar útlitsbreytingar hafa greinilega orðið á bílnum frá fyrstu myndum af honum og er hann orðinn líkari venjulegum bíl. Bíllinn verður 135 hestöfl og aðeins mun taka 3-5 mínútur að fullhlaða bílinn af vetni. Svo virðist sem mikil samkeppni ríki á milli Toyota og Honda, en nýr slíkur bíll frá Toyota verður kynntur frá Toyota á næsta ári og því á undan Honda bílnum. Sá bíll kemst tæplega 500 kílómetra á tankfylli. Í leiðinni ætlar Toyota að setja upp hleðslunet fyrir vetnisbíla á New York og Boston svæðinu og markaðssetja bílinn þar í fyrstu, sem og í Japan.Nýr vetnisbíll Toyota. Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent
Til stóð hjá Honda að kynna nýjan vetnisbíl á bílasýningunni í Los Angeles, sem hefst 21. nóvember. Í stað þess mun Honda kynna bílinn á heimavelli í Japan í dag. Þar fer ekki endanleg útgáfa bílsins, heldur ókláraður tilraunabíll. Meiningin var að bíllinn færi í sölu á næsta ári, en þau plön hafa breyst og hann verður ekki kynntur til sögunnar fyrr en í mars árið 2016. Honda gefur ekki neinar skýringar á frestuninni. Honda ætlar að skýra frá innviðum nýja vetnisbílsins á bílasýningunni í LA og meðal annars af hverju afturhjólin eru ekki lengur falin af afturbrettunum, en þannig var hann teiknaður í upphafi. Talsverðar útlitsbreytingar hafa greinilega orðið á bílnum frá fyrstu myndum af honum og er hann orðinn líkari venjulegum bíl. Bíllinn verður 135 hestöfl og aðeins mun taka 3-5 mínútur að fullhlaða bílinn af vetni. Svo virðist sem mikil samkeppni ríki á milli Toyota og Honda, en nýr slíkur bíll frá Toyota verður kynntur frá Toyota á næsta ári og því á undan Honda bílnum. Sá bíll kemst tæplega 500 kílómetra á tankfylli. Í leiðinni ætlar Toyota að setja upp hleðslunet fyrir vetnisbíla á New York og Boston svæðinu og markaðssetja bílinn þar í fyrstu, sem og í Japan.Nýr vetnisbíll Toyota.
Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent