Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2014 14:41 Helgi Jónas Guðfinnsson. vísir/stefán „Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Helgi Jónas fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara upp á spítala strax. Hann mun ekki stýra Keflvíkingum gegn Tindastóli á fimmtudag vegna veikindanna. „Ég hef verið að glíma við hjartsláttartruflanir síðan ég var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna." Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda enda hefur faðir hans verið að glíma við hið sama. „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag," segir Helgi en hann missti einnig af leik Njarðvíkur og Keflavíkur en hann þá var einfaldlega veikur. „Ég hef kannski farið of snemma af stað eftir veikindin. Maður veit ekki en ýmislegt hefur áhrif. Er ég fór niður á sjúkrahús á fimmtudag þá var hjartslátturinn orðinn eðlilegur áður en ég komst í rannsóknir."Helgi Jónas er hann þjálfaði Grindavík.vísir/hagHelgi Jónas viðurkennir fúslega að þetta hafi ekki verið góð lífsreynsla og eðlilega varð hann hræddur. „Það er hægt að harka ýmislegt af sér en þetta er kannski eini vöðvinn í líkamanum sem þarf að hlusta almennilega á. Ég var orðinn dasaður þarna á fimmtudag og hef verið síðan þá. Ég hefði líklega getað sofið alveg síðan á fimmtudag. Ég hef misst mikinn mátt og í raun bara verið hálfur maður." Á morgun mun Helgi Jónas hitta sérfræðing og eftir það mun hann vita meira um stöðuna á sér. Álag og streita hefur sitt að segja er menn glíma við hjartavandamál. Þjálfarar þekkja það vel að mikið álag og streita fylgja starfinu. „Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa. „Það fylgir þessu starfi streita sem ég vissi af. Þess utan vinn ég mikið. Ég fæ vonandi svör sem fyrst og ekki síst fyrir mig persónulega. Það er ekki gott að hafa svona hangandi yfir sér. Maður verður smeykur er maður finnur fyrir svona." Dominos-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira
„Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Helgi Jónas fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara upp á spítala strax. Hann mun ekki stýra Keflvíkingum gegn Tindastóli á fimmtudag vegna veikindanna. „Ég hef verið að glíma við hjartsláttartruflanir síðan ég var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna." Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda enda hefur faðir hans verið að glíma við hið sama. „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag," segir Helgi en hann missti einnig af leik Njarðvíkur og Keflavíkur en hann þá var einfaldlega veikur. „Ég hef kannski farið of snemma af stað eftir veikindin. Maður veit ekki en ýmislegt hefur áhrif. Er ég fór niður á sjúkrahús á fimmtudag þá var hjartslátturinn orðinn eðlilegur áður en ég komst í rannsóknir."Helgi Jónas er hann þjálfaði Grindavík.vísir/hagHelgi Jónas viðurkennir fúslega að þetta hafi ekki verið góð lífsreynsla og eðlilega varð hann hræddur. „Það er hægt að harka ýmislegt af sér en þetta er kannski eini vöðvinn í líkamanum sem þarf að hlusta almennilega á. Ég var orðinn dasaður þarna á fimmtudag og hef verið síðan þá. Ég hefði líklega getað sofið alveg síðan á fimmtudag. Ég hef misst mikinn mátt og í raun bara verið hálfur maður." Á morgun mun Helgi Jónas hitta sérfræðing og eftir það mun hann vita meira um stöðuna á sér. Álag og streita hefur sitt að segja er menn glíma við hjartavandamál. Þjálfarar þekkja það vel að mikið álag og streita fylgja starfinu. „Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa. „Það fylgir þessu starfi streita sem ég vissi af. Þess utan vinn ég mikið. Ég fæ vonandi svör sem fyrst og ekki síst fyrir mig persónulega. Það er ekki gott að hafa svona hangandi yfir sér. Maður verður smeykur er maður finnur fyrir svona."
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Sjá meira