Fagnaði risasamningi með 2,5 milljóna króna kampavínsflösku Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2014 11:30 Giancarlo Stanton og Julz í góðu stuði á skemmtistað í Miami. mynd/tmz Eins og greint var frá í gær skrifaði bandaríski hafnaboltaleikmaðurinn Giancarlo Stanton undir ævintýralegan samning við Miami Marlins. Stanton fær 40 milljarði króna í laun næstu þrettán árin og fær 19 milljónir króna fyrir hvern leik spilaðan. Hann þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálunum næsta áratuginn eða svo. Til að fagna nýjum samningi skellti Stanton sér út á lífið í Miami til þrjú um nóttina með djammdrottningu þar í borg sem kölluð er Julz, samkvæmt slúðurmiðlinum TMZ. Þó Stanton fái stjarnfræðilega mikið borgað næstu þrettán árin var Julz ekkert að láta hann bjóða sér í glas heldur keypti hún handa honum 20.000 dala (2,5 milljóna króna) kampavínsflösku. Kampavínið er af tegundinni Moet Nectar Imperial Rose og er flaskan hlébarðaklædd. Hún er sex lítrar og vafin 22 karata gulli. Stanton er því varla enn byrjaður að eyða peningunum en hann þarf nú vafalítið að borga flesta reikninga þegar hann fer út á lífið næstu árin. Íþróttir Tengdar fréttir Fékk stærsta samning í sögu bandarískra íþrótta Tuttugu og fimm ára bandarískur hafnaboltamaður fær 19 milljónir króna fyrir hvern spilaðan leik næstu þrettán árin. 18. nóvember 2014 11:30 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Eins og greint var frá í gær skrifaði bandaríski hafnaboltaleikmaðurinn Giancarlo Stanton undir ævintýralegan samning við Miami Marlins. Stanton fær 40 milljarði króna í laun næstu þrettán árin og fær 19 milljónir króna fyrir hvern leik spilaðan. Hann þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálunum næsta áratuginn eða svo. Til að fagna nýjum samningi skellti Stanton sér út á lífið í Miami til þrjú um nóttina með djammdrottningu þar í borg sem kölluð er Julz, samkvæmt slúðurmiðlinum TMZ. Þó Stanton fái stjarnfræðilega mikið borgað næstu þrettán árin var Julz ekkert að láta hann bjóða sér í glas heldur keypti hún handa honum 20.000 dala (2,5 milljóna króna) kampavínsflösku. Kampavínið er af tegundinni Moet Nectar Imperial Rose og er flaskan hlébarðaklædd. Hún er sex lítrar og vafin 22 karata gulli. Stanton er því varla enn byrjaður að eyða peningunum en hann þarf nú vafalítið að borga flesta reikninga þegar hann fer út á lífið næstu árin.
Íþróttir Tengdar fréttir Fékk stærsta samning í sögu bandarískra íþrótta Tuttugu og fimm ára bandarískur hafnaboltamaður fær 19 milljónir króna fyrir hvern spilaðan leik næstu þrettán árin. 18. nóvember 2014 11:30 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Fékk stærsta samning í sögu bandarískra íþrótta Tuttugu og fimm ára bandarískur hafnaboltamaður fær 19 milljónir króna fyrir hvern spilaðan leik næstu þrettán árin. 18. nóvember 2014 11:30