Stundar vændi á meðan barnið sefur og maðurinn er í eldhúsinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. nóvember 2014 22:15 Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. vísir Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. Konan vildi segja sína upplifun af vændi, en hún segist ekki gera þetta af nauðsyn, heldur vegna þess að henni finnist þetta spennandi. Hún lítur á vændið sem leið til að auka tekjur heimilisins. „Ef ég væri að reiða mig á þetta væri þetta miklu meiri píning,“ sagði hún í þættinum. Hún segir að vegna þess að hún sé í þeirri aðstöðu að þurfa ekki að stunda vændi geti hún hafnað ákveðnum viðskiptavinum. „Útaf því að ég er ekki að gera þetta útaf fjárhaglegum örðugleikum get ég alveg verið „picky““. Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. Hún sagði frá því að maðurinn hennar viti af vændinu og sé samþykkur því. Hún sagði meira að segja frá því að stundum, þegar viðskipavinir hennar kæmu í heimsókn væri maðurinn hennar heima og væri inni í eldhúsi á meðan viðskiptavinir hennar færu með henni inn í herbergi. Hún sagðist vilja koma fram og segja sína sögu til þess að leiðrétta þá mynd sem margir hefðu af vændi. „Mér finnst vera svolítið röng mynd af þessu öllu. Auðvitað eru margar stelpur og margir strákar sem eru í þessu í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta og finnst þetta bara hræðilegt. En svo eru líka fólk eins og ég sem á mann og barn og fjölskyldu bara. Og lifi venjulegu lífi en geri þetta svona upp á djókið, skilurðu. Svona með? Ég held að fólk þurfi að fá að sjá út fyrir rammann. Bara átta sig á því að það er ekki alltaf allt sem sýnist.“vísirHún sagði frá því að flestir hennar viðskiptavinir væru giftir og yfir fertugu. En í þættinum fer hún og heimsækir mann í Hafnarfirði sem er um tvítugt. Hún sagðist alltaf tala við eiginmann sinn áður en hún hittir nýja viðskiptavini og hafi svo samband við hann aftur þegar viðskiptunum er lokið, til þess að tryggja öryggi sitt. Í þættinum kom einnig fram hversu auðvelt það er að kaupa vændi hér á landi; aðgengið er gífurlega gott á netinu. Í þættinum var einnig rætt við Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur sem er hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún sagði að saga konunnar gæti verið notuð af vændiskaupendum til þess að réttlæta gjörðir sínar. Þá sagði hún allar líkur á því að konan myndi sjá eftir þessu síðar meir. Dæmin sýndu það. Hún sagði að mýmörg dæmi væru um að þeir stunduðu vændu fremdu sjálfsmorð. „Þetta eru grey sem hafa kannski dottið úr í fyrsta ári í menntaskóla og farið að sprauta sig á Hlemmi.“ Hún sagði að þær konur stunduðu vændi til þess að eiga fyrir næsta skammti eða bara fyrir lífinu. „Þangað til að eitthvað gefur sig. Þá lenda þær hérna.“ Konan sagði í lok þáttarins: „Mér finnst þetta spennandi og skemmtilegt. Og ef ég er dugleg þá ég fæ mjög vel borgað fyrir þetta. Og það er rosalega gaman fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó svo að ég sé ekki í skrifstofu starfi frá níu til fimm?“ Hér að neðan má sjá þrjár klippur úr þættinum. Brestir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. Konan vildi segja sína upplifun af vændi, en hún segist ekki gera þetta af nauðsyn, heldur vegna þess að henni finnist þetta spennandi. Hún lítur á vændið sem leið til að auka tekjur heimilisins. „Ef ég væri að reiða mig á þetta væri þetta miklu meiri píning,“ sagði hún í þættinum. Hún segir að vegna þess að hún sé í þeirri aðstöðu að þurfa ekki að stunda vændi geti hún hafnað ákveðnum viðskiptavinum. „Útaf því að ég er ekki að gera þetta útaf fjárhaglegum örðugleikum get ég alveg verið „picky““. Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. Hún sagði frá því að maðurinn hennar viti af vændinu og sé samþykkur því. Hún sagði meira að segja frá því að stundum, þegar viðskipavinir hennar kæmu í heimsókn væri maðurinn hennar heima og væri inni í eldhúsi á meðan viðskiptavinir hennar færu með henni inn í herbergi. Hún sagðist vilja koma fram og segja sína sögu til þess að leiðrétta þá mynd sem margir hefðu af vændi. „Mér finnst vera svolítið röng mynd af þessu öllu. Auðvitað eru margar stelpur og margir strákar sem eru í þessu í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta og finnst þetta bara hræðilegt. En svo eru líka fólk eins og ég sem á mann og barn og fjölskyldu bara. Og lifi venjulegu lífi en geri þetta svona upp á djókið, skilurðu. Svona með? Ég held að fólk þurfi að fá að sjá út fyrir rammann. Bara átta sig á því að það er ekki alltaf allt sem sýnist.“vísirHún sagði frá því að flestir hennar viðskiptavinir væru giftir og yfir fertugu. En í þættinum fer hún og heimsækir mann í Hafnarfirði sem er um tvítugt. Hún sagðist alltaf tala við eiginmann sinn áður en hún hittir nýja viðskiptavini og hafi svo samband við hann aftur þegar viðskiptunum er lokið, til þess að tryggja öryggi sitt. Í þættinum kom einnig fram hversu auðvelt það er að kaupa vændi hér á landi; aðgengið er gífurlega gott á netinu. Í þættinum var einnig rætt við Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur sem er hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún sagði að saga konunnar gæti verið notuð af vændiskaupendum til þess að réttlæta gjörðir sínar. Þá sagði hún allar líkur á því að konan myndi sjá eftir þessu síðar meir. Dæmin sýndu það. Hún sagði að mýmörg dæmi væru um að þeir stunduðu vændu fremdu sjálfsmorð. „Þetta eru grey sem hafa kannski dottið úr í fyrsta ári í menntaskóla og farið að sprauta sig á Hlemmi.“ Hún sagði að þær konur stunduðu vændi til þess að eiga fyrir næsta skammti eða bara fyrir lífinu. „Þangað til að eitthvað gefur sig. Þá lenda þær hérna.“ Konan sagði í lok þáttarins: „Mér finnst þetta spennandi og skemmtilegt. Og ef ég er dugleg þá ég fæ mjög vel borgað fyrir þetta. Og það er rosalega gaman fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó svo að ég sé ekki í skrifstofu starfi frá níu til fimm?“ Hér að neðan má sjá þrjár klippur úr þættinum.
Brestir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira