Enski boltinn

Brendan Rodgers: Real Madrid er líklega besta lið í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool.
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi að gera lítið úr vandræðum liðsins í varnarleiknum og viðurkenndi að Liverpool væri líklega að fara mæta besta lið heims á Santiago Bernabeu í kvöld.

Liverpool er í 3. sæti í riðli sínum í Meistaradeildinni í fótbolta eftir 3-0 tap á móti umræddu liði Real Madrid í síðasta leik sem fór fram á Anfield.

„Vörnin okkar er hvergi nærri eins slæm og fólk er að segja. Það sem hefur verið pirrandi en öll mistökin og ódýru mörkin sem við höfum fengið á okkur," sagði Brendan Rodgers en Liverpool-liðið hefur nú fengið á sig 21 mark í 15 leikjum og það gætu vissulega bæst við mörg á Bernabeu í kvöld.

„Ég tel að við höfum sýnt það í fyrri leiknum, þrátt fyrir 3-0 tap, að við getum ógnað liði Real og við ætlum að reyna það líka í þessum leik. Við komum ekki hingað viðbúnir því að tapa leiknum og að treysta síðan á aðra leiki til að tryggja okkur áfram," sagði Brendan Rodgers

„Þeir eru líklega með besta liðið í heimi í dag og við erum mjög spenntir fyrir að fá svona stóran leik. Við lítum á þennan leik sem gott tækifæri fyrir okkur og það er í okkar höndum að komast upp úr riðlinum," sagði Rodgers.

Leikur Real Madrid og Liverpooll hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×