Sergio Jadue, formaður knattspyrnusambands Síle, gaf það út fljótlega eftir endurkjör sitt að Síle myndi sækja um að halda HM í fótbolta árið 2030.
HM 2018 fer fram í Rússlandi, HM 2022 verður í Katar eins og frægt er orðið og það er ekki búið að ákveða hvar HM 2026 fer fram annað en samkvæmt reglum FIFA verður sú keppni hvorki í Evrópu né Asíu.
Jadue talaði um að Sílebúar myndu annaðhvort sækja um að halda keppnina einir eða í samstarfi með Úrúgvæ. Úrúgvæ hélt fyrstu heimsmeistarakeppnina árið 1930 og það er líklegt að keppnin verði þar í tilefni af 100 ára afmælinu.
Síle hefur haldið HM í fótbolta einu sinni áður en keppnin fór fram í landinu árið 1962.
Jadue segir sambandsmenn í Síle hafa talað við FIFA um þennan möguleika en þetta kæmi allt betur í ljós eftir að Síle heldur bæði HM 17 ára yngri og Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári.
„Ef okkur gengur vel að halda þessar tvær keppnir þá munu líkurnar aukast umtalsvert þegar það kemur næst að því að halda HM í Suður-Ameríku," sagði Sergio Jadue.
Síle vill halda HM árið 2030
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
