Snjallsímaframleiðendur slást um Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2014 10:31 Vísir/AFP Hagnaður Samsung dróst saman um 60,1 prósent á þriðja ársfjórðungi og var 3,9 milljarðar dala, eða um 475 milljarðar króna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta minnsti hagnaður félagsins í þrjú ár og er til kominn vegna minnkandi sölu fyrirtækisins á snjallsímum. Til að bæta stöðuna, hafa forsvarsmenn tæknifyrirtækisins litið til Kína, þar sem innlendi framleiðandinn Xiaomi Inc felldi Samsung úr efsta sætinu þar í landi. Greinendur sem Reuters hafa rætt við segja Samsung símana ekki hafa verið nægilega ódýra miðað við síma Xiaomi og Lenovo, sem hafa verið að auka sölutölur sinar í landinu. Samsung hefur nú gefið út tvo nýja síma sem ætlað er að ná forskoti fyrirtækisins aftur. Þá er gert ráð fyrir að fyrirtækið muni senda út enn fleiri ný tæki á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins viðurkenndu nýverið að þeir hafi verið of lengi að bregðast við breyttum samkeppnisaðstæðum og sögðust ætla að gefa út fleiri týpur. Heimsmarkaður snjallsíma keyrir nú á ódýrustu símunum og greinendur Reuters segja fyrirtækin vera að keppa við að ná botninum. Nema Apple sem stýrt getur sínu eigin verði. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður Samsung dróst saman um 60,1 prósent á þriðja ársfjórðungi og var 3,9 milljarðar dala, eða um 475 milljarðar króna. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta minnsti hagnaður félagsins í þrjú ár og er til kominn vegna minnkandi sölu fyrirtækisins á snjallsímum. Til að bæta stöðuna, hafa forsvarsmenn tæknifyrirtækisins litið til Kína, þar sem innlendi framleiðandinn Xiaomi Inc felldi Samsung úr efsta sætinu þar í landi. Greinendur sem Reuters hafa rætt við segja Samsung símana ekki hafa verið nægilega ódýra miðað við síma Xiaomi og Lenovo, sem hafa verið að auka sölutölur sinar í landinu. Samsung hefur nú gefið út tvo nýja síma sem ætlað er að ná forskoti fyrirtækisins aftur. Þá er gert ráð fyrir að fyrirtækið muni senda út enn fleiri ný tæki á næstunni. Forsvarsmenn fyrirtækisins viðurkenndu nýverið að þeir hafi verið of lengi að bregðast við breyttum samkeppnisaðstæðum og sögðust ætla að gefa út fleiri týpur. Heimsmarkaður snjallsíma keyrir nú á ódýrustu símunum og greinendur Reuters segja fyrirtækin vera að keppa við að ná botninum. Nema Apple sem stýrt getur sínu eigin verði.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira