Þýska liðið Bayer Leverkusen sótti þrjú stig gegn Zenit í Meistaradeildinni í kvöld.
Það var ekkert sérstaklega mikið að gerast í leiknum þegar Son Heung-Min skoraði frábært mark fyrir Leverkusen.
Aukaspyrna sem var gefinn með jörðinni á vítateig. Þar var boltinn lagður út á Son sem lagði boltann í netið með laglegri innanfótarspyrnu.
Sonurinn lét ekki þar við sitja því hann gekk endanlega frá leiknum aðeins fimm mínútum síðar. Þriggja stiga leikur hjá honum. Breytti engu þó Rondon hefði minnkað muninn fyrir Zenit rétt fyrir leikslok.
Leverkusen festir stöðu sína á toppi riðilsins með sigrinum. Liðið er með níu stig eftir fjóra leiki. Zenit í þriðja sæti með fjögur stig.
Fótbolti