Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 12:04 "Þetta braut mig niður bæði andlega og líkamlega,“ sagði Omos sem gaf skýrslu í gegnum síma. Vísir Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni, sem búsett eru á Íslandi. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða. „Ég bið dóminn um að átta sig á því að ég verð að fá að sjá son minn. Mér líður mjög illa yfir að fá að sjá hann ekki. Ég bið íslensk stjórnvöld af einlægni að leyfa mér og gefa mér tækifæri til að hitta son minn,“ sagði Omos. Hann er staddur á Ítalíu og gaf því skýrslu símleiðis. „Þetta braut mig niður bæði andlega og líkamlega og vegna þess að ég þráði að vera með unnustu minni og syni og vildi vera syni mínum faðir,“ sagði Omos aðspurður hvernig honum hafi liðið þegar honum var birtur úrskurður þess efnis að honum yrði vísað úr landi. Omos kom hingað til lands frá Sviss og óskaði eftir hæli af mannúðarástæðum í október 2011. Beiðni hans var hafnað og ákveðið var að senda hann aftur til Sviss ásamt hælisbeiðninni. Mánuði síðar samþykktu stjórnvöld í Sviss að taka við beiðni hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Lögmaður Omos spurði hvers vegna hann hafi komið til Íslands. Sagðist hann hafa viljað skapa sér líf og vinnu á landinu. Lögmaður Útlendingastofnunar sagði þó að annað kæmi fram í gögnum málsins. „Ég var á leiðinni til Kanada áður en ég var stöðvaður af íslenskri lögreglu,“ sagði Omos en hann átti kærustu í Kanada á þeim tíma. Þá var hann spurður út í daginn sem hann var sendur úr landi. „Þegar ég fékk fréttir um að það væri komið að því að vísa mér úr landi þá sat ég í fangaklefa. Það hafði ekkert gerst í mínum málum og ég batt vonir við að lögfræðingur minn næði einhverjum árangri. Ég fékk ekki tækifæri til að hafa samband við lögmann minn. Lögreglan kom um nóttina og náði í mig. Klukkan var fimm um morgun og það var farið með mig út á völl,“ sagði Omos. „Mér var sagt að ég væri ekki löglegur í Sviss. Ég fékk aldrei tækifæri til að skýra mál mitt. Það eina sem þau sögðu var „farðu, farðu farðu við getum einungis hjálpað þér að fara aftur til Afríku“,“ bætti hann við og sagðist ósáttur við óblíðar móttökur stjórnvalda í Sviss. Omos dvaldist í Sviss í um tvo mánuði áður en hann var sendur til Ítalíu þar sem hann dvelst í dag. „Sérðu fyrir þér að vera virkur þátttakandi á Íslandi?“ spurði Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, hann að lokum. „Já ég get sannarlega gert það og aðalmarkmið mitt er að sjá barni mínu farborða,“ sagði Omos að lokum. Evelyn Glory Joseph, unnusta og barnsmóðir Omos, sagði samband þeirra tveggja hafa hafist áður en hún kom til landsins. Hún hefði komið til landsins til þess að vera með honum. Aðspurð hvort henni hafi verið kunnugt um samband Omos við konu í Kanada sagði hún svo ekki vera, ekki fyrr en hún kom til landsins. Hún sagði samband þeirra gott en sagði brottvísun hans hafa tekið mikið á sig andlega. „Hann sagði mér að hann vildi vera í felum af því að hann vildi vera með barnið sitt. Þetta hafði mjög slæm áhrif á mig. Ég var barnshafandi og þetta var mikið stress því ég vissi ekki hvað ég vildi gera,“ sagði hún. Barnið fæddist 3.febrúar síðastliðinn, eftir að Omos var vísað úr landi. Aðspurð hver tengsl Omos við barnið sagði hún það nær ekkert. „Ég held það sé ekki hægt að tala um neitt gott samband á milli þeirra. Þó hann sjái hann daglega á Skype þá er það ekki besta leiðin til að skapa tengsl.“ Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lekamálið Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni, sem búsett eru á Íslandi. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða. „Ég bið dóminn um að átta sig á því að ég verð að fá að sjá son minn. Mér líður mjög illa yfir að fá að sjá hann ekki. Ég bið íslensk stjórnvöld af einlægni að leyfa mér og gefa mér tækifæri til að hitta son minn,“ sagði Omos. Hann er staddur á Ítalíu og gaf því skýrslu símleiðis. „Þetta braut mig niður bæði andlega og líkamlega og vegna þess að ég þráði að vera með unnustu minni og syni og vildi vera syni mínum faðir,“ sagði Omos aðspurður hvernig honum hafi liðið þegar honum var birtur úrskurður þess efnis að honum yrði vísað úr landi. Omos kom hingað til lands frá Sviss og óskaði eftir hæli af mannúðarástæðum í október 2011. Beiðni hans var hafnað og ákveðið var að senda hann aftur til Sviss ásamt hælisbeiðninni. Mánuði síðar samþykktu stjórnvöld í Sviss að taka við beiðni hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Lögmaður Omos spurði hvers vegna hann hafi komið til Íslands. Sagðist hann hafa viljað skapa sér líf og vinnu á landinu. Lögmaður Útlendingastofnunar sagði þó að annað kæmi fram í gögnum málsins. „Ég var á leiðinni til Kanada áður en ég var stöðvaður af íslenskri lögreglu,“ sagði Omos en hann átti kærustu í Kanada á þeim tíma. Þá var hann spurður út í daginn sem hann var sendur úr landi. „Þegar ég fékk fréttir um að það væri komið að því að vísa mér úr landi þá sat ég í fangaklefa. Það hafði ekkert gerst í mínum málum og ég batt vonir við að lögfræðingur minn næði einhverjum árangri. Ég fékk ekki tækifæri til að hafa samband við lögmann minn. Lögreglan kom um nóttina og náði í mig. Klukkan var fimm um morgun og það var farið með mig út á völl,“ sagði Omos. „Mér var sagt að ég væri ekki löglegur í Sviss. Ég fékk aldrei tækifæri til að skýra mál mitt. Það eina sem þau sögðu var „farðu, farðu farðu við getum einungis hjálpað þér að fara aftur til Afríku“,“ bætti hann við og sagðist ósáttur við óblíðar móttökur stjórnvalda í Sviss. Omos dvaldist í Sviss í um tvo mánuði áður en hann var sendur til Ítalíu þar sem hann dvelst í dag. „Sérðu fyrir þér að vera virkur þátttakandi á Íslandi?“ spurði Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, hann að lokum. „Já ég get sannarlega gert það og aðalmarkmið mitt er að sjá barni mínu farborða,“ sagði Omos að lokum. Evelyn Glory Joseph, unnusta og barnsmóðir Omos, sagði samband þeirra tveggja hafa hafist áður en hún kom til landsins. Hún hefði komið til landsins til þess að vera með honum. Aðspurð hvort henni hafi verið kunnugt um samband Omos við konu í Kanada sagði hún svo ekki vera, ekki fyrr en hún kom til landsins. Hún sagði samband þeirra gott en sagði brottvísun hans hafa tekið mikið á sig andlega. „Hann sagði mér að hann vildi vera í felum af því að hann vildi vera með barnið sitt. Þetta hafði mjög slæm áhrif á mig. Ég var barnshafandi og þetta var mikið stress því ég vissi ekki hvað ég vildi gera,“ sagði hún. Barnið fæddist 3.febrúar síðastliðinn, eftir að Omos var vísað úr landi. Aðspurð hver tengsl Omos við barnið sagði hún það nær ekkert. „Ég held það sé ekki hægt að tala um neitt gott samband á milli þeirra. Þó hann sjái hann daglega á Skype þá er það ekki besta leiðin til að skapa tengsl.“ Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lekamálið Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira