Bílskúrinn: Áhrif kappakstursins í Austin um helgina Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. nóvember 2014 15:00 Mercedes fagnaði fyrsta og öðru sæti eftir frábæra keppni í Texas. Vísir/Getty Keppnin í Austin Texas var afar spennandi, Lewis Hamilton vann og er kominn með 24 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg þegar aðeins tvær keppnir eru eftir. Helstu atriðin keppnishelgarinnar verða skoðuð í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Lotus hótaði ásamt Sauber og Force India að sleppa því að keppa í Texas.Vísir/GettyYfirvofandi erfiðleikar minni liðanna Nú þegar hafa Caterham og Marussia hætt að mæta og óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Force Inda, Sauber og Lotus hótuðu að taka ekki þátt í Texas ef ekkert yrði gert til að hjálpa inni liðunum. Bernie Ecclestone sagði um helgina „sennilega er þetta vesen mér að kenna.“ Fyrsta hugmyndin til að leysa vandann hefur litið dagsins ljós. „Ég veit að CVC (fyrirtækið sem á Formúlu 1) og Bernie hafa verið að skoða þetta. Hugmyndin er að setja ákveðna grunn greiðslu til mini liðanna. Það mun leiða til þess að hægt er að láta liðið ganga með eðililegt fjármagn,“ sagði Gérard Lopez, framkvæmdastjóri Lotus. Umrædd grunn greiðsla vegna þátttöku, ef af henni verður, hefur verið talin þurfa vera um 100 milljónir punda (19,6 milljarðar króna). Þess má geta að stærstu liðin verja um 350 milljónum punda í Formúlu 1 á hverju ári (68,5 milljarðar króna).Rosberg var lengi vel á undan Hamilton en það breyttist vegna stillinga á orkuöflunarkerfi í bíl Rosberg.Vísir/GettyStillingaratriði kostuðu Rosberg fyrsta sætið Rosberg segir að röng stilling á ERS (orkuöflunarkerfinu) hafi leitt til þess að hann hafði ekki afl frá kerfinu til að verjast fram úr akstri Hamilton á hring 24. Kerfið var stillt þannig að það skilaði auknu afli nokkuð eftir að þess var óskað. Sú stilling var alveg óvart á samkvæmt Rosberg. Einhvern veginn finnst blaðamanni að slíkt eigi eiginlega ekki að geta klikkað á svona ögur stundu en það er annað mál. Rosberg viðurkenndi líka að hann hefði sennilega getað varist betur í beygjunni sem Hamilton hafði betur. Kannski var það bara vandinn.Raikkonen átti ekki góðan dag á sunnudag.Vísir/GettyRaunir RaikkonenKimi Raikkonen ekur fyrir Ferrari, frá sögulegu sjónarhorni besta liðið í Formúlu 1. Hann endaði í 13. sæti af þeim 15 sem luku keppni. Það er alls ekki staða sem Ferrari vill vera í. Raikkonen sagði eftir keppnina að það breytti engu hvað hann reyndi að gera, dekkin spændust upp og hann þurfti að taka þrjú þjónustuhlé. Þetta hefur ekki verið drauma ár fyrir Raikkonen. Ætli Ferrari þori ekki að bola honum út aftur? Það veðrur áhugavert að sjá hvað liðið hefur mikla þolinmæði gagnvart svona frammistöðu.Alonso verður væntanlega ekki í þessum galla á næsta ári.Vísir/GettyAudi neitar Alonso orðrómi Nýlega réð Audi til sín fyrrum liðsstjóra Ferrari, Stefano Domenicali. Orðrómur spratt um um leið, Audi er að fara í Formúlu 1. Wolfgang Ullrich, framkvæmdastjóri Audi hefur sagt að liðið sé ekki á leiðinni í Formúlu 1 árið 2016. Ullrich sagði „það er ekkert ákveðið,“ aðspurður um Audi lið árið 2016. Hins vegar hefur Ullrich algjörlega neitað einhverskonar tengslum við Fernando Alonso. „Herra Alonso var í okkar bílskúr á Le Mans kappakstrinum í ár og það er allt og sumt - engin frekari tengsl,“ sagði Ullrich. Hvert ætlar Alonso þá? Það vita sennilegar fáar manneskjur í heiminum. Líklegast er hann þó á leið til McLaren.Hefði Rosberg verið þrepi hærra á verðlaunapallinum á betur stilltum bíl?Vísir/GettyTitill vegna tvöfaldra stiga ekki ómerkilegri Rosberg segir að það breyti engu um tilfinningar hans gagnvart heimsmeistaratitlinum eða því að sigra Hamilton þótt það yrði aðeins vegna tvöfaldra stiga í Abú Dabí. Hamilton er 24 stigum á undan og gæti leitt með meira en 25 stigum þegar kemur að Abú Dabí. Ef ekki væri fyrir tvöföldu stigin þar gæti Hamilton tryggt sér titilinn í Brasilíu næstu helgi. „Þetta er eins og þetta er, mér er alveg saman. Svo lengi sem ég er með einu stigi meira við lok keppninnar í Abú Dabí þá er mér sama hvernig eða hvers vegna. Það er eins fyrir alla… þetta er æskudraumur, er það ekki, að verða heimsmeistari í Formúlu 1? Það yrði mjög sérstök stund,“ sagði Rosberg. Formúla Tengdar fréttir FIA breytir tímatökunni í Texas Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia. 31. október 2014 10:30 Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15 Hamilton fyrstur í mark í Austin Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. 2. nóvember 2014 21:43 Hamilton fljótastur á æfingum í Texas Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni. 1. nóvember 2014 11:30 Nico Rosberg á ráspól í Bandaríkjunum Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól eftir gríðar skemmtilega tímatöku í Austin, Texas. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 1. nóvember 2014 19:05 Vettel sleppir væntanlega tímatökunni í Texas Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn. 30. október 2014 16:30 Stóru liðin ætla að skaffa litlu liðunum bíla Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. 26. október 2014 23:45 Dennis: Titlar ómögulegir án eigin vélar Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren telur ómögulegt fyrir formúlu 1 lið að vinna heimsmeistaratitla ef það hannar ekki vélina sjálft. 23. október 2014 08:00 Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30 Marcus Ericsson til Sauber Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson hefur samið við Sauber liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Caterham liðið sem nýlega lýsti yfir gjaldþroti. 2. nóvember 2014 08:00 Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Keppnin í Austin Texas var afar spennandi, Lewis Hamilton vann og er kominn með 24 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg þegar aðeins tvær keppnir eru eftir. Helstu atriðin keppnishelgarinnar verða skoðuð í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Lotus hótaði ásamt Sauber og Force India að sleppa því að keppa í Texas.Vísir/GettyYfirvofandi erfiðleikar minni liðanna Nú þegar hafa Caterham og Marussia hætt að mæta og óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Force Inda, Sauber og Lotus hótuðu að taka ekki þátt í Texas ef ekkert yrði gert til að hjálpa inni liðunum. Bernie Ecclestone sagði um helgina „sennilega er þetta vesen mér að kenna.“ Fyrsta hugmyndin til að leysa vandann hefur litið dagsins ljós. „Ég veit að CVC (fyrirtækið sem á Formúlu 1) og Bernie hafa verið að skoða þetta. Hugmyndin er að setja ákveðna grunn greiðslu til mini liðanna. Það mun leiða til þess að hægt er að láta liðið ganga með eðililegt fjármagn,“ sagði Gérard Lopez, framkvæmdastjóri Lotus. Umrædd grunn greiðsla vegna þátttöku, ef af henni verður, hefur verið talin þurfa vera um 100 milljónir punda (19,6 milljarðar króna). Þess má geta að stærstu liðin verja um 350 milljónum punda í Formúlu 1 á hverju ári (68,5 milljarðar króna).Rosberg var lengi vel á undan Hamilton en það breyttist vegna stillinga á orkuöflunarkerfi í bíl Rosberg.Vísir/GettyStillingaratriði kostuðu Rosberg fyrsta sætið Rosberg segir að röng stilling á ERS (orkuöflunarkerfinu) hafi leitt til þess að hann hafði ekki afl frá kerfinu til að verjast fram úr akstri Hamilton á hring 24. Kerfið var stillt þannig að það skilaði auknu afli nokkuð eftir að þess var óskað. Sú stilling var alveg óvart á samkvæmt Rosberg. Einhvern veginn finnst blaðamanni að slíkt eigi eiginlega ekki að geta klikkað á svona ögur stundu en það er annað mál. Rosberg viðurkenndi líka að hann hefði sennilega getað varist betur í beygjunni sem Hamilton hafði betur. Kannski var það bara vandinn.Raikkonen átti ekki góðan dag á sunnudag.Vísir/GettyRaunir RaikkonenKimi Raikkonen ekur fyrir Ferrari, frá sögulegu sjónarhorni besta liðið í Formúlu 1. Hann endaði í 13. sæti af þeim 15 sem luku keppni. Það er alls ekki staða sem Ferrari vill vera í. Raikkonen sagði eftir keppnina að það breytti engu hvað hann reyndi að gera, dekkin spændust upp og hann þurfti að taka þrjú þjónustuhlé. Þetta hefur ekki verið drauma ár fyrir Raikkonen. Ætli Ferrari þori ekki að bola honum út aftur? Það veðrur áhugavert að sjá hvað liðið hefur mikla þolinmæði gagnvart svona frammistöðu.Alonso verður væntanlega ekki í þessum galla á næsta ári.Vísir/GettyAudi neitar Alonso orðrómi Nýlega réð Audi til sín fyrrum liðsstjóra Ferrari, Stefano Domenicali. Orðrómur spratt um um leið, Audi er að fara í Formúlu 1. Wolfgang Ullrich, framkvæmdastjóri Audi hefur sagt að liðið sé ekki á leiðinni í Formúlu 1 árið 2016. Ullrich sagði „það er ekkert ákveðið,“ aðspurður um Audi lið árið 2016. Hins vegar hefur Ullrich algjörlega neitað einhverskonar tengslum við Fernando Alonso. „Herra Alonso var í okkar bílskúr á Le Mans kappakstrinum í ár og það er allt og sumt - engin frekari tengsl,“ sagði Ullrich. Hvert ætlar Alonso þá? Það vita sennilegar fáar manneskjur í heiminum. Líklegast er hann þó á leið til McLaren.Hefði Rosberg verið þrepi hærra á verðlaunapallinum á betur stilltum bíl?Vísir/GettyTitill vegna tvöfaldra stiga ekki ómerkilegri Rosberg segir að það breyti engu um tilfinningar hans gagnvart heimsmeistaratitlinum eða því að sigra Hamilton þótt það yrði aðeins vegna tvöfaldra stiga í Abú Dabí. Hamilton er 24 stigum á undan og gæti leitt með meira en 25 stigum þegar kemur að Abú Dabí. Ef ekki væri fyrir tvöföldu stigin þar gæti Hamilton tryggt sér titilinn í Brasilíu næstu helgi. „Þetta er eins og þetta er, mér er alveg saman. Svo lengi sem ég er með einu stigi meira við lok keppninnar í Abú Dabí þá er mér sama hvernig eða hvers vegna. Það er eins fyrir alla… þetta er æskudraumur, er það ekki, að verða heimsmeistari í Formúlu 1? Það yrði mjög sérstök stund,“ sagði Rosberg.
Formúla Tengdar fréttir FIA breytir tímatökunni í Texas Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia. 31. október 2014 10:30 Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15 Hamilton fyrstur í mark í Austin Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. 2. nóvember 2014 21:43 Hamilton fljótastur á æfingum í Texas Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni. 1. nóvember 2014 11:30 Nico Rosberg á ráspól í Bandaríkjunum Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól eftir gríðar skemmtilega tímatöku í Austin, Texas. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 1. nóvember 2014 19:05 Vettel sleppir væntanlega tímatökunni í Texas Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn. 30. október 2014 16:30 Stóru liðin ætla að skaffa litlu liðunum bíla Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. 26. október 2014 23:45 Dennis: Titlar ómögulegir án eigin vélar Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren telur ómögulegt fyrir formúlu 1 lið að vinna heimsmeistaratitla ef það hannar ekki vélina sjálft. 23. október 2014 08:00 Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30 Marcus Ericsson til Sauber Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson hefur samið við Sauber liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Caterham liðið sem nýlega lýsti yfir gjaldþroti. 2. nóvember 2014 08:00 Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
FIA breytir tímatökunni í Texas Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia. 31. október 2014 10:30
Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15
Hamilton fyrstur í mark í Austin Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. 2. nóvember 2014 21:43
Hamilton fljótastur á æfingum í Texas Lewis Hamilton náði hraðasta tímanum á báðum föstudagsæfingunum. Bretinn var þremur tíundu á undan Nico Rosberg á fyrri æfingunni en aðeins þrem þúsundustu á þeirri seinni. 1. nóvember 2014 11:30
Nico Rosberg á ráspól í Bandaríkjunum Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól eftir gríðar skemmtilega tímatöku í Austin, Texas. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 1. nóvember 2014 19:05
Vettel sleppir væntanlega tímatökunni í Texas Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn. 30. október 2014 16:30
Stóru liðin ætla að skaffa litlu liðunum bíla Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. 26. október 2014 23:45
Dennis: Titlar ómögulegir án eigin vélar Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren telur ómögulegt fyrir formúlu 1 lið að vinna heimsmeistaratitla ef það hannar ekki vélina sjálft. 23. október 2014 08:00
Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30
Marcus Ericsson til Sauber Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson hefur samið við Sauber liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Caterham liðið sem nýlega lýsti yfir gjaldþroti. 2. nóvember 2014 08:00
Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45