Toyota búið að selja 7 milljón Hybrid bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 09:05 Toyota Prius er söluhæsti Hybrid bíll fyrirtækisins. Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt 6 milljónasta Hybrid bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Íslandi. Nú hefur Toyota tilkynnt að 7 milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema 9 mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldir í Bandaríkjunum og 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Reyndar á Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljón Hybrid bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu Hybrid bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en Toyota hóf sölu Hybrid bíla utan heimalandsins ekki fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus Hybrid bíla, en margir þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir Hybrid bíla í sölu. Nýjasta gerð Hybrid bíla framleiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hérlendis. Toyota seldi 4 milljónasta Hybrid bíl sinn í apríl árið 2012 og náði 5 milljón bíla sölu 11 mánuðum síðar. Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent
Í janúar á þessu ári tilkynnti Toyota að fyrirtækið hefði framleitt 6 milljónasta Hybrid bílinn, en slíkir bílar kallast tvinnbílar hér á Íslandi. Nú hefur Toyota tilkynnt að 7 milljónasti bíllinn hafi runnið af færibandinu. Það tók því ekki nema 9 mánuði að bæta síðustu milljón Hybrid bílunum við. Þessar tölur eiga bæði við Toyota- og Lexus bíla. Hafa 2,6 milljónir þeirra verið seldir í Bandaríkjunum og 1,74 milljónir þeirra af gerðinni Toyota Prius. Reyndar á Toyota Prius heiðurinn af 4,7 milljónum þessara 7 milljón Hybrid bíla á heimsvísu. Toyota hóf framleiðslu Hybrid bíla árið 1997 með tilkomu Toyota Coaster EV Hybrid, en Toyota hóf sölu Hybrid bíla utan heimalandsins ekki fyrr en árið 2000. Toyota selur einar 27 gerðir Toyota og Lexus Hybrid bíla, en margir þeirra eru aðeins seldir í Japan. Í Bandaríkjunum eru 12 gerðir Hybrid bíla í sölu. Nýjasta gerð Hybrid bíla framleiðandans er Lexus NX300h sem nýverið var kynntur hérlendis. Toyota seldi 4 milljónasta Hybrid bíl sinn í apríl árið 2012 og náði 5 milljón bíla sölu 11 mánuðum síðar.
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent