Marussia rak alla starfsmennina Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2014 15:17 Marussia keppnisbíll. Litlu liðin í Formúlu 1 hafa ekki átt góða daga að undanförnu og virðast eiga erfitt um vik að fjármagna sig. Síðasta slæma fréttin frá þeirra herbúðum er að Marussia liðið er gjaldþrota og hefur þar af leiðandi sagt upp öllum 200 starfsmönnum sínum. Á síðustu vikum hefur liðið leitað fjármagns til áframhaldandi keppni í Formúlu 1, en ekki haft erindi sem erfiði. Marussia hefur ekki geta greitt starfsfólki sínu undafarið og liðið hefur heldur ekki staðið í skilum með aðrar skuldir. Marussia liðið skráði sig nýverið í keppni fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 í þeirri von að fjármagn fyndist en sú hefur ekki orðið raunin. Því er nú orðið ljóst að áhorfendur munu ekki horfa á Marussia liðið í keppnisröðinni á næsta ári. Grátlegt er þetta í því ljósi að Marussia liðið skoraði sitt fyrsta stig í Formúlunni á yfirstandandi keppnistímabili, svo það er fyrir vikið enn sárara að þurfa að pakka saman nú. Það ríkir einnig óvissa með Caterham liðið, sem einnig er eitt af litlu liðunum í Formúlunni, en vonandi fer ekki eins fyrir því liði. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent
Litlu liðin í Formúlu 1 hafa ekki átt góða daga að undanförnu og virðast eiga erfitt um vik að fjármagna sig. Síðasta slæma fréttin frá þeirra herbúðum er að Marussia liðið er gjaldþrota og hefur þar af leiðandi sagt upp öllum 200 starfsmönnum sínum. Á síðustu vikum hefur liðið leitað fjármagns til áframhaldandi keppni í Formúlu 1, en ekki haft erindi sem erfiði. Marussia hefur ekki geta greitt starfsfólki sínu undafarið og liðið hefur heldur ekki staðið í skilum með aðrar skuldir. Marussia liðið skráði sig nýverið í keppni fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 í þeirri von að fjármagn fyndist en sú hefur ekki orðið raunin. Því er nú orðið ljóst að áhorfendur munu ekki horfa á Marussia liðið í keppnisröðinni á næsta ári. Grátlegt er þetta í því ljósi að Marussia liðið skoraði sitt fyrsta stig í Formúlunni á yfirstandandi keppnistímabili, svo það er fyrir vikið enn sárara að þurfa að pakka saman nú. Það ríkir einnig óvissa með Caterham liðið, sem einnig er eitt af litlu liðunum í Formúlunni, en vonandi fer ekki eins fyrir því liði.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent