Nico Rosberg fyrstur í Brasilíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. nóvember 2014 17:38 Rosberg jók á spennuna í heimsmeistarakeppni ökumanna. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes varð fyrstur í Brasilíu, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn, Felipe Massa á Williams varð þriðji. Nú munar 17 stigum á Rosberg og Hamilton sem þýðir að keppnin í Abú Dabí, sem gefur tvöföld stig verður gríðarlega spennandi. Ef Rosbeg vinnur í Abú Dabí þá verður Hamilton að ná öðru sæti, til að verða heimsmeistari. Ræsingin var alveg laus við óhöpp. Allir 18 bílarnir komust í gegnum fyrstu hringina áfalla laust. Litlar sviftingar urðu, Sebastian Vettel tapaði þó tveimur sætum. Massa fékk fimm sekúndna stopp í refsingu fyrir að aka of hratt inn á þjónustusvæðinu. Leiðinlegt fyrir heimamanninn, aðdáendur hans voru alls ekki kátir. Baul þeirra minnti óneitanlega á mótmæli áhorfenda á fotboltaleikjum. Ökumenn kvörtuðu sáran undan dekkjasliti, blöðrur mynduðust á framdekkjunum og afturdekkin tættust upp. Pirelli breytti dekkjavalinu til að hafa mýkri dekk vegna nýs malbiks á brautinni. Allt vegna ummæla Massa eins og Vísir hefur áður greint frá. Pirelli getur heldur betur fríað sig ábyrgð. Annað þjónustuhlé Valtteri Bottas var afar langt vegna þess að það þurfti að óla Bottas betur niður í bílinn eftir að beltin virtust hafa losnað örlítið. Hamilton gerði örlítil mistök og var heppinn að lenda ekki á varnarvegg. Hamilton var að reyna að nýta plássið á brautinni eftir að Rosberg hafði tekið þjónustuhlé. Mistökn kostuðu hann mögulega forystu í keppninni því hann hafði náð gríðar góðum tímum rétt áður en hann gerði þessi mistök.Alonso fékk engan forgang hjá Ferrari í dag.Vísir/GettyDaniel Ricciardo datt út á hring 40. „Vinstri frambremsan er farin, það er mikill hristingur,“ sagði Ricciardo. Barátta Mercedes manna var gríðarlega spennandi síðustu hringi keppninnar. Bilið var um hálf til ein sekúnda og Hamilton sýndi að hann langaði að vinna keppnina.Kimi Raikkonen hélt aftur af Fernando Alonso í nokkra hringi. Það er afar óvenjulegt af Ferrari að beita ekki liðsskipun í þessum aðstæðum, Alonso var svo greinilega fljótari á brautinni. Þetta er sterk vísbending um að Alonso sé hiklaust að fara frá Ferrari. „Mér hefur liðið vel í bílnum alla helgina, andrúmsloftið í Brasilíu hefur verið frábært. Gaman að sjá stuðninginn sem Felipe fær hérna oog takk fyrir minn stuðning líka,“ sagði Rosberg alsæll eftir keppnina. Bíllinn var frábær, góð keppni fyrir Nico. Ég gerði smá mistök. Gaman að sjá Felipe hérna uppi stuðningurinn er frábær,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Ég gerði nokkur mistök en tókst samt að ná verðlaunapalli sem er frábært. Ég fékk 5 sekúndna refsinguna og stoppaðisvo óvart fyrir framan McLaren en takk fyrir stuðninginn,“ sagði Massa undir góðar undirtektir áhorfenda.Þrír efstu menn dagsins. Massa var afar vel fagnað enda vinsæll heimamaður.Vísir/GettyÚrslit brasilíksa kappakstursins 2014: 1.Nico Rosberg - Mercedes - 25 stig 2.Lewis Hamilton - Mercedes - 18 stig 3.Felipe Massa - Williams - 15 stig 4.Jenson Button - McLaren - 12 stig 5.Sebastian Vettel - Red Bull - 10 stig 6.Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig 7.Kimi Raikkonen - Ferrari - 6 stig 8.Nico Hulkenberg - Force India - 4 stig 9.Kevin Magnussen - McLaren - 2 stig 10.Valtteri Bottas - Williams - 1 stig 11.Daniil Kvyat - Toro Rosso 12.Pastor Maldonado - Lotus 13.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 14.Esteban Gutierrez - Sauber 15.Sergio Perez - Force India 16.Adrian Sutil - Sauber Romain Grosjean á Lotus og Daniel Ricciardo á Red Bull kláruðu ekki. Formúla Tengdar fréttir Hamilton fyrstur í mark í Austin Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. 2. nóvember 2014 21:43 Bílskúrinn: Áhrif kappakstursins í Austin um helgina Keppnin í Austin Texas var afar spennandi, Lewis Hamilton vann og er kominn með 24 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg þegar aðeins tvær keppnir eru eftir. 5. nóvember 2014 15:00 Pirelli breytti dekkjavali vegna ummæla Massa Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins í formúlu 1 sagði dekkjaval Pirelli fyrir brasilíska kappaksturinn "hættulegt, mjög hættulegt,“ og "óásættanlegt.“ 18. október 2014 10:00 Rosberg á ráspól í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól fyrir brasilíksa kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn Felipe Massa á Williams varð þriðji. 8. nóvember 2014 17:04 Rosberg fljótastur á föstudegi Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Brasilíukappaksturinn. Nokkrir ökumenn glímdu vandamál tengd nýju slitlagi á Interlagos brautinni. 7. nóvember 2014 19:22 Caterham ætlar til Abú Dabí Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins. 6. nóvember 2014 16:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes varð fyrstur í Brasilíu, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn, Felipe Massa á Williams varð þriðji. Nú munar 17 stigum á Rosberg og Hamilton sem þýðir að keppnin í Abú Dabí, sem gefur tvöföld stig verður gríðarlega spennandi. Ef Rosbeg vinnur í Abú Dabí þá verður Hamilton að ná öðru sæti, til að verða heimsmeistari. Ræsingin var alveg laus við óhöpp. Allir 18 bílarnir komust í gegnum fyrstu hringina áfalla laust. Litlar sviftingar urðu, Sebastian Vettel tapaði þó tveimur sætum. Massa fékk fimm sekúndna stopp í refsingu fyrir að aka of hratt inn á þjónustusvæðinu. Leiðinlegt fyrir heimamanninn, aðdáendur hans voru alls ekki kátir. Baul þeirra minnti óneitanlega á mótmæli áhorfenda á fotboltaleikjum. Ökumenn kvörtuðu sáran undan dekkjasliti, blöðrur mynduðust á framdekkjunum og afturdekkin tættust upp. Pirelli breytti dekkjavalinu til að hafa mýkri dekk vegna nýs malbiks á brautinni. Allt vegna ummæla Massa eins og Vísir hefur áður greint frá. Pirelli getur heldur betur fríað sig ábyrgð. Annað þjónustuhlé Valtteri Bottas var afar langt vegna þess að það þurfti að óla Bottas betur niður í bílinn eftir að beltin virtust hafa losnað örlítið. Hamilton gerði örlítil mistök og var heppinn að lenda ekki á varnarvegg. Hamilton var að reyna að nýta plássið á brautinni eftir að Rosberg hafði tekið þjónustuhlé. Mistökn kostuðu hann mögulega forystu í keppninni því hann hafði náð gríðar góðum tímum rétt áður en hann gerði þessi mistök.Alonso fékk engan forgang hjá Ferrari í dag.Vísir/GettyDaniel Ricciardo datt út á hring 40. „Vinstri frambremsan er farin, það er mikill hristingur,“ sagði Ricciardo. Barátta Mercedes manna var gríðarlega spennandi síðustu hringi keppninnar. Bilið var um hálf til ein sekúnda og Hamilton sýndi að hann langaði að vinna keppnina.Kimi Raikkonen hélt aftur af Fernando Alonso í nokkra hringi. Það er afar óvenjulegt af Ferrari að beita ekki liðsskipun í þessum aðstæðum, Alonso var svo greinilega fljótari á brautinni. Þetta er sterk vísbending um að Alonso sé hiklaust að fara frá Ferrari. „Mér hefur liðið vel í bílnum alla helgina, andrúmsloftið í Brasilíu hefur verið frábært. Gaman að sjá stuðninginn sem Felipe fær hérna oog takk fyrir minn stuðning líka,“ sagði Rosberg alsæll eftir keppnina. Bíllinn var frábær, góð keppni fyrir Nico. Ég gerði smá mistök. Gaman að sjá Felipe hérna uppi stuðningurinn er frábær,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Ég gerði nokkur mistök en tókst samt að ná verðlaunapalli sem er frábært. Ég fékk 5 sekúndna refsinguna og stoppaðisvo óvart fyrir framan McLaren en takk fyrir stuðninginn,“ sagði Massa undir góðar undirtektir áhorfenda.Þrír efstu menn dagsins. Massa var afar vel fagnað enda vinsæll heimamaður.Vísir/GettyÚrslit brasilíksa kappakstursins 2014: 1.Nico Rosberg - Mercedes - 25 stig 2.Lewis Hamilton - Mercedes - 18 stig 3.Felipe Massa - Williams - 15 stig 4.Jenson Button - McLaren - 12 stig 5.Sebastian Vettel - Red Bull - 10 stig 6.Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig 7.Kimi Raikkonen - Ferrari - 6 stig 8.Nico Hulkenberg - Force India - 4 stig 9.Kevin Magnussen - McLaren - 2 stig 10.Valtteri Bottas - Williams - 1 stig 11.Daniil Kvyat - Toro Rosso 12.Pastor Maldonado - Lotus 13.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 14.Esteban Gutierrez - Sauber 15.Sergio Perez - Force India 16.Adrian Sutil - Sauber Romain Grosjean á Lotus og Daniel Ricciardo á Red Bull kláruðu ekki.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton fyrstur í mark í Austin Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. 2. nóvember 2014 21:43 Bílskúrinn: Áhrif kappakstursins í Austin um helgina Keppnin í Austin Texas var afar spennandi, Lewis Hamilton vann og er kominn með 24 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg þegar aðeins tvær keppnir eru eftir. 5. nóvember 2014 15:00 Pirelli breytti dekkjavali vegna ummæla Massa Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins í formúlu 1 sagði dekkjaval Pirelli fyrir brasilíska kappaksturinn "hættulegt, mjög hættulegt,“ og "óásættanlegt.“ 18. október 2014 10:00 Rosberg á ráspól í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól fyrir brasilíksa kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn Felipe Massa á Williams varð þriðji. 8. nóvember 2014 17:04 Rosberg fljótastur á föstudegi Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Brasilíukappaksturinn. Nokkrir ökumenn glímdu vandamál tengd nýju slitlagi á Interlagos brautinni. 7. nóvember 2014 19:22 Caterham ætlar til Abú Dabí Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins. 6. nóvember 2014 16:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton fyrstur í mark í Austin Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. 2. nóvember 2014 21:43
Bílskúrinn: Áhrif kappakstursins í Austin um helgina Keppnin í Austin Texas var afar spennandi, Lewis Hamilton vann og er kominn með 24 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg þegar aðeins tvær keppnir eru eftir. 5. nóvember 2014 15:00
Pirelli breytti dekkjavali vegna ummæla Massa Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins í formúlu 1 sagði dekkjaval Pirelli fyrir brasilíska kappaksturinn "hættulegt, mjög hættulegt,“ og "óásættanlegt.“ 18. október 2014 10:00
Rosberg á ráspól í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól fyrir brasilíksa kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn Felipe Massa á Williams varð þriðji. 8. nóvember 2014 17:04
Rosberg fljótastur á föstudegi Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Brasilíukappaksturinn. Nokkrir ökumenn glímdu vandamál tengd nýju slitlagi á Interlagos brautinni. 7. nóvember 2014 19:22
Caterham ætlar til Abú Dabí Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins. 6. nóvember 2014 16:45