Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 67-90 | Auðvelt hjá KR í Sláturhúsinu Árni Jóhannsson í TM-höllinni skrifar 30. október 2014 18:30 Valur Orri Valsson, leikstjórnandi Keflavíkur. vísir/vilhelm KR vann sannfærandi sigur á Keflavík fyrr í kvöld. Þeir höfðu völdin á vellinum allan tímann og var forskot þeirra orðið tveggja stafa tala í fyrri hálfleik og þó að forskotið væri orðið mikið slökuðu þeir ekki á klónni heldur bættu þeir í í síðari hálfleik. Leiknum lauk 67-90 og KR er enn taplaust í Dominos-deildinni. Það leit út fyrir að liðin væru taugaóstyrk á upphafs andartökum leiksins í kvöld en fyrstu sóknir liðanna voru ekki burðugar og misstu bæði lið boltann ásamt því að klúðra skotum sem á venjulegum degi rötuðu í gegnum gjörðina. Þegar liðin voru búin að hrista af sér upphafshrollinn voru það KR-ingar sem tóku völdin. Mest náðu þeir 10 stiga forskoti í fyrsta leikluta en heimamenn minnkuðu muninn þegar rúmlega ein mínúta lifði af fjórðungnum en með tveimur snöggum körfum juku gestirnir muninn aftur í 10 stig þegar fyrsti leikhluti var liðinn. KR-ingar slökuðu ekki á klónni þó forystan hafi verið þægileg eftir fyrsta fjórðung og um miðjan annan leikhluta var forskot þeirra 13 stig en fyrri hálfleik lauk þannig að gestirnir höfðu 18 stiga forskot. Heimamenn í Keflavík réðu illa við KR-inga á báðum enda vallarins og var helsta vopn gestanna þegar þeir keyrðu að körfunni og lögðu boltann ofan í eða sendu boltann út aftur á fríann mann. Staðan í hálfleik var 30-48 gestunum í vil og voru stigahæstu menn William Graves fyrir Keflavík með 13 stig og sjö fráköst á meðan Michael Craion var með 11 stig fyrir KR ásamt því að rífa niður 7 fráköst. Til að gera langa sögu stutta þá sá Keflavík aldrei til sólar í síðari hálfleik og KR sýndi engin veikleikamerki. Keflvíkingar reyndu í upphafi hálfleiks að gíra sig inn í leikinn og náðu þeir að skora fyrstu fimm stig hálfleiksins og síðan ekki söguna meir í raun og veru. Gestirnir náðu að herða tökin aftur og unnu þriðja fjórðung 22-13 og fóru inn í seinasta leikhlutann með 23 stiga forskot 44-70. Fjórði leikhluti leið síðan án teljandi vandræða en yngri leikmenn beggja liða fengu að koma inn á og sýndu á köflum góð tilþrif og baráttu. Leikurinn endaði síðan með sigri KR 67-90 og þarf líklegast að leita langt aftur til að finna leik þar sem Keflvíkingar skoruðu jafn lítið á heimavelli. KR spilaði nánast óaðfinnanlega á báðum endum vallarins og hleyptu Keflvíkingum aldrei nálægt sér þegar þeir höfðu náð forskotinu. Þeir virðast óárennilegir fyrir öll liðin í deildinni og er það óneitanlega plús að Pavel Ermolinskij sé orðinn heill og að Michael Craion er illviðráðanlegur í teig andstæðinganna, kappinn skoraði 27 stig og reif niður 16 fráköst á rúmlega 28 mínútum.Pavel Ermolinkij: Gerðum eiginlega allt rétt Það fyrsta sem blaðamaður spurði Pavel Ermolinskij í leikslok var hvort þessi leikur hafi verið auðveldari heldur en hann átti von á. „Ég veit ekki á hverju ég átti von á, það er dálítið erfitt að lesa í Keflavíkur liðið. Það er mikið af hæfileikum í liðinu en þeir eru að fá menn til baka þannig að þeir þurfa kannski aðeins meiri tíma til að slípa sig saman. Annars á ég alltaf von á því að við vinnum sannfærandi.“ „Við gerðum mjög margt rétt í þessum leik, við spiluðum góða vörn og héldum þeim fyrir framan okkur. Við hlupum en við erum með hraðara lið en þeir, þeir eru hægir aftur og við fengum fullt af auðveldum körfum. Við gerðum eiginlega allt rétt, við hefðum getað hitt aðeins betur fyrir utan en Craion var að fá boltann mikið undir körfunni og var að klára vel.“ Pavel var næst spurður hvort að Michael Craion væri ekki gífurlega góð viðbót við annars mjög gott lið KR. „Það er alveg rétt, það er enginn í deildinni sem ræður við hann, allavega ekki einhver einn leikmaður. Það var frábært að fá hann inn, sérstaklega þar sem við missum Martin [Hermannsson] út sem var okkar maður þegar okkur vantaði stig og þá létum við hann hafa boltann og hann skilaði fyrir okkur stigi. Craion er okkar maður núna en hann á mjög auðvelt með að skora, þú lætur hann bara fá boltann og ferð frá og er það þvílíkur kostur.“ Hann var spurður út í taplausa byrjun KR-inga í deildinni og var hann inntur eftir því hvort þeir hefðu yfir einhverju að kvarta. „Þetta er mjög gott, við verðum að halda áfram bara. Það er alltaf gott að vinna en við þurfum að halda áfram að bæta okkur, við getum gert betur en við lentum oft í því í fyrra að spila bara eins vel og við þurftum hvort sem við vorum að spila á móti botnliði eða toppliði, þá lentum við oft í hörkuleikjum þar sem við ætluðum bara að spila á þeirra hraða og getustigi. Takmark okkar er að bæta okkur og ekki endilega að hugsa um sigra og töp heldur að verða betri þegar líður á mótið.“ „Staðan á mér er fín, ég er ryðgaður enda náði ég bara nokkrum æfingum fyrir leik. Líkamlega er ég fínn en það vantar smá bolta í mig en það kemur“, sagði Pavel að lokum en þetta var fyrsti leikur hans í deildinni.Þröstur Jóhannsson: Þurftum kannski að tapa illa til að koma okkur niður á jörðina Hann var súr í bragði Þröstur Jóhannsson þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leik. Hann var spurður að því hvort Keflavík hefði getað gert eitthvað betur í leiknum í kvöld. „Það fer eftir því hvernig þú lítur á þetta, það er náttúrulega hellingur sem við getum en það leit ekki út fyrir það að við hefðum getuna í kvöld. Í fyrsta lagi vorum við að missa menn framhjá okkur í kvöld og það skapaði helling af vandræðum. Menn opnuðust trekk í trekk hjá þeim og gátu þeir gefið fjórar til fimm sendingar óáreittir og litu þannig út eins og San Antonio Spurs á tímabili í leiknum. Þetta var kannski eitthvað sem við þurftum, það er að tapa svona illa, til að koma okkur niður á jörðina og meta stöðuna. Það er kannski ágætt að það gerðist á heimavelli.“ Þröstur var því næst spurður hvort að dómararnir hafi farið of mikið í taugarnar á leikmönnum Keflavíkur. „Já og það er dálítið mikið um það hjá okkur og þurfum við að bæta það. Þetta var samt hörkuleikur og það var mikið haldið í leiknum, báðum megin á vellinum. Við tökum allar villur sem við fengum dæmdar á okkur en mér fannst við ekki fá jafnmikið dæmt okkur í hag. Það var samt ekki ástæðan fyrir því að leikurinn tapaðist.“ Um væntingarnar sem gerðar voru fyrir byrjun Íslandsmótsins sagði Þröstur: „Þetta er kannski ekki byrjunin sem við vonuðumst eftir. Við höfum okkar markmið og þau eru ekki farin í súginn en við gerum okkur grein fyrir því að KR er sterkt lið og réttilega spáð fyrsta sæti en við vonuðumst eftir að standa okkur betur en þetta. Næst er bikarinn og það er fínt að fá þannig próf til að rífa okkur upp. Þann leik verðum við að vinna annars erum við úr leik, við höfum greinilega enn hugarfarið að þetta reddist næst eða að við byrjum í seinni hálfleik en það verður að breytast og við verðum að vera tilbúnir í bikarleikinn og svo er stórt verkefni þar á eftir á móti Njarðvík úti.“4. leikhluti | 67-90: Leiknum er lokið með öruggum sigri KR-inga. Keflvíkingar sáu ekki til sólar hér í dag frá Íslandsmeistara kandídötunum.4. leikhluti | 61-87: Leikmenn beggja liða sýna okkur góð tilþrif en meðalaldurinn er ekki hár inn á vellinum. 1:16 eftir.4. leikhluti | 56-85: Yngri leikmenn beggja liða eru komnir inn á og er það vel, þeir eru framtíðin og verða að fá mínútur í efstu deild. Annars er þetta búið hér í Keflavík þrátt fyrir að þrjár mínútur séu eftir.4. leikhluti | 52-76: Það eru fimm mínútur eftir af leiknum og Keflvíkingar hafa náð 50 stigum. Það ræður hinsvegar enginn við Craion sem er kominn með 25 stig og 15 fráköst, hann er líklegast besti erlendi leikmaður sem spilað hefur hér á landi undanfarin ár.4. leikhluti | 49-74: Liðin skiptast á að skora og eins og áður hefur komið fram þá hentar það gestunum betur. Það virðist ekki vera nein hætta á því að Keflavík nái endurkomu í kvöld. 6:35 eftir.4. leikhluti | 47-70: Seinasti leikhlutinn er hafinn og Graves náði að skora og fá villu að auki, vítaskotið rataði rétta leið. 9:20 eftir.3. leikhluti | 44-70: Þriðja leikhluta er lokið og það er erfitt að sjá að Keflavík nái einhverju út úr þessum leik. KR hefur einfaldlega farið á kostum í þessum leik og eiga forskot sitt fyllilega skilið.3. leikhluti | 44-70: Graves skorar loksins stig fyrir heimamenn og fær villu að auki en vítaskotið vill ekk ofan í. 55 sek. eftir.3. leikhluti | 42-68: KR bætir bara við stigum á meðan það gengur erfiðlega fyrir heimamenn að finna körfuna. 1 mín. eftir af þriðja leikhluta3. leikhluti | 42-64: KR hefur rofið 20 stiga múrinn í forskoti, spilamennska þeirra er gífurlega góð í kvöld. Þetta er of auðvelt fyrir þá, Keflvíkingar virðast ekki eiga neitt svar við KR-ingum. Leikhlé tekið þegar 2:45 eru eftir af þriðja fjórðung.3. leikhluti | 40-57: Það er kannski augljóst en ef að liðin skiptast á körfum eins og er að gerast þessa stundina þá hentar það gestunum betur. Þeir ná að halda forskoti sínu í þægilegri tveggja stafa tölu. 4:36 eftir.3. leikhluti | 36-53: Heimamenn náðu að skora fyrstu fimm stigin í hálfleiknum, þeir ætla væntanlega að selja sig dýrt til að bjarga andliti en KR svaraði með fimm stigum einnig og halda þeir því forskoti sínu í 17 stigum. 6:50 eftir3. leikhluti | 34-48: Einhverra hluta vegna var bætt við stigi á heimamenn en seinni hálfleikur er hafinn og William Graves opnar hann með því að negla niður þriggja stiga skoti. 9:35 eftir.2. leikhluti | 30-48: Gestirnir áttu seinasta orðið í hálfleiknum en Helgi Magnússon setti niður langskot innan þriggja stiga línunnar. Það er kominn hálfleikur og það eru gestirnir sem hafa tögl á haldi en Keflavík ræður illa við varnar- og sóknarleik Kr-inga.2. leikhluti | 30-46: Fínn leikkafli hjá heimamönnum þeir ná að minnka muninn í 13 stig áður en Darri Hilmarsson neglir niður þrist og kæfir sprettinn áður en hann verður að einhverju.2. leikhluti | 23-41: Heimamenn láta dómarana fara í taugarnar á sér, bæði áhorfendur og leikmenn. KR var að fá dæmda á sig fyrstu villuna þegar sex og hálf mínúta var liðin af fjórðungnum. Það hafa óneitanlega verið gerð mistök en ekkert meira en venjulega. KR er komið með 18 stiga forskot þegar 2:21 er eftir.2. leikhluti | 22-35: Bæði lið hafa reynt 10 vítaskot á þessum tímapunkti, heimamenn hafa nýtt eitt og KR þrjú. Það telur í leik sem þessum. 4:47 eftir.2. leikhluti | 19-32: Gestirnir eru búnir að vera betri aðilinn í þessum leik, Keflvíkingar ráða ekki við þá í vörninni og síðan hefur sóknarleikur heimamanna verið stopull vegna góðs varnarleiks gestanna. 6 mín eftir.2. leikhluti | 17-28: Gestirnir hafa náð að bæta við þremur stigum. Vítalínan hefur ekki verið að gefa vel í þessum leik, bæði lið með 50% nýtingu af línunni. 7 mín. eftir.2. leikhluti | 17-25: Tvær sóknir í röð þá rötuðu sendingar heimamanna ekki í réttar hendur gestirnir náðu í hvorugt skiptið að nýta sér tapaða bolta heimamanna. 8:19 eftir.2. leikhluti | 17-25: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn eru fyrri á blað, Graves með gott skot spjaldið og ofan í. 9:38 eftir.1. leikhluti | 15-25: Pavel Ermolinskij komst tvisvar sinnum á vítalínuna en náði einungis að nýta 2 af fjórum vítum sínum þegar mínúta var eftir af lekihlutanum. Keflvíkingar misnotuðu sóknina á eftir og Darri hilmarsson setti niður þriggja stiga skot í næstu sókn gestanna. Það kom í hlut heimamanna að klára leikhlutann en þeir náðu ekki skoti áður en leiktíminn rann út. Gestirnir leiða með 10 stigum eftir 10 mínútur.1. leikhluti | 15-20: Brotið á Damon Johnson í þriggja stiga skoti og setti hann öll vítin niður og minnkaði muninn í fimm stig. 1:30 eftir.1. leikhluti | 12-20: KR náði mest 10 stigum í forskot ne heimamenn náðu að minnka það niður í átta stig og komust svo strax aftur í sókn þar sem þeir geiguðu á skoti. 2 mín. eftir.1. leikhluti | 10-17: Gestirnir úr Vesturbænum hafa völdin á vellinum í byrjun. Þeir eru að ná sér í auðveldar körfur og virðast heimamenn ekki ráða við það þegar þeir keyra á körfuna. Heimamenn eiga hinsvegar í mesta basli við að skora og taka leikhlé þegar 3:09 eru eftir af fyrsta fjórðung.1. leikhluti | 4-9: Heimamenn klúðruðu tveimur vítaskotum og gæti það verið dýrt þegar öll kurl eru komin til grafar en liðin skiptust síðan á körfum. KR-ingar settu niður þrist og hafa náð fimm stigum í forskot. 6:25 eftir.1. leikhluti | 2-4: Heimamenn komust yfir en KR var fljótt að svara og komast yfir. Bæði lið hafa misst boltann og klúðrað skotum á upphafs andartökunum. 8:12 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru KR-ingar sem taka fyrstu sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Michael Craion mætir í Keflavík í fyrsta sinn í svarthvítri treyju en KR-ingar tryggðu sér þjónustu Craion fyrir tímabilið en hann spilaði með Keflavík í tvö ár á undan.Fyrir leik: KR er taplaust eftir 3 leiki en Keflavík hefur unnið tvo leiki og tapað einum. KR skorar að meðaltali 93 stig í leik og fær á sig 84 á meðan Keflavík hefur skorað 76 stig að meðaltali í leik og fengið á sig 73 stig að meðaltali. Við gætum þess vegna kallað þetta vörn á móti sókn í kvöld en ég held að ég geti lofað hörkuleik.Fyrir leik: Liðin sem mætast í kvöld háðu harða baráttu um toppsætið í deildinni á síðasta tímabili en KR-ingar hirtu efsta sætið að lokum eftir að Keflavík hafði hangið í þeim bróðurpartinn af tímabilinu. KR-ingar enduðu síðan sem Íslandsmeistarar eins og frægt er orðið.Fyrir leik: Það eru fréttir af leikstjórnendum liðanna en Pavel Ermolinskij er kominn í búning hjá KR og hitar upp af krafti. Hinsvegar situr Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Keflavíkur, í borgaralegum klæðum á bekk heimamanna og fylgist með sínum mönnum hita upp.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir á Boltavakt Vísis en við erum staddir í TM-höllinni, einnig þekkt sem Sláturhúsið, í Keflavík og það eru KR sem eru í heimsókn í sannkölluðum stórleik í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Dominos-deild karla Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
KR vann sannfærandi sigur á Keflavík fyrr í kvöld. Þeir höfðu völdin á vellinum allan tímann og var forskot þeirra orðið tveggja stafa tala í fyrri hálfleik og þó að forskotið væri orðið mikið slökuðu þeir ekki á klónni heldur bættu þeir í í síðari hálfleik. Leiknum lauk 67-90 og KR er enn taplaust í Dominos-deildinni. Það leit út fyrir að liðin væru taugaóstyrk á upphafs andartökum leiksins í kvöld en fyrstu sóknir liðanna voru ekki burðugar og misstu bæði lið boltann ásamt því að klúðra skotum sem á venjulegum degi rötuðu í gegnum gjörðina. Þegar liðin voru búin að hrista af sér upphafshrollinn voru það KR-ingar sem tóku völdin. Mest náðu þeir 10 stiga forskoti í fyrsta leikluta en heimamenn minnkuðu muninn þegar rúmlega ein mínúta lifði af fjórðungnum en með tveimur snöggum körfum juku gestirnir muninn aftur í 10 stig þegar fyrsti leikhluti var liðinn. KR-ingar slökuðu ekki á klónni þó forystan hafi verið þægileg eftir fyrsta fjórðung og um miðjan annan leikhluta var forskot þeirra 13 stig en fyrri hálfleik lauk þannig að gestirnir höfðu 18 stiga forskot. Heimamenn í Keflavík réðu illa við KR-inga á báðum enda vallarins og var helsta vopn gestanna þegar þeir keyrðu að körfunni og lögðu boltann ofan í eða sendu boltann út aftur á fríann mann. Staðan í hálfleik var 30-48 gestunum í vil og voru stigahæstu menn William Graves fyrir Keflavík með 13 stig og sjö fráköst á meðan Michael Craion var með 11 stig fyrir KR ásamt því að rífa niður 7 fráköst. Til að gera langa sögu stutta þá sá Keflavík aldrei til sólar í síðari hálfleik og KR sýndi engin veikleikamerki. Keflvíkingar reyndu í upphafi hálfleiks að gíra sig inn í leikinn og náðu þeir að skora fyrstu fimm stig hálfleiksins og síðan ekki söguna meir í raun og veru. Gestirnir náðu að herða tökin aftur og unnu þriðja fjórðung 22-13 og fóru inn í seinasta leikhlutann með 23 stiga forskot 44-70. Fjórði leikhluti leið síðan án teljandi vandræða en yngri leikmenn beggja liða fengu að koma inn á og sýndu á köflum góð tilþrif og baráttu. Leikurinn endaði síðan með sigri KR 67-90 og þarf líklegast að leita langt aftur til að finna leik þar sem Keflvíkingar skoruðu jafn lítið á heimavelli. KR spilaði nánast óaðfinnanlega á báðum endum vallarins og hleyptu Keflvíkingum aldrei nálægt sér þegar þeir höfðu náð forskotinu. Þeir virðast óárennilegir fyrir öll liðin í deildinni og er það óneitanlega plús að Pavel Ermolinskij sé orðinn heill og að Michael Craion er illviðráðanlegur í teig andstæðinganna, kappinn skoraði 27 stig og reif niður 16 fráköst á rúmlega 28 mínútum.Pavel Ermolinkij: Gerðum eiginlega allt rétt Það fyrsta sem blaðamaður spurði Pavel Ermolinskij í leikslok var hvort þessi leikur hafi verið auðveldari heldur en hann átti von á. „Ég veit ekki á hverju ég átti von á, það er dálítið erfitt að lesa í Keflavíkur liðið. Það er mikið af hæfileikum í liðinu en þeir eru að fá menn til baka þannig að þeir þurfa kannski aðeins meiri tíma til að slípa sig saman. Annars á ég alltaf von á því að við vinnum sannfærandi.“ „Við gerðum mjög margt rétt í þessum leik, við spiluðum góða vörn og héldum þeim fyrir framan okkur. Við hlupum en við erum með hraðara lið en þeir, þeir eru hægir aftur og við fengum fullt af auðveldum körfum. Við gerðum eiginlega allt rétt, við hefðum getað hitt aðeins betur fyrir utan en Craion var að fá boltann mikið undir körfunni og var að klára vel.“ Pavel var næst spurður hvort að Michael Craion væri ekki gífurlega góð viðbót við annars mjög gott lið KR. „Það er alveg rétt, það er enginn í deildinni sem ræður við hann, allavega ekki einhver einn leikmaður. Það var frábært að fá hann inn, sérstaklega þar sem við missum Martin [Hermannsson] út sem var okkar maður þegar okkur vantaði stig og þá létum við hann hafa boltann og hann skilaði fyrir okkur stigi. Craion er okkar maður núna en hann á mjög auðvelt með að skora, þú lætur hann bara fá boltann og ferð frá og er það þvílíkur kostur.“ Hann var spurður út í taplausa byrjun KR-inga í deildinni og var hann inntur eftir því hvort þeir hefðu yfir einhverju að kvarta. „Þetta er mjög gott, við verðum að halda áfram bara. Það er alltaf gott að vinna en við þurfum að halda áfram að bæta okkur, við getum gert betur en við lentum oft í því í fyrra að spila bara eins vel og við þurftum hvort sem við vorum að spila á móti botnliði eða toppliði, þá lentum við oft í hörkuleikjum þar sem við ætluðum bara að spila á þeirra hraða og getustigi. Takmark okkar er að bæta okkur og ekki endilega að hugsa um sigra og töp heldur að verða betri þegar líður á mótið.“ „Staðan á mér er fín, ég er ryðgaður enda náði ég bara nokkrum æfingum fyrir leik. Líkamlega er ég fínn en það vantar smá bolta í mig en það kemur“, sagði Pavel að lokum en þetta var fyrsti leikur hans í deildinni.Þröstur Jóhannsson: Þurftum kannski að tapa illa til að koma okkur niður á jörðina Hann var súr í bragði Þröstur Jóhannsson þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leik. Hann var spurður að því hvort Keflavík hefði getað gert eitthvað betur í leiknum í kvöld. „Það fer eftir því hvernig þú lítur á þetta, það er náttúrulega hellingur sem við getum en það leit ekki út fyrir það að við hefðum getuna í kvöld. Í fyrsta lagi vorum við að missa menn framhjá okkur í kvöld og það skapaði helling af vandræðum. Menn opnuðust trekk í trekk hjá þeim og gátu þeir gefið fjórar til fimm sendingar óáreittir og litu þannig út eins og San Antonio Spurs á tímabili í leiknum. Þetta var kannski eitthvað sem við þurftum, það er að tapa svona illa, til að koma okkur niður á jörðina og meta stöðuna. Það er kannski ágætt að það gerðist á heimavelli.“ Þröstur var því næst spurður hvort að dómararnir hafi farið of mikið í taugarnar á leikmönnum Keflavíkur. „Já og það er dálítið mikið um það hjá okkur og þurfum við að bæta það. Þetta var samt hörkuleikur og það var mikið haldið í leiknum, báðum megin á vellinum. Við tökum allar villur sem við fengum dæmdar á okkur en mér fannst við ekki fá jafnmikið dæmt okkur í hag. Það var samt ekki ástæðan fyrir því að leikurinn tapaðist.“ Um væntingarnar sem gerðar voru fyrir byrjun Íslandsmótsins sagði Þröstur: „Þetta er kannski ekki byrjunin sem við vonuðumst eftir. Við höfum okkar markmið og þau eru ekki farin í súginn en við gerum okkur grein fyrir því að KR er sterkt lið og réttilega spáð fyrsta sæti en við vonuðumst eftir að standa okkur betur en þetta. Næst er bikarinn og það er fínt að fá þannig próf til að rífa okkur upp. Þann leik verðum við að vinna annars erum við úr leik, við höfum greinilega enn hugarfarið að þetta reddist næst eða að við byrjum í seinni hálfleik en það verður að breytast og við verðum að vera tilbúnir í bikarleikinn og svo er stórt verkefni þar á eftir á móti Njarðvík úti.“4. leikhluti | 67-90: Leiknum er lokið með öruggum sigri KR-inga. Keflvíkingar sáu ekki til sólar hér í dag frá Íslandsmeistara kandídötunum.4. leikhluti | 61-87: Leikmenn beggja liða sýna okkur góð tilþrif en meðalaldurinn er ekki hár inn á vellinum. 1:16 eftir.4. leikhluti | 56-85: Yngri leikmenn beggja liða eru komnir inn á og er það vel, þeir eru framtíðin og verða að fá mínútur í efstu deild. Annars er þetta búið hér í Keflavík þrátt fyrir að þrjár mínútur séu eftir.4. leikhluti | 52-76: Það eru fimm mínútur eftir af leiknum og Keflvíkingar hafa náð 50 stigum. Það ræður hinsvegar enginn við Craion sem er kominn með 25 stig og 15 fráköst, hann er líklegast besti erlendi leikmaður sem spilað hefur hér á landi undanfarin ár.4. leikhluti | 49-74: Liðin skiptast á að skora og eins og áður hefur komið fram þá hentar það gestunum betur. Það virðist ekki vera nein hætta á því að Keflavík nái endurkomu í kvöld. 6:35 eftir.4. leikhluti | 47-70: Seinasti leikhlutinn er hafinn og Graves náði að skora og fá villu að auki, vítaskotið rataði rétta leið. 9:20 eftir.3. leikhluti | 44-70: Þriðja leikhluta er lokið og það er erfitt að sjá að Keflavík nái einhverju út úr þessum leik. KR hefur einfaldlega farið á kostum í þessum leik og eiga forskot sitt fyllilega skilið.3. leikhluti | 44-70: Graves skorar loksins stig fyrir heimamenn og fær villu að auki en vítaskotið vill ekk ofan í. 55 sek. eftir.3. leikhluti | 42-68: KR bætir bara við stigum á meðan það gengur erfiðlega fyrir heimamenn að finna körfuna. 1 mín. eftir af þriðja leikhluta3. leikhluti | 42-64: KR hefur rofið 20 stiga múrinn í forskoti, spilamennska þeirra er gífurlega góð í kvöld. Þetta er of auðvelt fyrir þá, Keflvíkingar virðast ekki eiga neitt svar við KR-ingum. Leikhlé tekið þegar 2:45 eru eftir af þriðja fjórðung.3. leikhluti | 40-57: Það er kannski augljóst en ef að liðin skiptast á körfum eins og er að gerast þessa stundina þá hentar það gestunum betur. Þeir ná að halda forskoti sínu í þægilegri tveggja stafa tölu. 4:36 eftir.3. leikhluti | 36-53: Heimamenn náðu að skora fyrstu fimm stigin í hálfleiknum, þeir ætla væntanlega að selja sig dýrt til að bjarga andliti en KR svaraði með fimm stigum einnig og halda þeir því forskoti sínu í 17 stigum. 6:50 eftir3. leikhluti | 34-48: Einhverra hluta vegna var bætt við stigi á heimamenn en seinni hálfleikur er hafinn og William Graves opnar hann með því að negla niður þriggja stiga skoti. 9:35 eftir.2. leikhluti | 30-48: Gestirnir áttu seinasta orðið í hálfleiknum en Helgi Magnússon setti niður langskot innan þriggja stiga línunnar. Það er kominn hálfleikur og það eru gestirnir sem hafa tögl á haldi en Keflavík ræður illa við varnar- og sóknarleik Kr-inga.2. leikhluti | 30-46: Fínn leikkafli hjá heimamönnum þeir ná að minnka muninn í 13 stig áður en Darri Hilmarsson neglir niður þrist og kæfir sprettinn áður en hann verður að einhverju.2. leikhluti | 23-41: Heimamenn láta dómarana fara í taugarnar á sér, bæði áhorfendur og leikmenn. KR var að fá dæmda á sig fyrstu villuna þegar sex og hálf mínúta var liðin af fjórðungnum. Það hafa óneitanlega verið gerð mistök en ekkert meira en venjulega. KR er komið með 18 stiga forskot þegar 2:21 er eftir.2. leikhluti | 22-35: Bæði lið hafa reynt 10 vítaskot á þessum tímapunkti, heimamenn hafa nýtt eitt og KR þrjú. Það telur í leik sem þessum. 4:47 eftir.2. leikhluti | 19-32: Gestirnir eru búnir að vera betri aðilinn í þessum leik, Keflvíkingar ráða ekki við þá í vörninni og síðan hefur sóknarleikur heimamanna verið stopull vegna góðs varnarleiks gestanna. 6 mín eftir.2. leikhluti | 17-28: Gestirnir hafa náð að bæta við þremur stigum. Vítalínan hefur ekki verið að gefa vel í þessum leik, bæði lið með 50% nýtingu af línunni. 7 mín. eftir.2. leikhluti | 17-25: Tvær sóknir í röð þá rötuðu sendingar heimamanna ekki í réttar hendur gestirnir náðu í hvorugt skiptið að nýta sér tapaða bolta heimamanna. 8:19 eftir.2. leikhluti | 17-25: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn eru fyrri á blað, Graves með gott skot spjaldið og ofan í. 9:38 eftir.1. leikhluti | 15-25: Pavel Ermolinskij komst tvisvar sinnum á vítalínuna en náði einungis að nýta 2 af fjórum vítum sínum þegar mínúta var eftir af lekihlutanum. Keflvíkingar misnotuðu sóknina á eftir og Darri hilmarsson setti niður þriggja stiga skot í næstu sókn gestanna. Það kom í hlut heimamanna að klára leikhlutann en þeir náðu ekki skoti áður en leiktíminn rann út. Gestirnir leiða með 10 stigum eftir 10 mínútur.1. leikhluti | 15-20: Brotið á Damon Johnson í þriggja stiga skoti og setti hann öll vítin niður og minnkaði muninn í fimm stig. 1:30 eftir.1. leikhluti | 12-20: KR náði mest 10 stigum í forskot ne heimamenn náðu að minnka það niður í átta stig og komust svo strax aftur í sókn þar sem þeir geiguðu á skoti. 2 mín. eftir.1. leikhluti | 10-17: Gestirnir úr Vesturbænum hafa völdin á vellinum í byrjun. Þeir eru að ná sér í auðveldar körfur og virðast heimamenn ekki ráða við það þegar þeir keyra á körfuna. Heimamenn eiga hinsvegar í mesta basli við að skora og taka leikhlé þegar 3:09 eru eftir af fyrsta fjórðung.1. leikhluti | 4-9: Heimamenn klúðruðu tveimur vítaskotum og gæti það verið dýrt þegar öll kurl eru komin til grafar en liðin skiptust síðan á körfum. KR-ingar settu niður þrist og hafa náð fimm stigum í forskot. 6:25 eftir.1. leikhluti | 2-4: Heimamenn komust yfir en KR var fljótt að svara og komast yfir. Bæði lið hafa misst boltann og klúðrað skotum á upphafs andartökunum. 8:12 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru KR-ingar sem taka fyrstu sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Michael Craion mætir í Keflavík í fyrsta sinn í svarthvítri treyju en KR-ingar tryggðu sér þjónustu Craion fyrir tímabilið en hann spilaði með Keflavík í tvö ár á undan.Fyrir leik: KR er taplaust eftir 3 leiki en Keflavík hefur unnið tvo leiki og tapað einum. KR skorar að meðaltali 93 stig í leik og fær á sig 84 á meðan Keflavík hefur skorað 76 stig að meðaltali í leik og fengið á sig 73 stig að meðaltali. Við gætum þess vegna kallað þetta vörn á móti sókn í kvöld en ég held að ég geti lofað hörkuleik.Fyrir leik: Liðin sem mætast í kvöld háðu harða baráttu um toppsætið í deildinni á síðasta tímabili en KR-ingar hirtu efsta sætið að lokum eftir að Keflavík hafði hangið í þeim bróðurpartinn af tímabilinu. KR-ingar enduðu síðan sem Íslandsmeistarar eins og frægt er orðið.Fyrir leik: Það eru fréttir af leikstjórnendum liðanna en Pavel Ermolinskij er kominn í búning hjá KR og hitar upp af krafti. Hinsvegar situr Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Keflavíkur, í borgaralegum klæðum á bekk heimamanna og fylgist með sínum mönnum hita upp.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir á Boltavakt Vísis en við erum staddir í TM-höllinni, einnig þekkt sem Sláturhúsið, í Keflavík og það eru KR sem eru í heimsókn í sannkölluðum stórleik í Dominos-deild karla í körfuknattleik.
Dominos-deild karla Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti