Volvo skapar 1.300 ný störf í Gautaborg Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 11:26 Nýi Volvo XC90 jeppinn fær góðar viðtökur og á stærstan þátt í stækkun verksmiðjunnar í Torslanda. Volvo er að stækka verksmiðjur sýnar í Torslanda í nágrenni Gautaborgar í Svíþjóð til að mæta eftirspurn eftir nýjum bílum sínum. Meðal annars mun Volvo bæta við þriðju vaktinni í verksmiðjunum auk þess að stækka þær verulega. Því verður unnið að smíði Volvo bíla allan sólarhringinn í Torslanda. Eftir breytingarnar munu verksmiðjurnar í Torslanda geta framleitt 300.000 bíla á ári. Það er ekki síst framleiðsla á hinum nýja XC90 jeppa Volvo sem krefst þessara nýju starfa og verða starfsmenn orðnir 4.600 eftir breytingarnar. Verksmiðjan í Torslanda eru 50 ára gömul í ár en Volvo fyrirtækið er nú 87 ára. Stækkun verksmiðjunnar í Torslanda er liður í 1.320 milljarða fjárfestingu kínverska bílaframleiðandans Geely í Volvo, en Geely á sem kunnugt er Volvo og keypti fyrirtækið af Ford árið 2010. Það stefnir í 470.000 bíla framleiðslu hjá Volvo í ár og næsta ár verður framleiðslan talsvert meiri. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Volvo er að stækka verksmiðjur sýnar í Torslanda í nágrenni Gautaborgar í Svíþjóð til að mæta eftirspurn eftir nýjum bílum sínum. Meðal annars mun Volvo bæta við þriðju vaktinni í verksmiðjunum auk þess að stækka þær verulega. Því verður unnið að smíði Volvo bíla allan sólarhringinn í Torslanda. Eftir breytingarnar munu verksmiðjurnar í Torslanda geta framleitt 300.000 bíla á ári. Það er ekki síst framleiðsla á hinum nýja XC90 jeppa Volvo sem krefst þessara nýju starfa og verða starfsmenn orðnir 4.600 eftir breytingarnar. Verksmiðjan í Torslanda eru 50 ára gömul í ár en Volvo fyrirtækið er nú 87 ára. Stækkun verksmiðjunnar í Torslanda er liður í 1.320 milljarða fjárfestingu kínverska bílaframleiðandans Geely í Volvo, en Geely á sem kunnugt er Volvo og keypti fyrirtækið af Ford árið 2010. Það stefnir í 470.000 bíla framleiðslu hjá Volvo í ár og næsta ár verður framleiðslan talsvert meiri.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent