QuizUp sagður vera hinn nýi Tinder Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. október 2014 16:50 Hér má sjá parið sem kynntist í gegnum QuizUp. Íslenska spurningaleiknum QuizUp hefur verið líkt við stefnumótaappið Tiner sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Þetta kemur fram í frétt á miðlinum Daily Dot, en þar er fjallað um par sem kynntist í gegnum spurningaleikinn sem, eins og frægt er orðið, er framleiddur hér á landi af fyrirtækinu Plain Vanilla. Í fréttinni er vitnað í Þorstein Friðriksson, forstjóra fyrirtækisins, og segir hann að margir spilarar hafi sent skilaboð til Plain Vanilla og tilkynnt að þeir hafi kynnst í gegnum leikinn. „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu virkir spilararnir voru félagslega,“ segir hann í samtali við Daily Dot og bætir við: „Fólk er að kynnast nýjum vinum og er mikið að spjalla eftir að hafa keppt í QuizUp.“ Daður í gegnum QuizUp er orðið svo algengt að miðillinn The Date Report hefur birt leiðbeiningar hvernig megi breyta leiknum í stefnumótaforrit. Leiðbeiningarnar eru ítarlegar og snúast um að komast í kynni við fólk í gegnum leikinn sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Hægt er að spjalla við aðra sem spila leikinn og má segja að leiðbeiningar The Date Report séu ansi ítarlegar þegar kemur að því hvernig á að spjalla við aðra spilara. Samkvæmt heimildum Vísis er nú áhersla lögð á að þróa þann hluta leiksins sem snýr að samfélagsmiðlum. Ríkari áhersla verður lögð á að fólk geti fundið og kynnst fólki með sömu áhugamál og það sjálft í gegnum Quiz Up. Miðillinn Daily Dot sagði frá parinu Erin Tarnoff og Nck Fielsend. Þau kynntust í gegnum leikinn. Þau mættust í spurningakeppni um Lord of the Rings. Nick, sem er frá Hull í Engalandi, bað Erin, sem er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, um að keppa aftur eftir að keppninni lauk. Þau spiluðu nokkrum sinnum á móti hvort öðru þar til að Nick hóf að senda Erin skilaboð. „Ég klúðraði mjög auðveldri spurningu. Þannig að ég sendi henni skilaboð þar sem ég sagðist ekki trúa því að ég hafi svarað þessu vitlaust,“ útskýrir hann. Hann segist ekki hafa álitð þessa skeytasendingu stórt skref, þarna hafi einfaldlega tveir ókunnugir verið að tala saman í gegnum netið. Erin segir aftur á móti frá því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi talað við einhvern í gegnum netið. Hún hélt þó áfram að tala við hann og eftir smá stund komust þau að því að þau áttu ansi margt sameiginlegt. Þau urðu vinir í gegnum Facebook og fóru að spjalla saman í gegnum Skype. Samskiptin þeirra hófust í nóvember á síðasta ári og í mars á þessu ári hittust þau í fyrsta sinn, þegar Erin flaug til Englands og gisti hjá Nick. Hvorugt þeirra hafði áður talað við neinn í gegnum forritið. Hvorugt þeirra bjóst við því að kynnast elskhuga sínum í gegnum leikinn. Nick segir örlögin hafa leitt þau saman. „Við smelltum á sama spurningaflokkinn, í sama leiknum á sama tíma. Líkurnar á því að þetta gerist eru ótrúlegar.“ Post by Erin Tarnoff. Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Íslenska spurningaleiknum QuizUp hefur verið líkt við stefnumótaappið Tiner sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Þetta kemur fram í frétt á miðlinum Daily Dot, en þar er fjallað um par sem kynntist í gegnum spurningaleikinn sem, eins og frægt er orðið, er framleiddur hér á landi af fyrirtækinu Plain Vanilla. Í fréttinni er vitnað í Þorstein Friðriksson, forstjóra fyrirtækisins, og segir hann að margir spilarar hafi sent skilaboð til Plain Vanilla og tilkynnt að þeir hafi kynnst í gegnum leikinn. „Það sem kom okkur mest á óvart var hversu virkir spilararnir voru félagslega,“ segir hann í samtali við Daily Dot og bætir við: „Fólk er að kynnast nýjum vinum og er mikið að spjalla eftir að hafa keppt í QuizUp.“ Daður í gegnum QuizUp er orðið svo algengt að miðillinn The Date Report hefur birt leiðbeiningar hvernig megi breyta leiknum í stefnumótaforrit. Leiðbeiningarnar eru ítarlegar og snúast um að komast í kynni við fólk í gegnum leikinn sem hefur svipuð áhugamál og maður sjálfur. Hægt er að spjalla við aðra sem spila leikinn og má segja að leiðbeiningar The Date Report séu ansi ítarlegar þegar kemur að því hvernig á að spjalla við aðra spilara. Samkvæmt heimildum Vísis er nú áhersla lögð á að þróa þann hluta leiksins sem snýr að samfélagsmiðlum. Ríkari áhersla verður lögð á að fólk geti fundið og kynnst fólki með sömu áhugamál og það sjálft í gegnum Quiz Up. Miðillinn Daily Dot sagði frá parinu Erin Tarnoff og Nck Fielsend. Þau kynntust í gegnum leikinn. Þau mættust í spurningakeppni um Lord of the Rings. Nick, sem er frá Hull í Engalandi, bað Erin, sem er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, um að keppa aftur eftir að keppninni lauk. Þau spiluðu nokkrum sinnum á móti hvort öðru þar til að Nick hóf að senda Erin skilaboð. „Ég klúðraði mjög auðveldri spurningu. Þannig að ég sendi henni skilaboð þar sem ég sagðist ekki trúa því að ég hafi svarað þessu vitlaust,“ útskýrir hann. Hann segist ekki hafa álitð þessa skeytasendingu stórt skref, þarna hafi einfaldlega tveir ókunnugir verið að tala saman í gegnum netið. Erin segir aftur á móti frá því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hún hafi talað við einhvern í gegnum netið. Hún hélt þó áfram að tala við hann og eftir smá stund komust þau að því að þau áttu ansi margt sameiginlegt. Þau urðu vinir í gegnum Facebook og fóru að spjalla saman í gegnum Skype. Samskiptin þeirra hófust í nóvember á síðasta ári og í mars á þessu ári hittust þau í fyrsta sinn, þegar Erin flaug til Englands og gisti hjá Nick. Hvorugt þeirra hafði áður talað við neinn í gegnum forritið. Hvorugt þeirra bjóst við því að kynnast elskhuga sínum í gegnum leikinn. Nick segir örlögin hafa leitt þau saman. „Við smelltum á sama spurningaflokkinn, í sama leiknum á sama tíma. Líkurnar á því að þetta gerist eru ótrúlegar.“ Post by Erin Tarnoff.
Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira