Viðskipti erlent

Hagnaður McDonald's fellur um 30 prósent

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/ap
Stærsta skyndibitakeðja í heiminum McDonald's tilkynnti í dag að hagnaður fyrirtækisins hefði fallið um 30% á síðasta ársfjórðungi.

Tekjur McDonald's voru tæplega 1,1 milljarður Bandaríkjadalir á fjórðungnum og er það töluvert lægra en fyrir ári síðan. Fyrir ári síðan voru tekjurnar 1,5 milljarður Bandaríkjadalir.

Don Thompson, forstjóri McDonald's, segir að fyrirtækið ætli sér að bregðast skjót við og er fyrirhugað að breyta matseðlinum í byrjun næsta árs. 

Fyrirtækið hyggst koma fram með nýjar áherslur í vöruúrvali og auðvelda viðskiptavininum að panta eftir sérþörfum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×