Redknapp: Það er ástæða fyrir því að Balotelli kostaði ekki meira Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 09:00 Mario Balotelli spilaði aðeins fyrri hálfleikinn. vísir/getty Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, er búinn að fá nóg af MarioBalotelli og býst við að hann verði seldur frá liðinu. Kannski strax í janúar. Balotelli hefur ekki heillað neinn síðan hann gekk í raðir Liverpool og var tekinn af velli í hálfleik í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. Ítalska framherjanum tókst helst að koma sér í fyrirsagnirnar þegar hann skipti um treyju við portúgalska varnarmanninn Pepe í hálfleik. Carragher, sem starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports, var ásamt öðrum fyrrverandi leikmönnum í myndveri í gær að ræða leikinn, en enginn þeirra er ánægður með Balotelli. „Held ég að hann verði hérna til langs tíma? Nei. Það kæmi mér á óvart á að sjá hann hjá Liverpool á næstu leiktíð ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Carragher. „Rafa Benítez var hérna fyrir nokkrum árum og keypti RobbieKeane. Hann seldi hann svo aftur í janúar. Keane var ekki hjá Liverpool í nema þrjá mánuði. Kannski verður Balotelli ekki seldur svo fljótt aftur, en það kæmi mér á óvart að sjá hann hérna á næstu leiktíð.“Jamie Redknapp, fyrrverandi samherji Carraghers, greip orð Carraghers á lofti og hélt áfram að hrauna yfir Ítalann. „Það er ósanngjarnt að bera hann saman við Robbie Keane því Robbie reyndi allavega að gera eitthvað. Hann lagði sig allan fram,“ sagði Redknapp sem skilur ekki hvað Balotelli er að gera hjá Liverpool. „Það er ekki hægt að kenna Balotelli um þetta. Ég kenni BrendanRodgers um fyrir að kaupa hann. Hvernig datt honum í hug að hann gæti breytt leikmanni sem Mourinho, Mancini og Prandelli gáfust upp á. Það er ástæða fyrir því að sumir hlutir eru á hálfvirði þegar þú ferð út í búð,“ sagði Jamie Redknapp. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir á 23. mínútu: Karim Benzema skoraði annað mark Real Madrid á 30. mínútu: Benzema skoraði sitt annað mark og þriðja hjá Real Madrid á 41. mínútu: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30 Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15 Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16 Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23 Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, er búinn að fá nóg af MarioBalotelli og býst við að hann verði seldur frá liðinu. Kannski strax í janúar. Balotelli hefur ekki heillað neinn síðan hann gekk í raðir Liverpool og var tekinn af velli í hálfleik í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. Ítalska framherjanum tókst helst að koma sér í fyrirsagnirnar þegar hann skipti um treyju við portúgalska varnarmanninn Pepe í hálfleik. Carragher, sem starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports, var ásamt öðrum fyrrverandi leikmönnum í myndveri í gær að ræða leikinn, en enginn þeirra er ánægður með Balotelli. „Held ég að hann verði hérna til langs tíma? Nei. Það kæmi mér á óvart á að sjá hann hjá Liverpool á næstu leiktíð ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Carragher. „Rafa Benítez var hérna fyrir nokkrum árum og keypti RobbieKeane. Hann seldi hann svo aftur í janúar. Keane var ekki hjá Liverpool í nema þrjá mánuði. Kannski verður Balotelli ekki seldur svo fljótt aftur, en það kæmi mér á óvart að sjá hann hérna á næstu leiktíð.“Jamie Redknapp, fyrrverandi samherji Carraghers, greip orð Carraghers á lofti og hélt áfram að hrauna yfir Ítalann. „Það er ósanngjarnt að bera hann saman við Robbie Keane því Robbie reyndi allavega að gera eitthvað. Hann lagði sig allan fram,“ sagði Redknapp sem skilur ekki hvað Balotelli er að gera hjá Liverpool. „Það er ekki hægt að kenna Balotelli um þetta. Ég kenni BrendanRodgers um fyrir að kaupa hann. Hvernig datt honum í hug að hann gæti breytt leikmanni sem Mourinho, Mancini og Prandelli gáfust upp á. Það er ástæða fyrir því að sumir hlutir eru á hálfvirði þegar þú ferð út í búð,“ sagði Jamie Redknapp. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir á 23. mínútu: Karim Benzema skoraði annað mark Real Madrid á 30. mínútu: Benzema skoraði sitt annað mark og þriðja hjá Real Madrid á 41. mínútu:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30 Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15 Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16 Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23 Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Sjá meira
Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30
Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15
Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16
Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23
Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36