Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 82-69 | Þægilegt fyrir heimamenn í Ljónagryfjunni Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar 23. október 2014 18:30 Hjörtur Hrafn Einarsson, leikmaður Njarðvíkur. vísir/valli Njarðvíkingar sigruðu ÍR-inga með 13 stiga mun í Ljónagryfjunni í kvöld. Þeir voru komnir í 13 stiga forskot í hálfleik og sem þeir létu ekki af hendi og komust mest í 23 stiga mun. ÍR voru of miklir klaufar á sóknarhelmingnum, skotin rötuðu ekki rétta leið og þeir töpuðu boltanum á ögurstundu. Njarðvíkingar hafa því unnið tvo leiki í deildinni en ÍR-ingar eru án sigurs eftir þrjár umferðir. Heimamenn í Njarðvík byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins og voru komnir í 9-4 þegar fjórar mínútur voru búnar af leiknum. Þá tók við ákveðið kuldatímabil hjá báðum liðum þar sem leikmenn liðanna voru klaufar með boltann og skotin vildu ekki ofan. Njarðvíkingar voru fljótari að losa sig við hrollinn og komu sér í níu stiga forskot sem gestirnir náðu þó að minnka niður um í fimm stig áður en leikhlutinn var úti. 21-16 fyrir Njarðvík eftir einn fjórðung. Aftur tók við kuldatímabil hjá leikmönnum beggja liða en skot þeirra vildu ekki niður, því til dæmis var var 6-7 fyrir ÍR í fjórðungnum þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Þá kipptust liðin til og skiptust á að skora og virtist ÍR ætla að halda í við Njarðvíkinga til hálfleiks en Njarðvík fór á ógurlega 11-2 sprett á rúmlega tveggja mínútna kafla og allt í einu var forskot heimamanna 10 stig. Endaði fyrri hálfleikur á því að heimamenn voru komnir í 13 stiga forskot 44-31. Stigahæstir í hálfleik voru Dustin Salisbery hjá Njarðvík með 9 stig og Chris Gardingo með 11 stig fyrir ÍR. Stigaskor beggja liða gekk betur í upphafi síðari hálfleiks heldur en í byrjun beggja leikhlutanna sem voru liðnir. Liðin skiptust á að skora sem þýddi að Njarðvíkingar héldu forskoti sínu í tveggja stafa tölu og náðu að auka muninn í 17 stig um miðbik þriðja fjórðungs. Áhlaup gestanna úr Breiðholtinu voru of lítil þegar þau tókust og því var Njarðvík með 67-51 forystu þegar þriðji leikhluti kláraðist. Njarðvíkingar skoruðu fimm fyrstu stig fjórða leikhluta og rufu þar með 20 stiga múrinn í fyrsta skipti í leiknum, 72-51. Þeir náðu að halda ÍR 15-20 stigum frá sér bróðurpartinn af fjórðungnum og voru á góðri siglingu með sigurinn í heimahöfn. Þegar um fjórar mínútur lifðu af leiknum náðu gestirnir þó sínum besta spretti þegar þeir skoruðu 14 stig á móti tveimur heimamanna og var munurinn orðinn 11 stig þegar um mínúta var eftir og tíminn því of naumur fyrir þá að ná endurkomu. Njarðvíkingar vöknuðu af værum blundi og hertu vörnina seinustu mínútuna og hleyptu gestunum ekki nær. Endaði leikurinn 82-69 fyrir Njarðvík. Fleiri leikmenn Njarðvíkur lögðu stig í púkkið í kvöld en níu leikmenn þeirra komust á blað í kvöld á móti sex leikmönnum ÍR-inga. Gestirnir voru einnig klaufar í leiknum og voru að klikka á skotum og tapa boltanum á slæmum tímapunktum í leiknum sem heimamenn nýttu til hins ýtrasta. Stigahæstir voru þeir Dustin Salisbery hjá Njarðvík með 23 stig og Chris Gardingo hjá ÍR með 17 stig.Friðrik Ingi Rúnarsson: Góður sigur í dag þó við hefðum getað spilað betur Þjálfari Njarðvíkinga var að vonum ánægður með sigur sinna manna í kvöld og var hann spurður að því hvað hafi skapað sigurinn í kvöld. „Við spiluðum fínan leik í kvöld og var gott jafnvægi á milli sóknarleiksins og varnarleiksins lang tímum saman í leiknum. Ég er samt ekki ánægður með síðustu mínúturnar í leiknum, við urðum full værukærir og gerðum hlutina ekki af heilum hug.“ Friðrik var spurður hvort væntingar hans til byrjunar liðsins á Íslandsmótinu uppfylltu væntingar hans, „Maður er kannski ekki endilega að velta þessum hlutum fyrir sér á þessum tímapunkti. Við höfum ákveðin markmið og erum á áætlun hvað það var, gerum okkar besta í hverjum leik og síðan reynum við að vinna úr þeim hvort sem við vinnum eða töpum. Markmiðið er náttúrulega að verða betri með hverjum leiknum og hverjum mánuðinum sem líður og verða betri sem veturinn líður fram.“ „Við erum með góða breidd og marga leikmenn í öllum leikstöðum og ákveðið jafnræði í hópnum hvað varðar getu þannig að við getum leyft okkur að breyta skipulagi eftir því hver andstæðingurinn er og síðan erum dálítið að læra inn á það og ég hef trú á því að við verðum betri þegar líða tekur á tímabilið.“ Þetta var fyrsti heimaleikur Friðriks sem þjálfari Njarðvíkur í ansi mörg og var hann spurður hvernig tilfinningin hafi verið á hliðarlínunni. „Tilfinningin var mjög góð, það voru pínu fiðrildi í maganum í dag sem er góðs viti. Ég naut mín mikið á hliðarlínunni í dag og var mikil tilhlökkun að komast á hliðarlínuna í Ljónagryfjunni í ansi langan tíma. Þetta var góður sigur í dag þó við hefðum getað spilað betur en við bara lögum það.“Bjarni Magnússon: Við þurfum að koma tilbúnir í hvern einasta leik ÍR-ingar hafa spilað þrjá leiki í deildinni og tapað þeim öllum og var Bjarni Magnússon þjálfari liðsins spurður hvað þeir gætu gert betur í sínum leik, „Það er svo sem sitt lítið af hverju. Sóknarleikurinn í dag var of staður og hægur og mér fannst við mæta inn í þennan leik með rangt hugarfar þannig að sóknarleikurinn var of einhæfur og við vorum ekki nógu grimmir í aðgerðum okkar.“ „Báðir stóru mennirnir okkar lentu snemma í villuvandræðum og það telur í leik okkar, þeir komust hvorugur í takt við leikinn út af þessu. Við eigum samt fína leikmenn sem eiga að njóta tækifærisins og stíga upp. Ég var að vísu ánægður með Sæþór, ungan dreng sem skilaði eiginlega öllu sem ætlast var til af honum og ég hefði viljað að fleiri hefðu gert það í dag.“ Bjarni var spurður um ástandið á hópnum varðandi leikform, „Miðað við leikinn í dag virðumst við vera langt frá því sem ég vildi. Við höfum verið allt of óstabílir í öllum okkar leikjum en þetta var náttúrulega slakur leikur, við komumst aldrei í takt og það var doði yfir því sem við vorum að gera og ég veit ekki afhverju það var. Mér finnst við ekki þurfa að bæta okkur á mörgum sviðum, það þarf að vera bæting á flæðinu í sóknarleiknum.“ „Ég er ekki að stressa mig um of á ástandinu, það er nú eitthvað eftir af þessu móti og stutt í næst leik þannig að við þurfum að leggja á okkur vinnu í að bæta hlutina sem vantar upp á. Mér fannst menn koma hingað í dag eins og þeir héldu að þeir þyrftu ekki að leggja sig 100% fram og ég veit ekki afhverju það er og menn voru of mikið með hangandi haus að svekkja sig á skotum sem fóru ekki ofan í. Við þurfum að mæta mikið grimmari í alla okkar leiki ef við ætlum að ná í einhver stig, okkur var spáð neðarlega fyrir veturinn þannig að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur í einu eða neinu. Við þurfum að koma tilbúnir í hvern einasta leik.“4. leikhluti | 82-69: Njarðvíkingar bættu við tveimur stigum og tíminn var of knappur fyrir gestina. Njarðvík með góðan sigur í fyrsta heimaleiknum. Leik lokið.4. leikhluti | 80-69: 14-2 sprettur frá ÍR á skömmum tíma, allt í einu er 11 stiga munur. 1 mín. eftir.4. leikhluti | 80-65: 10-2 sprettur frá gestunum eftir leikhléið, er nægur tími fyrir endurkomu? 1:49 eftir.4. leikhluti | 78-59: Fjögur stig í röð frá ÍR, vörn heimamanna eitthvað sofandi þarna. 3 mín. eftir.4. leikhluti | 78-55: Því miður fyrir ÍR hefur gengið lítið fyrir þá að skora undanfarnar mínútur. Heimamenn hafa bætt við tveimur stigum en tíminn vinnur með þeim. Leikhlé tekið þegar 3:584. leikhluti | 76-55: Sex mínútur eftir og heimamenn halda 21 stiga forskoti sínu. Salisbery er kominn með 21 stig fyrir heimamenn.4. leikhluti | 72-51: Heimamenn ná að brjóta 20 stiga múrinn með flottri þriggja stiga körfu frá Ágústi Orrasyni. 8:03 eftir.4. leikhluti | 69-51: Seinasti leikhlutinn er hafinn og byrjuðu heimamenn á því að tapa boltanum en ÍR-ingar náðu ekki að nýta sér tækifærið og heimamenn skoruðu í næstu sókn. 9:15 eftir.3. leikhluti | 67-51: Þriðji fjórðungur er liðinn og heimamenn ná að viðhalda þægilegri tveggja stafa forystu. ÍR-ingar eru þó ekki að leggja árar í bát en hafa verið klaufar, bæði í skotum og svo hafa þeir tapað sjö fleiri boltum en heimamenn.3. leikhluti | 64-46: Heimamenn halda áfram að bæta í Salisbery var að enda við að troða í andlit varnarmanns og Njarðvíkingar náðu síðan boltanum og brotið var á Mirko Virijevic. ÍR tekur leikhlé þegar 1:58 eru eftir.3. leikhluti | 60-44: Chris Gardingo hjá ÍR er kominn með fjórar villur, það eru slæmar fréttir fyrir gestina en hann hefur verið aðalsprautan í sóknarleik þeirra. 3 mín eftir.3. leikhluti | 56-43: Liðin skiptast á þriggja stiga körfum en gestirnir virðast ekki ná að komast nær Njarðvíkingum sem halda 13 stiga forskoti. 4:02 eftir.3. leikhluti | 53-40: Fimm stig í röð frá ÍR ingum en þeir eiga helling inni held ég 5:35 eftir.3. leikhluti | 52-35: Liðin skiptast á að skora sem þýðir að heimamenn halda þægilegri forystu. Maciej Baginski var að setja niður víti sem hann fékk í kjölfarið á körfu góðri. Það verður að nefna það að fámennur hópur stuðningsmanna ÍR hefur keyrt brautina og hafa mikið látið í sér heyra sem er vel gert. 6:46 eftir.3. leikhluti | 47-31: Heimamenn voru fyrri á blaðið fræga. Þjálfari ÍR fékk tæknivillu fyrir stöðugt kjaftbrúk og setti Logi Gunnarss. vítið niður en Njarðvíkingar náðu ekki að nýta sér það að hafa fengið boltann aftur. 8 mín. eftir.3. leikhluti | 44-31: Seinni hálfleikur er hafinn og ÍR byrjar með boltann. Heimamenn fengu framlag frá mun fleiri leikmönnum í fyrri hálfleik og ætli það skilji ekki liðin að. 9:45 eftir.2. leikhluti | 44-31: HÁLFLEIKUR. Heimamenn kláruðu hálfleikinn á 13-4 runu sem að skilar þeim 13 stiga forskoti í hálfleik. Það var eins og áður sagði hrollur í mönnum í sóknarleiknum í upphafi 2. leikhluta en þegar liðin komust í gang varð mikill hasar.2. leikhluti | 42-29: Staðan er allt í einu orðin 13 stiga forskot heimamanna eftir æsilegann kafla frá þeim. Pressuvörn og þristar rata í körfuna. 23 sek til hálfleiks og ÍR tekur leikhlé.2. leikhluti | 39-29: Loksins ná heimamenn að setja niður þriggja stiga skot, fyrstu 11 klikkuðu en ÍR svarar að bragði og þá kemur annar þristur frá heimamönnum. 1 mín eftir.2. leikhluti | 31-27: Bæði lið búin að hrista úr sér hrollinn sem búinn er að vera í þeim í öðrum fjórðung og skiptast nú á að skora.æ 2:32 eftir.2. leikhluti | 27-23: Bæði lið ná að bæta við körfum en þær koma hægt. Gestirnir hafa náð að saxa á forskot heimamanna og er það í fjórum stigum þegar 4:14 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 26-18: Gestirnir eru komnir á blað í öðrum leikhluta en heimamenn svara að bragði. 6:19 eftir.2. leikhluti | 24-16: Hér eru menn beðnir um að girða sig og vera snyrtilegir til fara inn á vellinum. Annars er það að frétta að erfiðleikarnir við að koma boltanum í gegnum hringinn halda áfram. 6:55 eftir.2. leikhluti | 24-16: Heimamenn eiga fyrstu stig fjórðungsins en það er eins og í upphafi leiks, eilítill klaufagangur í sókn liðanna. Menn eru að tapa boltum og klikka á einföldum skotum. 8 mín eftir.2. leikhluti | 21-16: Annar leikhluti er hafinn. ÍR á fyrstu sókn. 9:58 eftir.1. leikhluti | 21-16: Fyrsta fjórðung er lokið og hafa heimamenn fimm stiga forystu. Bæði lið byrjuðu ekkert of vel og var mikill klaufagangur hjá báðum liðum sóknarlega séð. Njarðvíkingar voru fljótari að hrista það af sér og náðu mest níu stiga forskoti en ÍR-ingar ná að halda í við þá.1. leikhluti | 19-12: Heimamenn eru að ná að viðhalda góðu forskoti en ÍR-ingar sýna einnig lipra takta í sókninni. 1:45 eftir.1. leikhluti | 15-8: Leikhléið tekið þegar 3:02 lifa af fyrsta fjórðung. Heimamenn eru með sjö stiga forskot og hefur Salisbery farið mikinn, hann hefur skorað sjö stig.1. leikhluti | 11-5: Skotin vildu ekki niður hjá báðum liðum en Salisbery kippti því í liðinn með því að keyra að körfunni, skora og fá villu að auki. Vítaskotið fór ekki rétta leið. 4:08 eftir.1. leikhluti | 9-4: Heimamenn juku muninn í sjö stig áður en ÍR-ingar náðu að setja niður aðra körfu. 6 mín eftir.1. leikhluti | 6-2: Dálítill klaufagangur í báðum liðum undanfarin andartök en heimamenn ná að halda fjögurra stiga forskoti og ÍR-ingar eru komnir á blað. 7 mín eftir.1. leikhluti | 4-0: Heimamenn skora fyrstu fjögur stig leiksins Hjörtur Einarsson og Baginski hafa sett körfurnar. 8:25 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leik. 9:58 eftir.Fyrir leik: Tæpar tíu mínútur eru í að boltanum verði kastað í loft upp og leikur hefjist og er hlaupið kapp í menn í upphituninni. Við vonumst náttúrulega eftir hörkuleik hér í kvöld og fas leikmanna gefur það í skyn.Fyrir leik: Í tapleik ÍR-inga á móti KR í síðustu umferð var það Matthías Sigurðarson sem var stigahæstur Breiðhyltinga með 29 stig en hann er jafnframt stigahæstur þeirra með 26,5 stig að meðatali í leik ásamt því að hafa fundið félaga sína með 5,5 stoðsendingum per leik.Fyrir leik: Njarðvíkingar unnu Fjölni í síðustu umferð á útivelli þar sem erlendi leikmaður þeirra Dustin Salisbery fór mikinn en kappinn skoraði 37 stig og með því reif hann niður 8 fráköst. Hann er jafnframt stigahæsti leikmaður liðsins með 25 stig að meðaltali í leik.Fyrir leik: Leikurinn er í þriðju umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Jafnframt er þetta fyrsti heimaleikur Njarðvíkinga í vetur, þeir hafa leikið tvo útileiki og tapað einum og unnið einn. ÍR-ingar hafa einnig leikið tvo leiki í deildinni og hafa þeir tapað þeim báðum. Síðast á móti KR heima 86-93.Fyrir leik: Góðir lesendur verið velkomnir á Boltavakt Vísis. Við erum í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti ÍR úr Breiðholtinu.1. leikhluti | 11-5: Dominos-deild karla Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Njarðvíkingar sigruðu ÍR-inga með 13 stiga mun í Ljónagryfjunni í kvöld. Þeir voru komnir í 13 stiga forskot í hálfleik og sem þeir létu ekki af hendi og komust mest í 23 stiga mun. ÍR voru of miklir klaufar á sóknarhelmingnum, skotin rötuðu ekki rétta leið og þeir töpuðu boltanum á ögurstundu. Njarðvíkingar hafa því unnið tvo leiki í deildinni en ÍR-ingar eru án sigurs eftir þrjár umferðir. Heimamenn í Njarðvík byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins og voru komnir í 9-4 þegar fjórar mínútur voru búnar af leiknum. Þá tók við ákveðið kuldatímabil hjá báðum liðum þar sem leikmenn liðanna voru klaufar með boltann og skotin vildu ekki ofan. Njarðvíkingar voru fljótari að losa sig við hrollinn og komu sér í níu stiga forskot sem gestirnir náðu þó að minnka niður um í fimm stig áður en leikhlutinn var úti. 21-16 fyrir Njarðvík eftir einn fjórðung. Aftur tók við kuldatímabil hjá leikmönnum beggja liða en skot þeirra vildu ekki niður, því til dæmis var var 6-7 fyrir ÍR í fjórðungnum þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Þá kipptust liðin til og skiptust á að skora og virtist ÍR ætla að halda í við Njarðvíkinga til hálfleiks en Njarðvík fór á ógurlega 11-2 sprett á rúmlega tveggja mínútna kafla og allt í einu var forskot heimamanna 10 stig. Endaði fyrri hálfleikur á því að heimamenn voru komnir í 13 stiga forskot 44-31. Stigahæstir í hálfleik voru Dustin Salisbery hjá Njarðvík með 9 stig og Chris Gardingo með 11 stig fyrir ÍR. Stigaskor beggja liða gekk betur í upphafi síðari hálfleiks heldur en í byrjun beggja leikhlutanna sem voru liðnir. Liðin skiptust á að skora sem þýddi að Njarðvíkingar héldu forskoti sínu í tveggja stafa tölu og náðu að auka muninn í 17 stig um miðbik þriðja fjórðungs. Áhlaup gestanna úr Breiðholtinu voru of lítil þegar þau tókust og því var Njarðvík með 67-51 forystu þegar þriðji leikhluti kláraðist. Njarðvíkingar skoruðu fimm fyrstu stig fjórða leikhluta og rufu þar með 20 stiga múrinn í fyrsta skipti í leiknum, 72-51. Þeir náðu að halda ÍR 15-20 stigum frá sér bróðurpartinn af fjórðungnum og voru á góðri siglingu með sigurinn í heimahöfn. Þegar um fjórar mínútur lifðu af leiknum náðu gestirnir þó sínum besta spretti þegar þeir skoruðu 14 stig á móti tveimur heimamanna og var munurinn orðinn 11 stig þegar um mínúta var eftir og tíminn því of naumur fyrir þá að ná endurkomu. Njarðvíkingar vöknuðu af værum blundi og hertu vörnina seinustu mínútuna og hleyptu gestunum ekki nær. Endaði leikurinn 82-69 fyrir Njarðvík. Fleiri leikmenn Njarðvíkur lögðu stig í púkkið í kvöld en níu leikmenn þeirra komust á blað í kvöld á móti sex leikmönnum ÍR-inga. Gestirnir voru einnig klaufar í leiknum og voru að klikka á skotum og tapa boltanum á slæmum tímapunktum í leiknum sem heimamenn nýttu til hins ýtrasta. Stigahæstir voru þeir Dustin Salisbery hjá Njarðvík með 23 stig og Chris Gardingo hjá ÍR með 17 stig.Friðrik Ingi Rúnarsson: Góður sigur í dag þó við hefðum getað spilað betur Þjálfari Njarðvíkinga var að vonum ánægður með sigur sinna manna í kvöld og var hann spurður að því hvað hafi skapað sigurinn í kvöld. „Við spiluðum fínan leik í kvöld og var gott jafnvægi á milli sóknarleiksins og varnarleiksins lang tímum saman í leiknum. Ég er samt ekki ánægður með síðustu mínúturnar í leiknum, við urðum full værukærir og gerðum hlutina ekki af heilum hug.“ Friðrik var spurður hvort væntingar hans til byrjunar liðsins á Íslandsmótinu uppfylltu væntingar hans, „Maður er kannski ekki endilega að velta þessum hlutum fyrir sér á þessum tímapunkti. Við höfum ákveðin markmið og erum á áætlun hvað það var, gerum okkar besta í hverjum leik og síðan reynum við að vinna úr þeim hvort sem við vinnum eða töpum. Markmiðið er náttúrulega að verða betri með hverjum leiknum og hverjum mánuðinum sem líður og verða betri sem veturinn líður fram.“ „Við erum með góða breidd og marga leikmenn í öllum leikstöðum og ákveðið jafnræði í hópnum hvað varðar getu þannig að við getum leyft okkur að breyta skipulagi eftir því hver andstæðingurinn er og síðan erum dálítið að læra inn á það og ég hef trú á því að við verðum betri þegar líða tekur á tímabilið.“ Þetta var fyrsti heimaleikur Friðriks sem þjálfari Njarðvíkur í ansi mörg og var hann spurður hvernig tilfinningin hafi verið á hliðarlínunni. „Tilfinningin var mjög góð, það voru pínu fiðrildi í maganum í dag sem er góðs viti. Ég naut mín mikið á hliðarlínunni í dag og var mikil tilhlökkun að komast á hliðarlínuna í Ljónagryfjunni í ansi langan tíma. Þetta var góður sigur í dag þó við hefðum getað spilað betur en við bara lögum það.“Bjarni Magnússon: Við þurfum að koma tilbúnir í hvern einasta leik ÍR-ingar hafa spilað þrjá leiki í deildinni og tapað þeim öllum og var Bjarni Magnússon þjálfari liðsins spurður hvað þeir gætu gert betur í sínum leik, „Það er svo sem sitt lítið af hverju. Sóknarleikurinn í dag var of staður og hægur og mér fannst við mæta inn í þennan leik með rangt hugarfar þannig að sóknarleikurinn var of einhæfur og við vorum ekki nógu grimmir í aðgerðum okkar.“ „Báðir stóru mennirnir okkar lentu snemma í villuvandræðum og það telur í leik okkar, þeir komust hvorugur í takt við leikinn út af þessu. Við eigum samt fína leikmenn sem eiga að njóta tækifærisins og stíga upp. Ég var að vísu ánægður með Sæþór, ungan dreng sem skilaði eiginlega öllu sem ætlast var til af honum og ég hefði viljað að fleiri hefðu gert það í dag.“ Bjarni var spurður um ástandið á hópnum varðandi leikform, „Miðað við leikinn í dag virðumst við vera langt frá því sem ég vildi. Við höfum verið allt of óstabílir í öllum okkar leikjum en þetta var náttúrulega slakur leikur, við komumst aldrei í takt og það var doði yfir því sem við vorum að gera og ég veit ekki afhverju það var. Mér finnst við ekki þurfa að bæta okkur á mörgum sviðum, það þarf að vera bæting á flæðinu í sóknarleiknum.“ „Ég er ekki að stressa mig um of á ástandinu, það er nú eitthvað eftir af þessu móti og stutt í næst leik þannig að við þurfum að leggja á okkur vinnu í að bæta hlutina sem vantar upp á. Mér fannst menn koma hingað í dag eins og þeir héldu að þeir þyrftu ekki að leggja sig 100% fram og ég veit ekki afhverju það er og menn voru of mikið með hangandi haus að svekkja sig á skotum sem fóru ekki ofan í. Við þurfum að mæta mikið grimmari í alla okkar leiki ef við ætlum að ná í einhver stig, okkur var spáð neðarlega fyrir veturinn þannig að við megum ekki fara fram úr sjálfum okkur í einu eða neinu. Við þurfum að koma tilbúnir í hvern einasta leik.“4. leikhluti | 82-69: Njarðvíkingar bættu við tveimur stigum og tíminn var of knappur fyrir gestina. Njarðvík með góðan sigur í fyrsta heimaleiknum. Leik lokið.4. leikhluti | 80-69: 14-2 sprettur frá ÍR á skömmum tíma, allt í einu er 11 stiga munur. 1 mín. eftir.4. leikhluti | 80-65: 10-2 sprettur frá gestunum eftir leikhléið, er nægur tími fyrir endurkomu? 1:49 eftir.4. leikhluti | 78-59: Fjögur stig í röð frá ÍR, vörn heimamanna eitthvað sofandi þarna. 3 mín. eftir.4. leikhluti | 78-55: Því miður fyrir ÍR hefur gengið lítið fyrir þá að skora undanfarnar mínútur. Heimamenn hafa bætt við tveimur stigum en tíminn vinnur með þeim. Leikhlé tekið þegar 3:584. leikhluti | 76-55: Sex mínútur eftir og heimamenn halda 21 stiga forskoti sínu. Salisbery er kominn með 21 stig fyrir heimamenn.4. leikhluti | 72-51: Heimamenn ná að brjóta 20 stiga múrinn með flottri þriggja stiga körfu frá Ágústi Orrasyni. 8:03 eftir.4. leikhluti | 69-51: Seinasti leikhlutinn er hafinn og byrjuðu heimamenn á því að tapa boltanum en ÍR-ingar náðu ekki að nýta sér tækifærið og heimamenn skoruðu í næstu sókn. 9:15 eftir.3. leikhluti | 67-51: Þriðji fjórðungur er liðinn og heimamenn ná að viðhalda þægilegri tveggja stafa forystu. ÍR-ingar eru þó ekki að leggja árar í bát en hafa verið klaufar, bæði í skotum og svo hafa þeir tapað sjö fleiri boltum en heimamenn.3. leikhluti | 64-46: Heimamenn halda áfram að bæta í Salisbery var að enda við að troða í andlit varnarmanns og Njarðvíkingar náðu síðan boltanum og brotið var á Mirko Virijevic. ÍR tekur leikhlé þegar 1:58 eru eftir.3. leikhluti | 60-44: Chris Gardingo hjá ÍR er kominn með fjórar villur, það eru slæmar fréttir fyrir gestina en hann hefur verið aðalsprautan í sóknarleik þeirra. 3 mín eftir.3. leikhluti | 56-43: Liðin skiptast á þriggja stiga körfum en gestirnir virðast ekki ná að komast nær Njarðvíkingum sem halda 13 stiga forskoti. 4:02 eftir.3. leikhluti | 53-40: Fimm stig í röð frá ÍR ingum en þeir eiga helling inni held ég 5:35 eftir.3. leikhluti | 52-35: Liðin skiptast á að skora sem þýðir að heimamenn halda þægilegri forystu. Maciej Baginski var að setja niður víti sem hann fékk í kjölfarið á körfu góðri. Það verður að nefna það að fámennur hópur stuðningsmanna ÍR hefur keyrt brautina og hafa mikið látið í sér heyra sem er vel gert. 6:46 eftir.3. leikhluti | 47-31: Heimamenn voru fyrri á blaðið fræga. Þjálfari ÍR fékk tæknivillu fyrir stöðugt kjaftbrúk og setti Logi Gunnarss. vítið niður en Njarðvíkingar náðu ekki að nýta sér það að hafa fengið boltann aftur. 8 mín. eftir.3. leikhluti | 44-31: Seinni hálfleikur er hafinn og ÍR byrjar með boltann. Heimamenn fengu framlag frá mun fleiri leikmönnum í fyrri hálfleik og ætli það skilji ekki liðin að. 9:45 eftir.2. leikhluti | 44-31: HÁLFLEIKUR. Heimamenn kláruðu hálfleikinn á 13-4 runu sem að skilar þeim 13 stiga forskoti í hálfleik. Það var eins og áður sagði hrollur í mönnum í sóknarleiknum í upphafi 2. leikhluta en þegar liðin komust í gang varð mikill hasar.2. leikhluti | 42-29: Staðan er allt í einu orðin 13 stiga forskot heimamanna eftir æsilegann kafla frá þeim. Pressuvörn og þristar rata í körfuna. 23 sek til hálfleiks og ÍR tekur leikhlé.2. leikhluti | 39-29: Loksins ná heimamenn að setja niður þriggja stiga skot, fyrstu 11 klikkuðu en ÍR svarar að bragði og þá kemur annar þristur frá heimamönnum. 1 mín eftir.2. leikhluti | 31-27: Bæði lið búin að hrista úr sér hrollinn sem búinn er að vera í þeim í öðrum fjórðung og skiptast nú á að skora.æ 2:32 eftir.2. leikhluti | 27-23: Bæði lið ná að bæta við körfum en þær koma hægt. Gestirnir hafa náð að saxa á forskot heimamanna og er það í fjórum stigum þegar 4:14 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 26-18: Gestirnir eru komnir á blað í öðrum leikhluta en heimamenn svara að bragði. 6:19 eftir.2. leikhluti | 24-16: Hér eru menn beðnir um að girða sig og vera snyrtilegir til fara inn á vellinum. Annars er það að frétta að erfiðleikarnir við að koma boltanum í gegnum hringinn halda áfram. 6:55 eftir.2. leikhluti | 24-16: Heimamenn eiga fyrstu stig fjórðungsins en það er eins og í upphafi leiks, eilítill klaufagangur í sókn liðanna. Menn eru að tapa boltum og klikka á einföldum skotum. 8 mín eftir.2. leikhluti | 21-16: Annar leikhluti er hafinn. ÍR á fyrstu sókn. 9:58 eftir.1. leikhluti | 21-16: Fyrsta fjórðung er lokið og hafa heimamenn fimm stiga forystu. Bæði lið byrjuðu ekkert of vel og var mikill klaufagangur hjá báðum liðum sóknarlega séð. Njarðvíkingar voru fljótari að hrista það af sér og náðu mest níu stiga forskoti en ÍR-ingar ná að halda í við þá.1. leikhluti | 19-12: Heimamenn eru að ná að viðhalda góðu forskoti en ÍR-ingar sýna einnig lipra takta í sókninni. 1:45 eftir.1. leikhluti | 15-8: Leikhléið tekið þegar 3:02 lifa af fyrsta fjórðung. Heimamenn eru með sjö stiga forskot og hefur Salisbery farið mikinn, hann hefur skorað sjö stig.1. leikhluti | 11-5: Skotin vildu ekki niður hjá báðum liðum en Salisbery kippti því í liðinn með því að keyra að körfunni, skora og fá villu að auki. Vítaskotið fór ekki rétta leið. 4:08 eftir.1. leikhluti | 9-4: Heimamenn juku muninn í sjö stig áður en ÍR-ingar náðu að setja niður aðra körfu. 6 mín eftir.1. leikhluti | 6-2: Dálítill klaufagangur í báðum liðum undanfarin andartök en heimamenn ná að halda fjögurra stiga forskoti og ÍR-ingar eru komnir á blað. 7 mín eftir.1. leikhluti | 4-0: Heimamenn skora fyrstu fjögur stig leiksins Hjörtur Einarsson og Baginski hafa sett körfurnar. 8:25 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leik. 9:58 eftir.Fyrir leik: Tæpar tíu mínútur eru í að boltanum verði kastað í loft upp og leikur hefjist og er hlaupið kapp í menn í upphituninni. Við vonumst náttúrulega eftir hörkuleik hér í kvöld og fas leikmanna gefur það í skyn.Fyrir leik: Í tapleik ÍR-inga á móti KR í síðustu umferð var það Matthías Sigurðarson sem var stigahæstur Breiðhyltinga með 29 stig en hann er jafnframt stigahæstur þeirra með 26,5 stig að meðatali í leik ásamt því að hafa fundið félaga sína með 5,5 stoðsendingum per leik.Fyrir leik: Njarðvíkingar unnu Fjölni í síðustu umferð á útivelli þar sem erlendi leikmaður þeirra Dustin Salisbery fór mikinn en kappinn skoraði 37 stig og með því reif hann niður 8 fráköst. Hann er jafnframt stigahæsti leikmaður liðsins með 25 stig að meðaltali í leik.Fyrir leik: Leikurinn er í þriðju umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Jafnframt er þetta fyrsti heimaleikur Njarðvíkinga í vetur, þeir hafa leikið tvo útileiki og tapað einum og unnið einn. ÍR-ingar hafa einnig leikið tvo leiki í deildinni og hafa þeir tapað þeim báðum. Síðast á móti KR heima 86-93.Fyrir leik: Góðir lesendur verið velkomnir á Boltavakt Vísis. Við erum í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti ÍR úr Breiðholtinu.1. leikhluti | 11-5:
Dominos-deild karla Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti