Sneggsta Toyota Supran Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 16:30 Fullyrt er að hér sjáist sneggsti Toyota Supra bíll heims og miðað við tímann sem það tekur hana að fara kvartmíluna, 6,05 sekúndur, er tæplega vafi að svo sé. Hér sprettur hún úr spori á kvartmílubraut í Arabaríkinu Bahrain með bandaríska ökumanninn Gary White undir stýri. Ekki kemur fram hve öflug Supran er en vél bílsins er af 2JZ-gerð með 98 mm Precision forþjöppu og vaflaust eru hestöflin langt yfir 1.000 hestafla markinu. Til stendur að gera þennan bíl aflmeiri og ná honum undir 6 sekúndna markið. Magnað er að sjá upptakið á þessari spíttkerru og endahraði bílsins var 388 km/klst, sem er hreint með ólíkindum enda prjónar hann vígalega í upptakinu. Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent
Fullyrt er að hér sjáist sneggsti Toyota Supra bíll heims og miðað við tímann sem það tekur hana að fara kvartmíluna, 6,05 sekúndur, er tæplega vafi að svo sé. Hér sprettur hún úr spori á kvartmílubraut í Arabaríkinu Bahrain með bandaríska ökumanninn Gary White undir stýri. Ekki kemur fram hve öflug Supran er en vél bílsins er af 2JZ-gerð með 98 mm Precision forþjöppu og vaflaust eru hestöflin langt yfir 1.000 hestafla markinu. Til stendur að gera þennan bíl aflmeiri og ná honum undir 6 sekúndna markið. Magnað er að sjá upptakið á þessari spíttkerru og endahraði bílsins var 388 km/klst, sem er hreint með ólíkindum enda prjónar hann vígalega í upptakinu.
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent