„Ætla að taka Breivik á þetta“ Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2014 20:57 Maðurinn er ákærður fyrir líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Vísir/Róbert Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum sýslumannsembættisins líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík í marsmánuði 2012. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi sagst „þurfa að taka Breivik á þetta“ og ætla að koma síðar á skrifstofuna með skotvopn og „ætla að taka Breivik á þetta“. Vísar hann þar í fjöldamorð Norðmannsins Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í sprengjuárás í miðborg Óslóar og í skotárásum á Útey þann 22. júlí 2011. Maðurinn er einnig ákærður brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa streist á móti við handtöku og slasað tvo lögreglumenn með því að veita öðrum þeirra þungt högg í andlitið með olnboga vinstri handar „með þeim afleiðingum að hliðrun varð á nefbeinum hans til hægri“ og svo slegið hinn með þeim afleiðingum að hann hlaut 0,5 sentimetra sprungu við hægra munnvik og fjölmargar rispur á handlegg. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir líkamsárás sem hann framdi í aprílmánuði 2013. Í ákærunni segir að hann hafi slegið konu „í andlitið þannig að hún féll í gólfið og rifið í hár hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreyfieymsli við hægra auga, bólgu yfir hægra gagnauga og bólgu við vinstra auga og upp í hársvörð.“ Loks er maðurinn ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot þar sem 30 grömm af kannabisefnum fundust við húsleit á heimili hans ásamt 91 sentimetra langt spjót með 17 sentimetra löngu hnífsblaði. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum sýslumannsembættisins líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík í marsmánuði 2012. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi sagst „þurfa að taka Breivik á þetta“ og ætla að koma síðar á skrifstofuna með skotvopn og „ætla að taka Breivik á þetta“. Vísar hann þar í fjöldamorð Norðmannsins Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í sprengjuárás í miðborg Óslóar og í skotárásum á Útey þann 22. júlí 2011. Maðurinn er einnig ákærður brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa streist á móti við handtöku og slasað tvo lögreglumenn með því að veita öðrum þeirra þungt högg í andlitið með olnboga vinstri handar „með þeim afleiðingum að hliðrun varð á nefbeinum hans til hægri“ og svo slegið hinn með þeim afleiðingum að hann hlaut 0,5 sentimetra sprungu við hægra munnvik og fjölmargar rispur á handlegg. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir líkamsárás sem hann framdi í aprílmánuði 2013. Í ákærunni segir að hann hafi slegið konu „í andlitið þannig að hún féll í gólfið og rifið í hár hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreyfieymsli við hægra auga, bólgu yfir hægra gagnauga og bólgu við vinstra auga og upp í hársvörð.“ Loks er maðurinn ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot þar sem 30 grömm af kannabisefnum fundust við húsleit á heimili hans ásamt 91 sentimetra langt spjót með 17 sentimetra löngu hnífsblaði.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira