Formúla 1

Marussia missir af næstu keppni

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi.

Þáttaka Caterham í bandaríska kappakstrinum hefur verið vafasöm alla vikuna. Caterham fékk eins og Vísir hefur greint frá leyfi til að sleppa tveimur næstu keppnum.

Marussia hefur einnig átt í fjárhags vandræðum á tímabilinu. Í dag eru bílarnir fluttir til Texas af stjórn formúlu 1. Útlit er fyrir að í keppninni í Texas verði aðeins 18 bílar.

„Hvorugt liðið er að fara til Ameríku,“ sagði Ecclestone.

Með því að missa af keppninni í Texas er líklegt að Marussia missi líka af næstu keppni þar á eftir í Brasilíu. Bílarnir eru fluttir beint frá Texas til Interlagos í Brasilíu, þar sem keppnin fer fram.

Bandaríski kappaksturinn verður sá fyrsti síðan í Mónakó 2005 þar sem 18 bílar taka þátt. Vonandi ná Caterham og Marussia að rétta úr kútnum.


Tengdar fréttir

Caterham má missa af tveimur keppnum

Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur.

Nico Rosberg vann aftur í Mónakó

Þjóðverjinn Nico Rosberg leiddi hvern einasta hring í keppninni eftir að ná ráspól á umdeildan hátt í gær. Liðsfélagi Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Marussia setur Chilton á bekkinn

Marussia liðið í Formúlu 1 hefur ákveðið að Alexander Rossi aki fyrir liðið í belgíska kappakstrinum í stað Max Chilton. Samningaviðræður á milli Marussia og Chilton virðast hafa strandað.

Marussia vill eyðsluþak

Keppnisstjóri Marussia, Graeme Lowdon telur að Formúla 1 stefni í óefni ef eyðsluþak kemst ekki á. Eftir að liðin höfðu samþykkt að setja skorður á eyðslu ákvað skipulagsnefn Formúlu 1 að hætta við eyðsluþakið.

Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af

Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×