Grét inn í klefa vegna andláts vinar síns en innsiglaði svo sigurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2014 23:30 Oscar Taveraz til vinstri lét lífið í nótt, en góðvinur hans Juan Perez fagnaði sigri til heiðurs honum. vísir/getty Bandaríska MLB-deildin í hafnabolta missti einn sinn efnilegasta leikmann í nótt þegar Oscar Taveras sem spilar með St. Louis Cardinals lést í bílslysi í heimalandi sínu Dominíska lýðveldinu. Þegar fréttirnar bárust í nótt var leikur fimm í lokaúrslitum MLB-deildarinnar í gangi, en þar eigast við Kansas City Royals og San Francisco Giants. Leikmenn hópuðust í gryfjuna þar sem sjónvarpsfréttafólkið hafði aðstöðu til að fá frekari fregnir af þessum hæfileikaríka pilti, en leikurinn hélt þó áfram.Juan Perez, leikmaður Giants, var góðvinur Tavarez, og kom einn þjálfara liðsins að honum grátandi inn í klefa eftir fimmtu lotu. Samherji hans fylgdi í kjölfarið og sagði Perez að hætta skoða símann sinn og fletta upp fleiri fréttum af andláti Tavarez. Perez henti símanum frá sér og hélt leik áfram. Í tilfinningalegu uppnámi mætti hann á plötuna til að slá í áttundu lotu og innsiglaði 5-0 sigur sinna manna með höggi sem skilaði tveimur stigum. Perez var bugaður maður eftir leik þegar hann ræddi við blaðamenn. „Ég reyndi bara að gleyma þessu á meðan ég var að slá. Þetta er svo ótrúlegt. Þessi ungi maður var hérna fyrir tveimur vikum og nú er hann látinn eftir bílslys. Þetta er svo sorlegt að ég trúi þessu varla,“ sagði Juan Perez.That Double was 4 U Oscar! I'll remember the Good Times. God Bless U Bro. I'll miss U man. My condolences! pic.twitter.com/vjQaZiymaF— Juan Carlos Perez (@juan_perez24) October 27, 2014 Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira
Bandaríska MLB-deildin í hafnabolta missti einn sinn efnilegasta leikmann í nótt þegar Oscar Taveras sem spilar með St. Louis Cardinals lést í bílslysi í heimalandi sínu Dominíska lýðveldinu. Þegar fréttirnar bárust í nótt var leikur fimm í lokaúrslitum MLB-deildarinnar í gangi, en þar eigast við Kansas City Royals og San Francisco Giants. Leikmenn hópuðust í gryfjuna þar sem sjónvarpsfréttafólkið hafði aðstöðu til að fá frekari fregnir af þessum hæfileikaríka pilti, en leikurinn hélt þó áfram.Juan Perez, leikmaður Giants, var góðvinur Tavarez, og kom einn þjálfara liðsins að honum grátandi inn í klefa eftir fimmtu lotu. Samherji hans fylgdi í kjölfarið og sagði Perez að hætta skoða símann sinn og fletta upp fleiri fréttum af andláti Tavarez. Perez henti símanum frá sér og hélt leik áfram. Í tilfinningalegu uppnámi mætti hann á plötuna til að slá í áttundu lotu og innsiglaði 5-0 sigur sinna manna með höggi sem skilaði tveimur stigum. Perez var bugaður maður eftir leik þegar hann ræddi við blaðamenn. „Ég reyndi bara að gleyma þessu á meðan ég var að slá. Þetta er svo ótrúlegt. Þessi ungi maður var hérna fyrir tveimur vikum og nú er hann látinn eftir bílslys. Þetta er svo sorlegt að ég trúi þessu varla,“ sagði Juan Perez.That Double was 4 U Oscar! I'll remember the Good Times. God Bless U Bro. I'll miss U man. My condolences! pic.twitter.com/vjQaZiymaF— Juan Carlos Perez (@juan_perez24) October 27, 2014
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sjá meira