Fótbolti

Þrjú karlalið vildu frá Elísabetu sem þjálfara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir. Vísir/Haraldur
Elísabet Gunnarsdóttir er búin að gera nýjan samning við sænska liðið Kristianstad og mun þjálfa liðið næstu þrjú árin eins og hún hefur gert frá árinu 2009. Elísabet segir frá því í viðtali við Morgunblaðið í dag að þrjú karlalið hafi sóst eftir starfskröftum hennar.

„Ég er bara búin að komast að því að þar er einhver tíska í gangi sem ég held að hafi byrjað þarna í Frakklandi. Miðað við þau samtöl sem ég hef átt er þetta ákveðið "PR" hjá félögunum en samt vilja þau fá konu sem hefur reynslu og veit eitthvað hvað hún er að gera," sagði Elísabet Gunnarsdóttir í viðtali við Sindra Sverrisson hjá Morgunblaðinu.

„Ég vildi sjá hvort þetta væri bara eitthvert markaðssetningartrix eða hvort það væri áhugi á hæfileikum þjálfarans og ég get alveg viðurkennt að það var svolítið "bæði og" en auðvitað vilja þau hæfileikaríka þjálfara," sagði Elísabet ennfremur í viðtalinu.

Elísabet vildi ekki gefa upp hvaða félög buðu henni þjálfarastarf hjá karlaliði en þau voru frá þremur löndum, Ísland, Hollandi og Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×